26.10.2012 | 13:09
1791 - Hoppólín og múðlur
Hoppólín og múðlur (en ekki trampólín og núðlur) benda til þess að ungum börnum sé betur treystandi fyrir íslenskri tungu en þeim sem iðka sín ratatorsk-fræði af sem mestri margfeldni og reyna að líkja eftir útlendum mállýskum og setja allt í illskiljanleg kerfi.
Það getur vel verið að molar Eiðs Guðnasona hafi mikil áhrif á suma, en ég er skíthræddur um að þeir sem mest þurfa á þeim leiðbeiningum að halda, sem þar er að finna, lesi ekki þau merku fræði. Þessvegna er það sem ég forðast eins og ég get að minnast á málfar annarra. Get þó illa stillt mig stundum og reyni að vanda mig sjálfur.
Segja má að netið hafi opnað allar flóðgáttir til afbökunar á íslensku máli og margir farið að skrifa sem ekki höfðu skrifað áður. Jafnframt hefur prófarkalestur verið að mestu lagður niður og eiginlega er bannað að finna að því málfars- eða réttritunarlega sem sett er að netið. Allir eiga að tjá sig sem allra mest. Ekki bara einhver guðs útvalin hjörð.
Að mörgu leyti er þetta alveg rétt stefna. Reynt hefur verið að halda þeim niðri sem ekki eru þeim mun betur að sér í íslenskri réttritun og setningafræði. Eiginlega er þetta kunnátta sem á alls ekki að vera sett skör hærra en önnur. Sumir eru vel máli farnir munnlega, aðrir skriflega. Sumir eru flinkir í höndunum, sumir góðir í fótbolta, sumir fljótir að læra, sumir gefnir fyrir vísindi og tækni og þannig ættu sem flestir að geta skarað framúr í einhverju. Nenni ekki að fjölyrða meira um þetta.
Þegar ég var unglingur var það mikið yndi okkar að snúa útúr vinsælum sönglagatextum. T.d. man ég aldrei eftir að við segðum Nú blika við sólarlag sædjúpin köld, heldur alltaf Nú blikar við sólarlag sætsúpan köld.
Man vel eftir einum teksta sem mikið var sunginn. Hann er svona í fullkomnum útúrsnúningi.:
Hvað er svo glatt sem góðtemplarafundur
er gleðin skín á hverri mellubrá.
Eins og á vori er hittast tík og hundur
og hanga saman kynfærunum á.
Við þóttumst líka afburðagáfuð ef við gátum hnikað orðum til þannig til að það virtist að mestu óviljandi. Minnisstætt er mér t.d. af einhverjum ástæðum að eitt sinn þegar við fórum framhjá Hvanneyri í skólaferðalagi þótti sérlega gott hjá einhverjum sem sagði: Nú skaltu grípa færitækið (tækifærið) og gerast fræbúðingur (búfræðingur) frá Eyrarhvönn (Hvanneyri).
Teigir hún og togar á sér tyggjóið, sungum við líka með mikilli tilfinningu án þess að meina nokkuð sérstakt með því. Man að séra Gunar Ben. heyrði einhverntíma í okkur við að syngja þetta og misskildi það og var greinilega að hugsa um að verða reiður, en hætti við.
A: Hvað er að leika á reiðiskjálfi?
B: Ætli það sé ekki svipaður skjálfti og maður fær við reið.
A: Hvernig reið? Ekki útaf reiði eða neinu svoleiðis?
B: Ætli það, annars veit ég það ekki.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Reiðiskjálf og reiðarskjálf getur varla verið það sama.
Hoppólín skil ég vel og hugsa ég muni nota það orð hér eftir um þetta teygjutramp.
En hvað eru múðlur?
Sigurður Hreiðar, 26.10.2012 kl. 13:29
Múðlur eru núðlur.
Þakka þér annars Sigurður fyrir að lesa jafnan bloggið mitt og kommenta öðru hvoru á það. Það er vel þegið.
Sæmundur Bjarnason, 26.10.2012 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.