1787 - Svanir og álftir

Helvítis álftirnar gera bændum stundum lífið leitt með því að eyðileggja fyrir þeim nýræktir. Blessaðir svanirnir gera aldrei neitt slíkt. Þó eru þetta sömu fuglarnir. Sumir fuglar eru lofsungnir í bak og fyrir hér á Íslandi en veiddir í net og borðaðir með bestu lyst annars staðar. Það eru ekki bara hundarnir sem eru öðruvísi í Kína en hér heima.

Herdís kindaóvinur númer eitt kostaði ein og sjálf alla vinnu við kvikmyndina sem sýnd var í sjónvarpinu í gær (sunnudag) að ég held. Eflaust hafa samt einhverjir gefið vinnu sína. Margt sem fram kom hjá henni er vafalaust alveg rétt. Áhrif bænda á allskyns kerfi eru orðin ansi mikil. Ekki er samt víst að þau hafi alltaf verið það. Vel getur verið að þessi minnihlutahópur ráði alltof miklu og íhaldssemin er alveg að drepa þá.

Með tímanum er það orðið mér næsta léttur leikur að skrifa blogg. Þó ég skrifi eins og fleiri einkum mér til hugarhægðar ber manni eiginlega skyldi til að reyna að bæta heiminn þó í litlu sé. Það er auðvitað ekki hægt að halda því fram að kosningarnar á laugardaginn séu stórviðburður í kosmópólitísku samhengi en það er þó það sem við getum hæglega dundað okkur við og engum ætti að vera ofraun að koma sér á kjörstað og kjósa rétt. Þessvegna skora ég á alla sem kosningarétt hafa til að bla bla bla bla.

Jæja þá er ég búinn að kjósa. Kaus utan kjörfundar í fyrsta skipti á ævinni. Gekk ágætlega enda voru leiðbeiningarnar í góðu lagi. A.m.k. tvö umslög eru notuð og svo þarf fólk til að vinna við þetta. Það er greinilega talsvert meiri fyrirhöfn að sýsla með utankjörfundaratkvæði en þau sem greidd eru á kjörstað. Gott ef utankjörfundarkosning er ekki alltaf að aukast.

Lífinu má líkja við ferðalag. Helst viljum við auðvitað fara um slóðir sem við þekkjum. A.m.k. að einhverju leyti. Samt erum við alltaf að rekast á eitthvað nýtt. Með því að horfa á það nýja lærum við. Svo lengi lærir sem lifir. Vitanlega er líka hægt að fara á slóðir sem maður hefur aldrei farið á. Það er samt meiri áhætta. E.t.v. lærum við ekkert þar en verðum bara hrædd. Svo lýkur ferðalaginu snögglega. Kannski erum við þá komin á endastöð en  kannski vorum við á leiðinni á einhvern afar mikilvægan stað.

IMG 1732Sveppir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband