16.12.2012 | 10:53
1830 - Heimsendir eða heim-sendir
Höfundarréttur er margslungið fyrirbæri. Aðallega er hann notaður til að halda almenningi niðri. Hann er reyndar eitt af fjölmörgum ráðum til þess. Þeir sem peningana eiga reyna ávallt að halda í þá og láta þá gína yfir öllu sem hugsanlega er hægt að breyta í verðmæti. Það liggur bara í hlutarins eðli. Best af öllu er að eiga fyrirtæki. Þau má láta ljúga og svíkja og þykjast afar góður sjálfur. Ef einhver bendir svo á að fyrirtækið geri þetta eða hitt veit eigandinn auðvitað ekkert af því.
Höfundarréttur er orðinn svo samgróinn þjóðlífi okkar öllu að útilokað er að afnema hann alfarið. Hann er þó í eðli sínu ekkert sjálfsagður. Einkaleyfi ekki heldur. Í hinum fullkomnasta heimi af öllum heimum væri hann alveg óþarfur. Eignarrétturinn reyndar líka. En þá erum við svosem komin að pólitískum og heimspekilegum spurningum, sem réttast er að láta í friði.
Það er ágætt að blogga stundum um eitthvað sem hátt ber í fréttum. Af ýmsum ástæðum er það hinsvegar stundum dálitlum erfiðleikum bundið. Ég reyni að fylgjast með sjónvarpsfréttum, lít stundum á veffréttir og svo er það fésbókin. Þangað fer ég yfirleitt oft á dag. Þó umfjöllun mín beri það ekki nærri alltaf með sér þarf ég oft að hugsa mig vel og lengi um áður en ég set hlutina á bloggið. Það er nefnilega ákveðinn persónuleiki sem ég vil láta skína í gegn í blogginu mínu. Það er ekkert víst að hann líkist mér sérstaklega mikið, svo það er vissara að vanda sig áður en bloggað er og stytta mál sitt eins mikið og mögulegt er. Helst að lesa það oft yfir, því fólk vill ekki lesa langlokur. Það er ágætt að vera þar sem ég er vanalega á vinsældalista Moggabloggsins, því þá er ég ekkert frægur og heldur ekki alveg gleymdur.
Sagt er að yfirstéttarkonur í Ho Chi Minh borg sem áður hér Saigon stundi það talsvert að fara í fatagarma og fá sér leigt kornabarn til að hafa á handleggnum, gefa því svefntöflu svo það sé rólegra og fara síðan með það í betl-ferð. Auðvitað eru það þeir sem tíma ekki að gefa betlurum sem búa til svona sögur.
Sumt bendir til þess að heimsendirinn sem á að verða um næstu vetrarsólstöður (21. des.) sé með merkilegri heimsendum sem skollið hafa á undanfarið. Minnist þess t.d. ekki að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) hafi gert sér séstakt ómak til að ganga milli bols og höfuðs á heimsendahugmyndum. Það hefur stofnunin samt gert nú: http://science.nasa.gov/science-news/science-at-nasa/2012/14dec_yesterday/ ekki finnst mér heimsendinn neitt trúlegri fyrir vikið, en svona er þetta bara. Sumir trúa þessu víst.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Skemmtileg fyrirsögnin þín Sæmundur. Gaman að svona orðaleikjum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2012 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.