30.11.2012 | 13:01
1817 - Búsáhaldabyltingin
Mig langar að lýsa svolítið búsáhaldabyltingunni eins og hún kemur mér fyrir sjónir nú fjórum árum eftir að hún átti sér stað. Ég ætla að reyna að vera ekki mjög langorður og styðjast eingöngu við minnið. Um Hrunið sjálft, ástæður þess og afleiðingar ætla ég ekki að fjalla.
Það var spillingin, lygarnar, misskiptingin og vanhæfnin sem réði því að svo fór sem fór í Hruninu. Búsáhaldabyltingin hófst í rauninni með stuttum æfingum Harðar Torfasonar á Austurvelli í nóvember og desember árið 2008 þar sem flutt voru örstutt erindi og hann spurði ýmissa spurninga, sem mannfjöldinn svaraði með kröftugu nei-i. Þessir fundir voru haldnir hvern laugardag og það var ansi kalt í veðri. Man að mér hlýnaði ætíð með því að fara í Kolaportið bæði fyrir og eftir fundina. Mannfjöldinn sem sótti þessa fundi fór sívaxandi og undir lokin mátti segja að hann fyllti bæði Austurvöll og nærliggjandi götur.
Búsáhaldabyltingunni lauk síðan að mig minnir í janúar 2009 þegar ríkisstjórn Geirs Haarde hrökklaðist frá völdum eftir að búið var að kveikja í norska jólatrénu sem lokið hafði hlutverki sínu. Segja má að þar hafi búsáhaldabyltingin náð hámarki sínu. Líklega má einnig segja að hún hafi náð því með háværum mótmælum við Alþingishúsið við Austurvöll og Stjórnarráðshúsið við Lækjagötu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sá sína sæng útbreidda og skildi að henni var um megn að halda áfram og sleit ríkisstjórninni viljandi. Með því að útnefna Jóhönnu Sigurðardóttur eftirmann sinn tókst henni að friða þjóðina að einhverju leyti.
Eftirleikurinn varð síðan sá að Framsóknarflokkurinn bauðst til að veita ríkisstjórn sem mynduð væri af Samfylkingunni og Vinstri grænum hlutleysi sitt ef kosningar færu fram strax um vorið 2009.
Í rannsóknarskýrslunni birtust síðan járnbent rök fyrir því að þetta með spillinguna var alveg hárrétt. Hún ásamt frændhyglinni, misskiptingunni og lyginni var svo geigvænleg í þjóðlífinu að það gat eiginlega ekki annað en valdið Hruninu. Þetta sáu þó fáir meðan á því stóð, en eftirá var þetta augljóst.
Eflaust eru ekki allir sammála þessari túlkun mála, en við því er ekkert að gera. Þetta er það sem mér finnst akkúrat núna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Jú Sæmundur reyndar deili ég þessari skoðun þinni alveg 100%
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 14:18
Nú verð ég að fá að leiðrétta þig Sæmundur minn. Svonefnd "Búsáhaldabyltingin" miðast við 20. janúar 2009 - og næstu daga þar á eftir.
Kveikjan að þeim atburðum voru hins vegar vikulegir fundir Radda fólksins á Austurvelli á laugardögum kl. 15:00, en þeir hófust í októberbyrjun 2009 (http://is.wikipedia.org/wiki/M%C3%B3tm%C3%A6lin_%C3%A1_%C3%8Dslandi_%C3%AD_kj%C3%B6lfar_efnahagskreppunnar_2008).
Búsáhaldabyltingunni lauk ekki fyrr en DO hafði verið hrakinn úr Seðlabankanum í mars 2009, enda voru kröfur Radda fólksins: Ríkistjórnina burt!, stjórn Seðlabankans og FME burt! og kosningar eins fljótt og verða má.
Hilmar Hafsteinsson 30.11.2012 kl. 14:37
Ah, búsáhaldabyltingin... þegar vanhæf ríkisstjórn var raikin frá völdum, og önnur vanhæfari kosin í staðinn. Mestmegnis mönnuð sama fólkinu.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2012 kl. 16:39
Takk, Ásthildur. Ég met álit þitt mikils.
Sæmundur Bjarnason, 30.11.2012 kl. 17:16
Hilmar, mér finnst það vera dálítið álitamál hvenær búsáhaldabyltingin hófst og hvenær hún endaði. Efast um að þessir vikulegu fundir sem þú talar um hafi hafist í októberbyrjun (2009 hlýtur að vera prentvilla - hef ekki skoðað linkinn sem þú sendir)
Sæmundur Bjarnason, 30.11.2012 kl. 17:23
Takk fyrir það Sæmundur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2012 kl. 17:28
Ásgrímur, hvort núverandi ríkisstjórn er jafnvanhæf og sú sem hrakin var frá völdum í upphafi árs 2009 á eftir að koma í ljós.
Sæmundur Bjarnason, 30.11.2012 kl. 17:30
Þú getur verið viss um eigið misminni Sæmundur. Sjálfur er ég ritari Radda fólksins og þykist því geta frætt þig á því sem þú veist greinilega ekki.
Hilmar Hafsteinsson 30.11.2012 kl. 18:54
Nei Sæmi, það er nokkuð ljóst að hún er verri - sú sem var hrakin burt var ekki að gera neitt. Bókstaflega, jafnvel ekki það sem hún átti að vera að gera. Sú sem er núna er að gera ekkert nema það sem hún á ekkert að vera að gera. Sem er verra.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2012 kl. 19:37
Þá eru nú þeir Sæmi og Ási komnir í pissukeppni, að alíslenskum sveitasið, um það hvor FLokkurinn er nú betri, FjórFLokkurinn eða FjórFLokkurinn!
Áður en þeir míga sig móða er rétt að benda þeim á að hann er jafnslæmur á alla vegu.
Það að kenna svonefndri Búsáhaldabyltingu um uppvakningu "norrænu velferðarstjórnarinnar" er hins vegar sjálfspilltur heilaspuni Ása Hart. Þeir láta svona íslensku aumingjarnir sem halda að valið standi bara á milli þess að vera hengdur og skotinn á Klakanum!
Hilmar Hafsteinsson 1.12.2012 kl. 10:31
Þetta var ein misheppnaðasta "bylting" allra tíma
DoctorE 1.12.2012 kl. 11:08
... og þú ert einn misheppnaðasti ekki-doctor allra tíma "DoctorE" - mannleysa par excellence!
Hilmar Hafsteinsson 1.12.2012 kl. 12:09
Þessi fáránlega "athugasemd" þín segir miklu meira um þig en mig Hilmar.
DoctorE 1.12.2012 kl. 13:54
"There is no God, only DoctorE..."
Hilmar Hafsteinsson 1.12.2012 kl. 13:58
Á örfáum mínútum hefur Hilmari tekist að misskilja nikkið mitt sem og fyrirsögn á blogginu mínu + að ráðast að perónum í stað málefna. Þetta er líkast til met :)
DoctorE 1.12.2012 kl. 14:20
Hvernig í ósköpunum er hægt að misskilja það sem ekki er til? Komdu fram undir réttu nafni auminginn þinn!
Hilmar Hafsteinsson 1.12.2012 kl. 15:39
Og Hilmar bætir stöðugt í, sýnir og sannar einfeldni sína :)
Reyndu nú að halda þig við umræðuefnið vinur, það er verið að tala um búsáhaldabyltinguna..
DoctorE 1.12.2012 kl. 16:35
Svona, svona strákar. Verið ekki að rífast þetta!! Það er alveg ástæðulaust og breytir raunar engu.
Sæmundur Bjarnason, 1.12.2012 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.