1857 - Vigdís Hauksdóttir

Finnst svolítið lélegt af Vigdísi Hauksdóttur að vera sífellt að þessu eineltistali. Hún verðfellir raunverulegt einelti með þessu. Menn taka hana ekkert meira fyrir en hún gefur tilefni til. Er það þá ekki einelti líka þegar sífellt er verið að núa Þráni Bertelssyni því um nasir að hann þiggi margföld laun frá ríkinu? Jú, hann reiðist en ég hef ekki heyrt hann kalla það einelti. Eða þegar verið er að tala um Ásmund Einar og ferðalag hans til framsóknar? Er það ekki einelti? Eða það sem sagt er um Össur Skarphéðinsson? Nei, það þýðir ekkert að vera sífellt að gagnrýna aðra (oft með heimskulegum rökum) en væla svo sífellt um einelti ef sá málflutningur er gagnrýndur. Stjórnmálamenn þurfa þykkari skráp en það.

Það er reyndar íslenskur plagsiður að fara fremur í manninn en boltann. Þannig er það bara og því verður ekki breytt í einu vetfangi. Síst í svona litlu samfélagi eins og okkar. Ég get alveg viðurkennt að oft er hún gagnrýnd persónulega þegar nær væri að ráðast gegn sjónarmiðum hennar. Hún er samt ekkert ein um þetta. Stjórnmálamenn virðast oft fremur verða fyrir barðinu á þessu en aðrir.

Hingað til hef ég tekið talsvert mark á skrifum Þorsteins Pálssonar um ESB. Nú verð ég víst að hætta því. Hann er orðinn að mestu óskiljanlegur í þeim skrifum sínum. Annars verður eflaust forvitnilegt að fylgjast með flokkunum hvað þetta mál varðar í aðdraganda kosninganna. Fjórflokkurinn er allur í þeirri stöðu að enginn þar getur útilokað stuðning við aðild og alls ekki lokað öllum dyrum. Kosningarnar munu einkum snúast um aðild og niðurstaða þeirra mun verða afgerandi. Stjórnarskráin verður sett útí horn og látin hírast þar.

Jú jú, þetta blogg er í styttra lagi en mér er sama um það. Auðvitað gæti ég skrifað eihverja langloku, en nenni því bara ekki. Ætti reyndar að skrifa um eitthvað af þeim bókum sem ég les. Verst að ég klára þær svo sjaldan. Er yfirleitt búinn að fá leið á þeim löngu áður þein lýkur.

IMG 2408Íbúðarhús?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband