1853 - Noroveira í dularbúningi

Ef ég fer eftir mínum Moggabloggstölum þá var svolítil lægð í blogglestri um jól og áramót en glæddist svo aftur í byrjun janúar. Ekki veit ég af hverju þetta stafar, en svona virðist þetta vera. Auðvitað eru mínar aðsóknartölur ósköp takmarkaðar, en kannski eru þær samt sem áður vísbending.

Er samfélagið að verða of flókið? Já, á margan hátt, en e.t.v. er hægt að leysa það með réttri notkun tölvtækninnar. Gúgli er einhver sá besti besservisser í heiminum ef rétt er farið að honum. Það má spyrja hann um ótrúlegustu hluti. Samt er það svo að margir treysta allt of mikið á hann. Skilninginn vantar. Án lágmarksskilnings á því sem spurt er um er til einskis spurt.

Afleitt finnst mér að láta hann ráða stafsetningu. Kannski er það bara af því að ég er sæmilegur í stafsetningu sjálfur. Hugsanlega er hann eins afleitur í mörgu öðru. Þekking og vitneskja um ótrúlegustu hluti er styrkur hans. Hvernig fær hann þá vitneskju? Nú, hjá mér og þér. Kóngulóin hans fer um allt á netinu og raðar því efni sem þannig fæst eftir sínu höfði og er öskufljót að finna það aftur ef spurt er. En gerir Gúgli nokkurn greinarmun á vitlausum upplýsingum og réttum? Það held ég nefnilega að hann geri ekki. Þar með er hann orðinn ómarktækur, eða hvað?

Hlutirnir gerðust einkum á Fáfengistöðum, einn og einn þó á Stökustað.

Á kyndlinum mínum var ég áðan að lesa bók sem gefin hafði verið út árið 1896. Hún heitir: „History of Astronomy“ og höfundurinn er George Forbes. Þó höfundurinn finni Astrologíunni felst til foráttu og telji hana vera meiri háttar vitleysu sem engir nema fávitar og rugludallar trúi á get ég ekki séð annað en bókin fjalli aðallega um stjörnuspeki. Auðvitað las ég ekki bókina en reyndi að fletta í gegnum hana og sá ekki neitt sem minnti á stjörnufræði.

Þetta minnir mig á að ég var að lesa baggalút um daginn og verð að viðurkenna að mér líst vel á kenninguna um að Færeyingar séu hrifnir á háskerpukjötinu.

Ég er að hugsa um að hætta í bili, enda er þetta fjandans nóg. Mér líður orðið eins og hverri annarri noroveiru sem kærð hefur verið fyrir kynferðislegt ofbeldi. Svo það er líklega best að fara að sofa.

IMG 2402Eldiviður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband