1788 - Æ, þetta er eintómt fúsk

Sem betur fer er talsvert að styttast í þjóðaratkvæðagreiðsluna enda er ég orðinn hundleiður á að skrifa um hana.

Finnst sjálfstæðisflokkurinn hafa farið svolítið flatt á þessu máli öllu. Vissulega hafa þeir reynt að gera þetta flokkspólitískt eins og aðrir. Það hefur bara ekki gengið. Jú jú, hæstiréttur dæmdi svosem eins og hann átti að gera, en síðan hefur allt gengið á afturfótunum hjá þeim. Stjórnlagaráðið eða hvað það var kallað skilaði samhljóða frumvarpi, erfiðlega hefur gengið að sjóða saman ákveðna stefnu og nú bendir allt til þess að talsverður meirihluti þeirra sem þátt ætlar að taka í þjóðaratkvæðagreiðslunni samþykki frumvarp stjórnlagaráðsins í aðalatriðum.

Það var snjallt hjá J&S að hafa þessa atkvæðagreiðslu núna. Flokkurinn (með stóru effi) búinn að eyða öllu púðrinu í Icesave og ÓRG og þá kemur þetta. Hann er bara eins og vindlaus blaðra. Stynur upp einhverju ESB þrugli.

Þetta er ákaflega stutt blogg og svo er ekki að vita nema ég taki mér frí frá bloggskrifum alveg fram yfir helgi. Tók líka ekkert frí í vetur eins og ég er vanur að gera.

IMG 1734Listaverk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjálfstæðismenn eru upp til hópa ekki eins vitlausir eins og þeir þykjast vera þegar stjórnarskráin er í umræðu.

Margir hafa gripsvit og sumir miklu meira en það.

Árni Gunnarsson, 18.10.2012 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband