1949 - Engin atkvæði eru dauð

Trúlegt er að það jákvæðasta sem útúr kosningunum næstkomandi laugardag komi sé það að sveiflurnar séu meiri en oftast áður. Af hverju er það jákvætt? Jú, það bendir til þess að það sem flokkarnir og þingmenn þeirra geri eða geri ekki skipti meira máli. Að mörgu leyti eru stjórnarmyndunarviðræðurnar eftir kosningarnar meira spennandi. A.m.k. er þar ekki við neinar skoðanakannanir að styðjast. Flestir virðast gera ráð fyrir að kosningaúrslitin verði talsvert lík síðustu skoðanakönnunum. Þær eru samt svolítið mismunandi og eins getur fylgið breyst á allra síðustu dögunum. Hugsanlegt er líka að minna sé að marka skoðanakannanir en oftast áður vegna sveiflnanna.

Í fyrirsögn segir Pétur Hafstein Lárusson: „Dauð atkvæði eru ekki til.“ Þarna er ég sammála honum. Sennilega er engin röksemd fulltrúa fjórflokksins eins fráleit og sú að atkvæði greidd flokkum sem ekki komi manni að séu í rauninni dauð. Þetta er tómt bull og í rauninni er ekki hægt að taka mildilegar til orða um þessa fáránlegu fullyrðingu. Sem betur fer sjá margir og jafnvel flestir þetta, en mögulegt er samt að þessi fullyrðing hafi áhrif á einhverja. Sumir kjósa jafnvel frekar eitthvert framboð fjórflokksins en litlu flokkana vegna þessarar fullyrðingar. Réttur hvers kjósanda er að kjósa það sem honum hugnast best og hann á alls ekki að láta hræða sig frá því.

Kosningarnar á laugardaginn eru áreiðanlega það sem flestir eru að hugsa um þessa dagana. Sennilega er þó allur áróður tilgangslaus þegar svona nálægt kosningum er komið. Frambjóðendum er samt mikið í mun að halda baráttunni áfram fram í rauðan dauðann. Ekki á ég von á að nein óvænt eða mikil tíðindi gerist í sambandi við kosningarnar. Ekki er þess heldur að vænta að mikilvægar ákvarðanir varðandi stjórnarmyndunarkapalinn verði teknar allra fyrstu dagana á eftir. Þó er það aldrei að vita. Svo upptjúnaðir geta menn orðið vegna spenningsins að þeir tali án þess að hugsa.

Sú sótt virðist hrjá marga sem mikilla bloggvinsælda njóta (Jónas Kristjánsson, Pál Vilhjálmsson og marga fleiri) að reyna ávallt að skrifa um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Þetta erum við sem minni eða fremur lítilla vinsælda njótum að mestu lausir við. Þó hef ég fundið fyrir þessu. Í rauninni er þetta ákaflega takmarkandi og minnkar frelsið til að skrifa um það sem meðvitað og ómeðvitað kemur upp í hugann hverju sinni. Varasamt er þó að skrifa eins oft og ég geri því með því er sú áhætta tekin að fastir lesendur gefist fljótlega upp. Mest legg ég uppúr því að vera stuttorður, ef ég mögulega get.

IMG 3041Pottar og pönnur.


mbl.is Framsókn stærst í könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mundu eftir xff.is, þar liggur sjálfsagt framtíðin.

Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2013 kl. 06:45

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér líst einna best á þetta með bjórinn. Verst að kostar ekki nema 79 krónur í Bónus. Ekki mjög áfengur samt, en það verður ekki við öllu gert.

Sæmundur Bjarnason, 26.4.2013 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband