1775 - Fordlandia

Árið 1927 keypti Henry Ford, sem þá var líklega ríkasti maður heims, stórt landsvæði í frumskógum Amazon í Brazilíu. Þarna ætlaði hann að rækta gúmmítré og koma á fót einskonar bandrískri nýlendu. Allt var mjög stórt í sniðum og Ford eyddi miklum fjármunum í að koma þessu á fót. Framleiða átti gúmmí þarna og allt var sniðið að hugmyndum Fords um lífið og tilveruna. T.d. var bæði áfengi og tóbak með öllu bannað og hann vildi ráða hvað verkamennirnir borðuðu o.s.frv. Samkvæmt hans hugmyndum átti þetta að vera einskonar útópía þó upphaflega hafi hugmyndin þróast frá löngun Fords til að komast yfir ódýrara gúmmí í bílaframleiðsluna, en hann neyddist til að útvega sér annars staðar frá.

Í stuttu máli sagt misheppnaðist þessi tilraun með öllu og voru margar ástæður til þess. Aldrei kom neitt gúmmí frá þessari plantekru og Henry Ford heimsótti staðinn aldrei sjálfur þó reynt hafi verið að fá hann til þess.

Árið 2008 gaf listamaðurinn Jóhann Jóhannsson út hljómplötu með nafninu Fordlandia. Með henni vill hann minnast þessarar tilraunar Henry Fords með útópískum lögum af ýmsu tagi sem ég kann ekki að skilgreina. Samkvæmt Gúgla eru Jóhannar Jóhannssynir svo margir og mitt vit á tónlist af svo skornum skammti að ég gafst mjög fljótlega upp við að reyna að segja meira fá plötu þessari.

United Fruit, Hershey og fleiri stórfyrirtæki stofnuðu að vísu plantekrur út um allt á þessum tíma, en reyndu að eyða ekki alltof miklum peningum í það og græða á öllu saman. Ford gamli jós hinsvegar í þetta peningum þó aldrei kæmi neitt latex þaðan og undir lokin kallaði hann þetta samfélagslega tilraun eða eitthvað þess háttar. Gallinn var bara sá að hann vildi öllu ráða sjálfur karlinn og hafa allt eftir sínu höfði. Margar bækur hafa verið skrifaðar um Fordlandiu og kveikjan að skrifum mínum um þetta var lestur upphafs bókar frá 2010 um þetta mál.

moneyAuðvitað er þessi mynd stolin eins og fleira sem gott er. Hún er af Romney (forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum) og fjölskyldu. Sennilega hefur hann ruglast aðeins í stafsetningunni (kannski viljandi) Líklega á þetta að vera R þarna lengst til vinstri og hann gæti hafa ætlað að stafa nafnið sitt. Þetta minnir mig á að eitthvað hefur verið um að nafn forsetaframbjóðanda demokrata hafi verið álitið vera Osama. Svo er þó ekki.

Pólitíkin getur orðið bæði  skrautleg og skemmtileg í vetur ef fólk finnur einhverjar skemmtibuxur til að fara í. Vel er þó hugsanlegt að lagt verð af stað úti eitt fúafenið til viðbótar og það jafnvel mjög fljótlega ef við ráðum við það. Hef hugsað mikið um það undanfarið hvort það sé nokkur akkur í því að hafa fæðst Íslendingur.

Á sínum tíma talaði Steingrímur Hermannsson um það að hann sæi að misskipting væri að aukast í þjóðfélaginu. Hann var forsætisráðherra þá og hefði manna helst getað haft áhrif á að sú þróun yki a.m.k. ekki hraðann. Honum þóttu önnur mál mikilvægari og beitti sér ekki af þeirri hörku sem til hefði þurft í að breyta þessari þróun. Síðan hef ég með öllu misst traust mitt á Framsóknarflokknum (kaus Steingrím reyndar aldrei en dáðist samt að honum að mörgu leyti) og gerst æ vinstri sinnaðri með aldrinum og get ekki gert að því. Fleiri en ég hafa hætt að treysta flokknum eftir að Halldór bolaði Steingrími í burtu og er ótrúlegt að hann stækki við það að færast sífellt til hægri. 

Aðallega er lífið einn allsherjar brandari. A.m.k. er óþarfi að taka það of alvarlega. Óréttlætið og grimmdin sem þrífst í heiminum nægir alveg til að gera hvern mann vitlausan. Andlegt heilbrigði næst því aðeins að litið sé á lífið allt fremur sem skemmtigarð en táradal. Auðvitað er hægt ganga of langt í afskiptaleysinu, en tilraunir vanmegna einstaklinga til að bæta heiminn verða oft hlægilegar. Samt sem áður er slíkt oftast hetjulegt líka. Einkum að láta hláturinn og fyrirlitninguna ekki hafa áhrif á sig. IMG 1644

Girðing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef aldrei kosið Framsókn, en ég hafði álit á Steingrími. Hann var góður verkstjórnandi í þeim ríkisstjórnum sem hann veitti forstöðu. Hann hafði einkar gott laga á að halda saman og hafa stjórn á órólegu deildum samstarfsflokkana. Ég hygg að Steingrímur (að Framsókn slepptri) hefði verið kjörinn til að leiða það ósamstæða lið sem að baki núverandi stjórn stendur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2012 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband