1789 - Þjóðaratkvæðagreiðsla

Á laugardaginn vorum við í afmælisveislu. Í tilefni dagsins var haldin einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla í veislunni. Kjörsókn var 87,5% og úrslit urðu þannig:

1.      Spurning nr. 1: Vilt þú að norðurljósin verði lýst þjóðareign? Já sögðu 86%, en nei 14%.

2.      Spurning nr. 2: Vilt þú að í símaskránni séu ákvæði um afmælisdaga? Já sögðu 60%, en nei 40%.

3.      Spurning nr. 3: Vilt þú að fyrir afmælisboð verði persónuleg boð heimiluð í meira mæli en nú er? Já sögðu 92%, en nei 8%.

4.      Spurning nr. 4: Vilt þú að vegalengdir á landinu vegi jafnt? Já sögðu 92%, en nei 8%.

5.      Spurning nr. 5: Vilt þú að tiltekið hlutfall gesta geti krafist nýrrar afmælisveislu? Já sögðu 93%, en nei 7%.

6.      Vilt þú að þessar tillögur verði lagðar til grundvallar nýjum lögum um afmælisveislur? Já sögðu 84 %, en nei 16%.

Langmestu tíðindin úr þessari þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var á laugardaginn (og þá er ég ekki að tala um afmælisveislur) finnst mér vera að kjörsóknin skuli hafa nálgast 50 prósent. Auðvitað má þakka það Bjarna Benedikssyni formanni sjálfstæðisflokksins að einhverju leyti, en þátttakan er samt furðu góð. Að öðru leyti eru svörin nokkuð eftir bókinni nema þá helst við fyrstu og þriðju spurningunni (um grundvöllinn og þjóðkirkjuna.)

IMG 1735Listaverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband