11.4.2013 | 23:54
1937 - Bjarni mun hætta
Enginn vafi er á því að Bjarni Benediktsson mun hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins og það mun gerast fyrir kosningarnar 27. apríl n.k. Hanna Birna Kristjánsdóttir mun að sjálfsögðu taka við enda má gera ráð fyrir að hún hafi ætlað sér það alllengi. Um þátt hennar í þeirri skoðanakönnun sem birt var í Viðskiptablaðinu í dag (fimmtudag) veit ég samt að sjálfsögðu ekkert.
Ýmsar spurningar varðandi komandi þingkosningar leita óneitanlega á hugann. Af hverju hefur Regnboginn (eða Regnbogaflokkurinn) listabókstafinn J? Er það til heiðurs Steingrími Jóhanni? Af hverju nær Dögun ekki betri árangri í skoðanakönnunum en raun ber vitni? Þar er gjörvallur Frjálslyndi flokkurinn innan borðs (að ég held) og margir fleiri. Það er eitthvað bogið við þetta. Mér þykir það næstum því eins skrýtið og fylgisaukning Framsóknarmanna. Og er það virkilega svo að fólk hefur næstum engan áhuga á stjórnarskránni nýju eða er Þorvaldur Gylfasona bara svona leiðinlegur og mikill besservisser?
Í þeirri kosningabaráttu sem nú er að byrja er næstum ekkert rætt um nema loftfimleika Sigmundar Davíðs. Fast er sótt að honum en hann virðist háll sem áll og gefur ekki mikil færi á sér. Því er ekki að leyna að gera má ráð fyrir að eitthvað standi útaf þegar gerðir verða nauðasamningar við raunverulega eigendur gömlu bankanna. Það er reyndar búið að eyða þessari peningavon og það var gert þegar kröfurnar voru seldar. Vitanlega væri hægt að færa þær ennþá meira niður. Þar er komið að veikasta þættinum í röksemdafærslu Sigmundar. Hann segir að hrægammasjóðirnir (sem hann kallar svo) vilji örugglega semja sem allra fyrst. Engin rök eru færð fyrir þeirri fullyrðingu og kannski vilja þeir ekkert semja um neitt.
Jafnvel þó allt gengi eins og Sigmundur Davíð segir og hagstæðir samningar næðust er ekkert rætt um þau áhrif sem það kynni að hafa á gengið og vilja útlendinga til að fjárfesta hér. Í síðasta lagi er heldur ekki farið að ræða um hvernig þessu 300 milljarða herfangi Sigmundar Davíðs verður skipt og hvort ríkið mundi bara ekki soga það í sína botnlausu hít. Full þörf er fyrir það þar.
Finnst það afar einkennileg tímasetning að birta núna könnun sem sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið mun fleiri atkvæði ef Hanna Birna Kristjánsdóttir hefði verið við stjórnvölinn en ekki Bjarni Benediktsson. Öfl innan flokksins vilja áreiðanlega losna við Bjarna strax eftir kosningarnar í lok þessa mánaðar, en ómögulegt er að skipta núna. Þetta tryggir næstum endanlega mikið afhroð flokksins í komandi kosningum.
Á margan hátt er erfiðara að breyta því eftirá sem sett er á blað en það sem sett er í tölvuskjal. Fólk á mínum aldri eru kannski óvant að setja hugsun sína á blað. (Eða í tölvuskjal). Það er samt lítill vandi, en mikilvægt er að stytta mál sitt nokkuð og endurtekningar ber að forðast. Ekki gengur upp að vera jafnmargorður og maður er jafnan í töluðu máli. Að öðru leyti er þetta alls ekki ýkja frábrugðið hvort öðru.
Tré.
Ég útiloka ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt 12.4.2013 kl. 00:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
"Á margan hátt er erfiðara að breyta því eftirá sem sett er á blað en það sem sett er í tölvuskjal. Fólk á mínum aldri eru kannski óvant að setja hugsun sína á blað."
"Enginn vafi er á því að Bjarni Benediktsson mun hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins og það mun gerast fyrir kosningarnar 27. apríl n.k."
"Öfl innan flokksins vilja áreiðanlega losna við Bjarna strax eftir kosningarnar í lok þessa mánaðar, en ómögulegt er að skipta núna."
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.4.2013 kl. 00:39
Er það ekki rétt að ritstjóri og eigandi Viðskiptablaðsins sé kosningastjóri Hönnu Birnu?
Halldór Carlsson 12.4.2013 kl. 02:08
Það er spurning hvort þetta sé komið frá ESB arminum í flokknum. Halldór Carlsson hittir naglann á hausinn hérna...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2013 kl. 07:22
Svanur Gísli. Ég var búinn að skrifa seinni partinn af skjalinu áður en ég heyrði í Bjarna í sjónvarpinu. Nennti ekki að breyta.
Sæmundur Bjarnason, 12.4.2013 kl. 10:10
Halldór, ég hef heyrt það jú.
Sæmundur Bjarnason, 12.4.2013 kl. 10:10
Ingibjörg. Ég veit ekki hvaðan þetta er komið, en þetta var hatrömm árás á Bjarna, það er enginn vafi.
Sæmundur Bjarnason, 12.4.2013 kl. 10:12
Hatröm árás á mann sem ætti að sjá heyður sinn í að yfirgefa formannsembættið nú þegar vegna vafasamrar fortíðar!
Sigurður Haraldsson, 12.4.2013 kl. 22:12
Já, Sigurður. En á endanum kann allt samt að snúast þannig að hann græði á þessu ef eitthvað er.
Sæmundur Bjarnason, 12.4.2013 kl. 22:59
Það er sagt að hrægammasjóðirnir séu þolinmóðir. Af hverju? Vegna þess að þeir fá svo góða ávöxtun. Ávöxtun sem heimilin í landinu borga með verðtryggingunni og okurvöxtum og sem þekkist hvergi í heiminum, nema í glæpasamtökum og þeirra innbyrðis viðskiptum.
Lækkum vextina og við minnkum strax blóðlyktina af íslenska hræinu. Samningsstaðan batnar og hér skapast von til að losna við hræfuglana og hefja endurreisnina fyrir alvöru.
Theódór Norðkvist, 12.4.2013 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.