25.4.2013 | 21:58
1949 - Engin atkvæði eru dauð
Trúlegt er að það jákvæðasta sem útúr kosningunum næstkomandi laugardag komi sé það að sveiflurnar séu meiri en oftast áður. Af hverju er það jákvætt? Jú, það bendir til þess að það sem flokkarnir og þingmenn þeirra geri eða geri ekki skipti meira máli. Að mörgu leyti eru stjórnarmyndunarviðræðurnar eftir kosningarnar meira spennandi. A.m.k. er þar ekki við neinar skoðanakannanir að styðjast. Flestir virðast gera ráð fyrir að kosningaúrslitin verði talsvert lík síðustu skoðanakönnunum. Þær eru samt svolítið mismunandi og eins getur fylgið breyst á allra síðustu dögunum. Hugsanlegt er líka að minna sé að marka skoðanakannanir en oftast áður vegna sveiflnanna.
Í fyrirsögn segir Pétur Hafstein Lárusson: Dauð atkvæði eru ekki til. Þarna er ég sammála honum. Sennilega er engin röksemd fulltrúa fjórflokksins eins fráleit og sú að atkvæði greidd flokkum sem ekki komi manni að séu í rauninni dauð. Þetta er tómt bull og í rauninni er ekki hægt að taka mildilegar til orða um þessa fáránlegu fullyrðingu. Sem betur fer sjá margir og jafnvel flestir þetta, en mögulegt er samt að þessi fullyrðing hafi áhrif á einhverja. Sumir kjósa jafnvel frekar eitthvert framboð fjórflokksins en litlu flokkana vegna þessarar fullyrðingar. Réttur hvers kjósanda er að kjósa það sem honum hugnast best og hann á alls ekki að láta hræða sig frá því.
Kosningarnar á laugardaginn eru áreiðanlega það sem flestir eru að hugsa um þessa dagana. Sennilega er þó allur áróður tilgangslaus þegar svona nálægt kosningum er komið. Frambjóðendum er samt mikið í mun að halda baráttunni áfram fram í rauðan dauðann. Ekki á ég von á að nein óvænt eða mikil tíðindi gerist í sambandi við kosningarnar. Ekki er þess heldur að vænta að mikilvægar ákvarðanir varðandi stjórnarmyndunarkapalinn verði teknar allra fyrstu dagana á eftir. Þó er það aldrei að vita. Svo upptjúnaðir geta menn orðið vegna spenningsins að þeir tali án þess að hugsa.
Sú sótt virðist hrjá marga sem mikilla bloggvinsælda njóta (Jónas Kristjánsson, Pál Vilhjálmsson og marga fleiri) að reyna ávallt að skrifa um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Þetta erum við sem minni eða fremur lítilla vinsælda njótum að mestu lausir við. Þó hef ég fundið fyrir þessu. Í rauninni er þetta ákaflega takmarkandi og minnkar frelsið til að skrifa um það sem meðvitað og ómeðvitað kemur upp í hugann hverju sinni. Varasamt er þó að skrifa eins oft og ég geri því með því er sú áhætta tekin að fastir lesendur gefist fljótlega upp. Mest legg ég uppúr því að vera stuttorður, ef ég mögulega get.
Framsókn stærst í könnun Stöðvar 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mundu eftir xff.is, þar liggur sjálfsagt framtíðin.
Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2013 kl. 06:45
Mér líst einna best á þetta með bjórinn. Verst að kostar ekki nema 79 krónur í Bónus. Ekki mjög áfengur samt, en það verður ekki við öllu gert.
Sæmundur Bjarnason, 26.4.2013 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.