2.1.2013 | 10:44
1840 - Togarinn Hallgrímur
Nú er komið nýtt ár og tilvalið að hætta að blogga. Ég ætla samt ekki að gera það. Kannski blogga ég meira en áður og kannski minna. Það fer bara eftir efnum og ástæðum. Get ekkert ákveðið um það fyrirfram. Pólitíkin lekur af mér eins og mörgum öðrum. Veit samt ekki til þess að ég standi öðrum framar í slíkum efnum. Á bara sæmilega gott með að koma fyrir mig orði og er orðinn óstöðvandi í blogginu, þó ég sé alltaf að reyna að hætta.
Mér fannst það ekki sérlega sniðugt hjá forsetanum að eyða mestöllu áramótaávarpinu í að gagnrýna stjórnarskrárfrumvarpið sem liggur fyrir alþingi. Eiginlega kemur honum þetta ekkert við. Ekki var hann kosinn á stjórnlagaþing. Bauð sig ekki einu sinni fram. Hafði líka hagsmuna að gæta. Svo er þessi gagnrýni alltof seint fram komin. ÓRG hefur hvenær sem er tækifæri til þess að láta hlusta á sig. Margir hlusta á áramótaávarpið í von um að heyra eitthvað annað en venjulegt pólitískt þvaður. Ný stjórnarskrá, sem eitthvað er spunnið í, er ómögulegt að verði samþykkt nema í talsverðum ágreiningi. Ef enginn ágreiningur er um málin þá eru þau yfirleitt lítils virði. Þá var nú Kristján Eldjárn betri en ÓRG, þó hann véraði sig og ossaði í bak og fyrir. Vigdís var bara eins og hún er. Hvorki góð né slæm. Hljóp stundum illilega á sig, en ÓRG er ennþá í stjórnmálabuxunum sínum og heldur að hann sé eitthvert sameiningartákn. Það er hann alls ekki og vill fremur sundrungu en sameiningu.
Ég er sannfærður um að ef það verður ekki Bjarni Benediktsson sem kemur í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn komist í stjórn á næsta kjörtímabili, þá verður það Ólafur Ragnar Grímsson. Þeir sitja uppi með hann núna eftir að Bjarni hætti stuðningi sínum við ESB og Ólafur tilkynnti formlega um andstöðu sína við sama fyrirbæri. Hvorugur getur hugsað sér hlutleysi og andstaðan er fremur skammsýn.
Ég man vel eftir kastljósviðtalinu við Eirík Inga sem komst lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst undan Noregi snemma á síðastliðnu ári. Það viðtal (eða eintal) er eitt af því besta sem kastljósfólkið hefur nokkurntíma gert. Venjulega er ég heldur óstöðugur áhorfandi að kastljósi ríkissjónvarpsins. Gefst stundum fljótlega upp, eða er á einhverju rápi fram og aftur og skipti jafnvel um stöðvar. Það er þó sjaldgæft að ég geri það, því sjónvarpsáhorfandi er ég lítill. Horfi þó oftast á fréttir (eða a.m.k. upphafið) og oft á báðum stöðvunum. Einhverra hluta vegna var ég að horfa á sjónvarpið þegar þetta viðtal hófst og ég horfði á það til enda og þorði varla að draga andann á meðan. Eiríkur lýsti því sem þá hafði nýlega gerst með slíkri tilfinningu að annað eins hef ég aldrei séð í sjónvarpi. Sjálfur var hann það langathyglisverðasta við viðtalið. Hægt hefði verið að segja frá atburðarásinni í styttra máli og gleymanlegra, en ég tel að útilokað hafi verið að horfa á þetta viðtal ósnortinn.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.