31.3.2013 | 10:17
1926 - Páskar
Fésbókin hefur nú tekið að mestu við því hlutverki að sýna myndir. Einkum aðstandendum aðdáunarverðra barna myndir af þeim. Jafnvel dæmigerðar fjölskyldumyndir. Og svo auðvitað myndir af krúttlegum kettlingum. Það er algjör sérgrein. Hugsanlega er þetta einmitt fésbókarinar merkasta framlag til tölvulífsins (sem er að verða mikilvægara en allt annað) ásamt kaffinetspjallinu. Líka kemur hún oft að góðu haldi með því að segja frá greinum og ýmsu þessháttar á netinu.
Kannski stuðlar hún með þessu að því að fólk hittist sjaldnar en annars hefði verið. Nú er oft eins og þeim sem líta inn í heimsókn finnist að þeir þurfi endilega að eiga eitthvað erindi. En þetta sama fólk á kannski í engum vandræðum með að setja hvað sem er á vegginn hjá sér.
Skafti Jósefsson garðyrkjumaður í Hveragerði var pípureykingamaður mikill. Ekki var annað að sjá en hann væri alltaf með sömu pípuna. Einhver var að hrósa endingunni á henni og þá sagði Skafti:
Já, hún er búin að endast mér í mörg ár þessi pípa. Fjórum sinnum held ég samt að ég hafi þurft að skipta um munnstykki á henni og tvisvar um haus.
Bloggið er aftur á móti mjög gott fyrir þá sem eru illa haldnir af besservisserastælum. Þá geta þeir predikað fjandann ráðalausan og þeir sem villast inná bloggið í leit að einhverju allt öðru, geta forðað sér sem skjótast án þess að nokkur viti.
Allskyns selvfölgeligheder henta líka ágætlega í blogg. T.d. skil ég stundum alls ekki af hverju fólk hugsar ekki eins og ég. (Það er nefnilega langbest) Af hverju skiptir oft meira máli hvernig hlutirnir eru sagðir, en hvað sagt er? Við þykjumst þess umkomin að finnast þeir hlægilegir sem leggja öðruvísi áherslur á mál sitt en okkur finnst við hæfi. Til dæmis þulirnir í Norður-Kóreska sjónvarpinu. Eru áherslur okkar þær einu réttu? Skiptir áherslan eða tóntegundin stundum meira máli en það sem sagt er? Hvenær þá? Og hvernig og af hverju? Ef ég segi já, meina ég þá örugglega alltaf já? Gæti ég ekki alveg eins meint nei?
Er jákvæðni jákvæð? Eða er hún hugsanlega neikvæð? Neikvæðni er oft jákvæð. Það finnst mér allavega. Er sinnuleysi það sama og afskiptaleysi. Það finnst mér ekki. Sinnuleysi er neikvætt en afskiptaleysi jákvætt? Nú, er afskiptasemi þá neikvæð? Ekki endilega, en getur verið það. Kannski er þetta tómt rugl í mér. A.m.k. er ég orðinn hálfruglaður af þessu.
Læknisráð dagsins: Haldið ykkur eins mikið frá pólitískum áróðri og þið mögulega getið. Langmikilvægast er að svara alls ekki skoðanakönnunum þessa dagana og gæta þess að taka ekki ákvörðum um hvað á að kjósa fyrr en á leiðinni á kjörstað. Ef þið munið ekki útaf hverju þið ætluðuð að kjósa einhvert ákveðið framboð er samt mikilvægara að halda sig við áætlaða kosningahegðun en að fara að reyna að rifja upp ástæðurnar.
Lokum ekki hjörtum vorum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Helgi Armannsson 31.3.2013 kl. 10:53
fertility and sex? segjum frekar barnamorð og annar óhugnaður!!! Það hefur ekkert eins jákvætt gerst fyrir mannkynið og það sem mætti kalla the judeazation of humanity. Sem losnaði mannkynið við siði eins og mannfórnir, "heilagt vændi" sem ungar stúlkur voru neyddar í í musterum og þar sem verst lét barnafórnir. Betrunin átti sér stað fyrst gegnum kristni, svo gegnum Islam, en fyrir gyðingavæðingu araba gegnum "Judeo-light specifically catered to arabs" voru fleiri stúlku börn myrt en ekki og það þótti besta mál að berja konur, sem voru álitnar nær skepnum en mönnum, eða jafnvel drepa að vild, en hafa tugi þeirra til kynferðislegra afnota. Síðan þegar þessir hlutir misstu vægi sitt hófst vesturlandavæðingin í staðin, en vestræn menning var þá orðin algjörlega samrunin við kristileg áhrif og breiddi þau meðal fólks sem gat tekið upp gyðinglegt siðferði án þess að taka um leið upp trúarbrögð með gyðinglegri slikju á sér. Í staðinn kom trúin um "mannréttindi" sem er af sömu Biblíulegu rót. Gyðingar voru með reglur um aðstoð við fátæka og ekkjur og mannúðlega meðferð á útlendingum og allt þetta, og jafnvel pælingar um að mjög æskilegt væru ljósir gyðingar giftust dökkum gyðingum (þær er að finna í Talmud), meðan "okkar" fólk var að "höggva mann og annan", stunda heiðursmorð, rán, rupl og tíðar nauðganir á Írum.
Ævar 31.3.2013 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.