29.9.2012 | 12:57
1774 - Richard Kuklinski - The Iceman
Á Stöð 2 fengum við einu sinni á teipi heimildamynd með viðtali við mann sem hét Richard Kuklinski. Ég man að ég horfði á þetta viðtal frá upphafi til enda og það hafði mikil áhrif á mig. Þetta viðtal var samt aldrei sýnt á Stöðinni og þótti alls ekki viðeigandi. Richard þessi Kuklinski var einn af frægustu leigumorðingjum mafíunnar í Bandaríkjunum og er talinn hafa framið yfir 100 morð um ævina og e.t.v. verið drepinn sjálfur þó í fangelsi væri á þeim tíma. 13 ára var hann þegar hann framdi sitt fyrsta morð.
Líf hans snerist allt um morðin. Meginástæða þess að ekki komst upp um hann fyrr var sú að hann beitti mjög mismunandi aðferðum við þau. Að lokum náðist hann þó og það sem varð honum að falli var tvennt. Annars vegar lét hann ginnast af uppljóstrara sem var afar snjall, en gat þó ekki sannað á hann morð. Ein af aðferðum Kuklinskis var að afvegaleiða rannsakendur morðanna varðandi dánartíma með því að frysta líkin og koma þeim síðar fyrir á afviknum stöðum. Eitt sinn gætti hann þess ekki að láta líkið þiðna nógu vel og ísklumpur fannst í hjarta þess. Það nægði til sakfellingar.
Í viðtalinu lýsir Kuklinski mörgum morða sinna í smáatriðum og er áberandi kaldur og rólegur við það. Mér er minnisstætt að í viðtalinu lýsir hann því fjálglega að sér hafi komið mjög á óvart eitt sinn er hann myrti mann með því að skjóta hann í höfuðið af stuttu færi með öflugri haglabyssu að höfuðið fauk af honum við það.
Þegar talið berst síðan að börnum hans og eiginkonu (sem ekkert vissu um þessa atvinnu hans) sýnir hann áberandi viðkvæmni og eftirsjá. Viðtalið allt er afar vel gert á allan hátt og þó engar skreytingar séu á myndbandinu og ekkert að sjá annað en manninn sjálfan í appelsínugulum fangabúningi er það þannig úr garði gert að ég man ekki eftir að hafa litið af skjánum eitt augnablik þegar ég horfði á það. Kuklinski fæddist árið 1935 og dó árið 2006.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Óbermi þetta kemur strax upp á Youtube, líklega að maður horfi á það við tækifæri.
http://www.youtube.com/watch?v=Tv4c3flhSaU
Bjarni Gunnlaugur 29.9.2012 kl. 20:59
Ég skoðaði þetta viðtal, manni dettur í hug að þetta sé líkast því ef náðst hefði viðtal við Egil Skallagrímsson. Alinn upp af harðlyndum föður og er algjörlega sama um alla aðra nema nánustu fjölskyldu. Kanski voru þeir svona í nærmynd, víkingarnir sem var svo létt um að drepa fyrir gull og lofaðir í sögum og kvæðum aldirnar á eftir.
Bjarni Gunnlaugur 30.9.2012 kl. 09:00
Já, Bjarni Gunnlaugur, þetta viðtal er mér mjög eftirminnilegt. Sálfræðileg greining á þessum manni væri áreiðanlega athyglisverð.
Sæmundur Bjarnason, 30.9.2012 kl. 10:46
Held að þessi greining smellpassi við flesta businessmenn sem ég þekki.
Ellismellur 30.9.2012 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.