26.9.2012 | 12:15
1771 - Ríkisendurskoðandi
Um daginn var ég eitthvað að hneykslast á ríkisendurskoðanda vegna afsakana hans varðandi eftirfylgni við uppgjör fulltrúa stærstu stjórnmálaflokkanna varðandi sveitarstjórnarkosningarnar fyrir nokkrum árum. Þá var stóra málið varðandi fjárhagstölvukerfi ríkisins ekki komið í hámæli. Þegar svo var komið lét ég einhver orð falla á fésbók um að ég héldi að Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi hlyti að segja af sér. Ekki er að sjá að hann ætli að sjá sóma sinn í því. Þess í stað einbeitir hann sér að þeim gamla og góða íslenska sið að skjóta sendiboða válegra tíðinda og hefur kært, eða hótað að kæra, Kastljós ríkissjónvarpsins fyrir að nálgast hugsanlega þessar umtöluðu upplýsingar með ólöglegum hætti.
Einhvernvegin hefur Vigdís Hauksdóttir , sem situr á Alþingi í skjóli Framsóknarflokksins, komist á þá skoðun að mál þetta væri pólitískt og stjórnarandstöðunni bæri að verja ríkisendurskoðanda. Hún hikaði ekki við að kalla skýrsluna sem sagt var frá í Kastljósinu þýfi og sannaði með því endanlega að hún er ekkert annað en ómerkilegur gasprari. Sjálfstæðismenn sem rætt hafa um þetta mál hafa verið mun varkárari. Þannig hefur Kristján Þór Júlíusson fullyrt að með þessu hafi traust það sem þarf nauðsynlega að ríkja milli ríkisendurskoðanda og Alþingis beðið verulegan hnekki. Það er mjög vægt til orða tekið en ætti samt alveg að nægja Sveini til afsagnar.
Kannski gerir hann það samt ekki og stendur storminn af sér. Það er íslenska aðferðin. Sjónvarpið, aðrir fjölmiðlar og þingmenn þreytast fljótlega á því að tala um þetta mál og þá getur hann haldið áfram að stinga málum undir stól og hirða launin sín. Reyndar býst ég við að hann geri ýmislegt fleira og sumt vel. En það er alveg sama, ég fer ekkert ofan af þeirri skoðun minni að honum væri hollast að segja af sér.
Ógrunduð gífuryrði eru ekkert takmark í sjálfu sér. Margir bloggarar temja sér þau samt. Mér finnst það vera gífuryrði að tala um að eitthvað sé þýfi án þess að vita nokkrar sönnur á því. Gífuryrði af því tagi finnst mér enn síður vera sæmandi alþingismanni en bloggurum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Vigdís er manneskja sem á ekki að gegna ábyrgðarstörfum, það er ljóst eftir hennar fáránlega rugl.
Mér finnst það sorglegast af öllu, hversu steikt fólk situr á alþingi, hversu steikt fólk íslendingar kjósa yfir sig.
DoctorE 26.9.2012 kl. 12:59
Ég held einmitt í einfeldni sinni þá komi hún með ýmislegt skynsamlegt sem opnar á spillingunni. Held að hún sé misskilinn. Er nokkuð viss um að hún vill vel og er að hugsa um hinn almenna borgara. Fólk sem það gerir á kostnað pr sins fær svona dóma, til dæmis Jón Bjarnason, Pétur Blöndal, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Og Þór Saari. Það er von að spillingin haldist við, því við viljum bara fá einhverja vel talandi, vel ljúgandi aðila sem KUNNA ÖLL TRIKKINN Í BÓKINNI.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.