25.3.2013 | 21:08
1920 - Guðmundar og Geirfinnsmál
Guðmundar og Geirfinnsmálin eru komin á dagskrá einu sinni enn. Mér finnst satt að segja alveg nóg komið. Allir virðast vera sannfærðir um að niðurstöður þessarar nýjustu nefndar séu réttar. Hversvega ætti þá að halda áfram? Með hvað að markmiði? Aðferðirnar sem beitt var hafa verið rækilega fordæmdar. Engin hætta er á þær verði endurteknar. Hversvegna ætti þá að halda málunum áfram?
Kannski dregur til tíðinda í pólitíkinni seinna í kvöld. Það er búið að fresta fundi á alþingi hvað eftir annað.
Bjarni opnar á Evrópumálin sá ég í fyrirsögn í einhverju blaði. Nennti samt ekki að lesa þá grein sem ég held að hafi snúist um kosningafund hjá Sjálfstæðismönnum. Þetta er sennilega það sem á ensku er kallað damage control. Hann er líklega að reyna að minnka það tjón sem landsfundurinn hefur hugsanlega valdið hafi einhverjir tekið alvarlega þær ályktanir sem þar voru samþykktar.
Önnur fyrirsögn sem ég sá einhvers staðar var á þá leið að nú væri byrjað að innheimta gjald (200 kr.) fyrir að fá að fara inná hverasvæðið í Hveragerði. Ekki var það nú þannig í gamla daga. Hefði sannarlega munað um það ef ég hefði fengið 200 krónur í hvert skipti sem ég hef farið inná hverasvæðið þar. Man vel eftir þegar Eiríkur blindi og Sigga á Hótelinu voru að koma með túristahópa að borholunni þar og setja karbít í hana. (Eiríkur) Mest gaman var að sjá túristana hlaupa skíthrædda í allar áttir þegar holan fór að gjósa. Mamma varð alltaf öskureið ef vindáttin var þannig að gufan fór yfir þvottasnúruna heima.
Fyrst þegar ég kom að Gullfossi var enginn þar og allsengin mannvirki af nokkru tagi. Göngustígur var samt niður að fossinum og malarborin bílastæði skammt frá árgljúfrinu. Malbik eða olíumöl þekktist þá ekki utan Reykjavíkur. Las ágæta lýsingu eftir Ármann Jakobsson um daginn á því hvernig umhorfs var við Gullfoss áður fyrr. Nú skilst mér að komi þangað mörg hundruð manns á hverjum degi og húsum fjölgi þar stöðugt. Þegar forsætisráðherra Kína var á ferð fyrir nokkrum árum fékk hann ekki að skoða Kerið í Grímsnesi og var í staðinn sýnt hverasvæðið í Hveragerði.
Jón Ármann Héðinsson fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins er hættur að láta eins og hálfviti. Einu sinni var ég með þessa sótt líka. Helst þurfti ég að komast á nýtt fjall í hverjum mánuði. Fjall sem ég hefði ekki komið á áður. Svo urðu fjöllinn svolítið erfið. (Og fækkaði líka a.m.k. þessum óklifnu.) Þá tók ég uppá því að ganga milli Reykjavíkur og Hveragerðis. Hef gert það nokkrum sinnum. Er hættur því líka enda orðinn rúmlega sjötugur. Kannski ég byrji bara á þessu aftur. Jón Ármann er 86 ára að ég held.
Undirgefin og föst í lygavef | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Dómskerfið breytist ekkert, ef við segjum bara: allt í lagi að fremja réttarmorð og dæma saklausa, ef það eru bara einhverjir pólitískt keyptir aðilar, sem segja í einka-fjölmiðlum glæpa-dómaranna, að það hafi ekki verið farið eftir lögum, en óvíst sé um framhaldið!
Það er ekki þannig sem dómskerfið og réttarkerfið á að virka í siðmenntuðu samfélagi, hvort sem það samfélag er kallað Ísland eða eitthvað annað!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2013 kl. 21:52
Það er auðvitað rétt að dómskerfið viðurkenni að mistök hafi verið gerð, en að fara að leita að sökudólgum svona löngu seinna er ótækt. Líka að setja sérstök lög um eitt ákveðið mál.
Sæmundur Bjarnason, 25.3.2013 kl. 22:41
Sæmundur. Það er ekki ólíklegt að enn séu hæstaréttar-dómarar og lögfræðingar starfandi, sem eru viðriðnir málið. Það er vandamál sem verður að kljúfa til mergjar, til að tryggja framtíðar-dóma, en ekki til að ná sér niður á einum eða neinum.
Hefnd og hatur hefur engan tilgang annan en að næra hið illa, en löglegt réttlæti hefur ó-umdeilanlegan tilgang.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2013 kl. 23:01
Það er kannski ekki verið að leita að sökudólgum, en þarna er fólk sem á inni miklar skaðabætur.
Emil Hannes Valgeirsson, 25.3.2013 kl. 23:25
Ég leyfir mér að sá þessu hér til upplýsingar: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1289993/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.3.2013 kl. 08:32
Emil Hannes, mér finnst gaman að fá athugasemdir frá þér. Er eiginlega alveg sammála þessu, en á von á að kerfið finni sér einhverja undankomuleið.
Sæmundur Bjarnason, 26.3.2013 kl. 11:46
Ekki málið, Villi. Alveg sjálfsagt.
Sæmundur Bjarnason, 26.3.2013 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.