1790 - Skoðanakannanir

Af hverju var það svo að engar skoðanakannanir varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna voru birtar í prentuðum fjölmiðlum landsins. Kannski voru þær engar en það hlýtur þá að vera vegna þess að stjórnendur skoðanakannanafyrirtækjanna hafi tekið þá pólitísku ákvörðun að þær færu ekki fram. Í raun og veru eru það jafnmikil svik við almenning að svíkja hann um skoðanakannanir og að reyna að hafa áhrif á hann með fölsuðum könnunum.

Samræmis þarf að gæta þegar skoðanakannanir eru annars vegar. Ekki er nóg að birta bara úrslit skoðanakannana þegar flokkshestar ákveða að slíkt skuli gert. A.m.k. verða þessir hestar þá að vera úr mismunandi stjórnmálaflokkum.

Áberandi er að ekki er vitnað í neinar marktækar skoðanakannanir þegar því er haldið fram að útlit sé fyrir að kosningarnar í Bandaríkjunum verði afar tvísýnar. Þær eru það alls ekki. Obama hefur örugga forystu og næsta víst er að hann mun sigra. Reynt er samt að selja blöðin og þau íslensku spila með.

Fjölmiðlar allir eru svotil hættir að fjalla um skoðanakannanir í aðdraganda kosninga vegna þess að með því minnka þeir eigin tekjur. Þetta var mjög áberandi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar um daginn hér á Íslandi og er einnig mjög áberandi í Bandaríkjunum um þessar mundir.

IMG 1738Keilir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Capacent-Gallup gerði að eigin frumkvæði skoðanakönnun fyrir kosningarnar, en birti af einhverjum ástæðum ekki niðurstöðuna.

Er fyrirtækið ekki lengur hlutlaus verktaki, eða hefur það kannski aldrei verið það?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 22:30

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Mér finnst þetta með skoðanakönnunarleysið afar skrítið og skil ekkert í því hvers vegna svona fáir hafa tjáð sig um það.

Sæmundur Bjarnason, 25.10.2012 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband