16.4.2013 | 14:33
1940 - Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin
Ráðist er á Pírata-greyin af mikilli heift, að mér finnst. Þeir geta þó huggað sig við það að fleiri hafa brogaða fortíð en þeir einir. Gísli Ásgeirsson birtir t.d. eftirfarandi grein á sínu vinsæla bloggi: http://malbeinid.wordpress.com/2013/04/14/amnesty-asgerdar-jonu/
Svo má auðvitað minna á Árna Johnsen, en það verða áreiðanlega margir til þess.
Auðvitað er það slæmt að lög séu brotin, http://www.ruv.is/frett/telur-brot-valitors-framin-af-asetningi eins og Valitor eða réttara sagt Visa virðist hafa gert samkvæmt þessari frétt. Mesta athygli mína vekur samt hve langt er síðan brotin voru framin. Ef afsökunin er sú að of mikill málafjöldi hafi verið hjá samkeppniseftirlitinu mætti benda á að forgangsraða þar betur. Trúi illa að um mörg jafn umfangsmikil mál hafi verið að ræða þar.
Já, ég er sammála Jóni Steinari Gunnlaugssyni um að fjölga beri dómsstigum hér á landi. Það er ekki við hæfi að hæstaréttardómarar séu að vasast í svona mörgum málum. Auðvitað mundi það kosta eitthvað en traustið á dómstólunum er það sem heldur þjóðfélaginu saman. Það finnst mér a.m.k. Þegar traustið á þeim er að mestu þorrið er fátt eftir.
Satt að segja er öll þessi umræða um fjármál heimilanna og verðtrygginguna að verða dálítið þreytandi. Líklega fælir þetta bull allt venjulegt fólk frá stjórnmálunum. Kannski er það bara ágætt. Stjórnmálastéttin sameiginlega ber ein og sér ábyrgð á Hruninu og henni verður aldrei treyst framar. Áhuginn allur sem t.d. olli búsáhaldabyltingunni (ég er persónulega sannfærður um að hún var algjörlega sjálfsprottin og ekki stjórnað af neinum samtökum.) kemur núna einkum fram í fjölda flokka (sem ekki er útaf fyrir sig neitt fagnaðarefni) og versnandi lífskjörum.
Eiginlega er það best að reyna að leiða þessa svokölluðu stjórnmálaumræðu sem mest hjá sér. Vissulega rata atriði úr henni í almennar fréttir en við því er ekkert að gera. Margt fólk hagar sér eins og örgustu kjánar í baráttu sem þessari. Leyfum þeim það bara.
Ég er að komast meira og meira á þá skoðun að það komi ekkert vorhret hér á Reykjavíkursvæðinu. Gott væri að vorið kæmi bara svona hægt og hægt. Hunangsflugurnar (sem villast inn um glugga) og geitungarnir eru það eina neikvæða við vorið. Fuglasöngurinn, birtan og hitinn er það sem maður á að hlakka til að komi.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Hver var/Hverjir voru að "ráðast á Pírata-greyin af mikilli heift"?
Þetta fór alveg fram hjá mér, nema þú eigir við umtal vegna 2-3 manna á listum þeirra, sem höfðu eitthvað brotið gegn lögunum.
Þeir, sem hugleiða að kjósa Pírata, geta hins vegar af fáu haft meira gagn en að verða upplýstir um stefnu þeirra í ESB-málinu. Þar vill þessi flokkur cópera Össurar-umsóknar-stefnu Samfylkingar (og einnig nú orðið Vinstri grænna, "Lýðræðisvaktarinnar", Flokks heimilanna og "Bjartrar framtíðar"), en mikið af fylgisfólki Pírata vill einmitt EKKI frítt spil fyrir auðhringa og stórauðvald (evrópskt eða amerískt, býttar ekki máli) og er þess vegna ekki ginnkeypt fyrir Evrópusambandinu, en tekur kannski ekki eftir meðvirkni foringja Pírata í því máli : að vilja halda áfram Össurarumsókninni, jafnvel eftir að Össur sjálfur virðist vera orðnn henni afhuga!!
Já, Píratarnir eru enn einn ESB-umsóknarflokkurinn!. Samt þykjast þeir á móti auðhringum!
En Alþýðufylkingin vill hætta viðræðunum -- ánægjulegt.
Jón Valur Jensson, 16.4.2013 kl. 23:25
Skil ekki hvers vegna þú ert að kommenta hjá mér, Jón Valur. Hefði haldið að þú hefðir nóg annað að skrifa á. Ég álít þín pólitísku orð ekki vera neitt Guðspjall. Frekar að það beri vott um þínar öfgar. Annars hef ég dálitlar áhyggjur af því (akkúrat núna) hvernig vinsælir fjölmiðlar (ekki þú) nota áhrif sín til framgangs pólitískra skoðana, sem ég aðhyllist alls ekki.
Sæmundur Bjarnason, 17.4.2013 kl. 09:35
Ég hef sömuleiðis harla lítið álit á því, Sæmi, að viss fjölmiðill, Útvarp Saga, sé notaður til að boða sýknt og heilagt: "Og svo kjósum við xI !"
Og ekki álít ég mín pólitísku orð vera neitt guðspjall, sammála þér aftur!
En að orð mín hér ofar eða annars staðar um stjórnmálin "beri vott um ... öfgar", hefur þú aðeins FULLYRT hér, en ekki leitt nein rök að því. Glímirðu svona við gagnröksemdir? Varstu bara að spara þér ómak með þessari frjálslegu alhæfingu?
Jón Valur Jensson, 17.4.2013 kl. 15:09
Nei, Jón ég var ekki að því. Alhæfingar eru ekkert einkamál mitt. Annars dáist ég stundum að dugnaðinum í þér. (Við öfgarnar auðvitað). Ég var nú ekki bara að tala um Útvarp Sögu þegar ég var að tala um fjölmiðla. Varstu bara að spara þér (eða mér) ómak með því að gera ráð fyrir því?
Sæmundur Bjarnason, 17.4.2013 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.