1777 - Egill Helgason

Mér gekk hálfilla að setja upp mitt síðasta blogg með Chrome-vafra. Einkum voru það greinaskilin sem vöfðust fyrir mér. Vonandi kemst þetta samt upp í vana. Reikna með að hafa tvö bil næst. Sjá hvernig það kemur út.

Reynir Traustason skrifar á DV um reynslu sína af fjallgöngum og er það oft ágætur lestur. Um daginn skrifaði hann um það sem hann kallaði „fórnarbrók“. Sá pistill fjallaði um það hve vandræðalegt það getur verið að verða skyndilega mál að skíta í fjallgöngu. Þetta er mikið mál fyrir marga og alls ekki þýðingarlaust. Það er heldur ekki einskorðað við fjallgöngur og getur haft mikil áhrif á fólk á margan hátt. Um það verður ekki fjallað sérstaklega hér en vissulega er þetta verðugt viðfangsefni eins og svo mörg önnur.

Egill Helgason er stundum gagnrýndur fyrir val sitt á viðmælendum í „Silfri Egils“. Það finnst mér óréttmætt. Án þess að ég hafi gert nokkra sérstaka athugum á málinu sýnist mér það vera sterkasti hluti Silfursins. Spurningar Egils eru yfirleitt alltof langdregnar og skoðanir hans sjálfs koma oft berlega í ljós. En meðan ekki kemur fram pólitískur þáttur í sjónvarpi sem einhver veigur er í er þýðingarlítið að gagnrýna hann. Þetta er einfaldlega langbesti sjónvarpsþátturinn um pólitík. Hann er hinsvegar enginn yfirburðabloggari. Sigurjón Egilsson (bróðir Gunnars Smára) skilst mér að haldi úti ágætum pólitískum útvarpsþætti á Bylgjunni á laugardagsmorgnum. Hef samt sjaldan heyrt í honum. Sá í gærkvöldi (þriðjudagskvöld) King Kong auglýsinguna með Agli í fyrsta skipti og fannst hún nokkuð fyndin.

IMG 1667Borgarspitali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með Sprengisandinum hans sme á sunnudagsmorgnum.

Ég nota Firefox vafrann. 

Ellismellur 3.10.2012 kl. 11:17

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Minnti að sandurinn væri á laugardagsmorgnum. Útvarpið verður oft útundan hjá mér hvað fjölmiðla varðar og er það ekki ætlunin. Veit að þar er oft gott efni á ferðinni.

Sæmundur Bjarnason, 3.10.2012 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband