1770 - Helmingaskiptareglan

Allir sem láta í sér heyra hafa sínar einkaskoðanir á Hruninu og afleiðingum þess. Hér er mín krónukenning. Eflaust ekki meira virði en margar aðrar.

Þegar Hrunið skall á okkur fóru flestallir á taugum eins og eðlilegt var. Alþingi var lokað inni og skipað að samþykkja neyðarlögin svokölluðu. Það fannst mér vera mikil mistök. Aldrei á að láta kúga sig með tímapressu. Held að hægt hefði verið að tryggja eðlilegt þjóðlíf á annan hátt. Auðvitað var það áhætta og fjórflokknum fannst þessi aðferð best til að tryggja sér áframhaldandi völd.

Neyðarlögin hafa samt verið samþykkt af til þess bærum aðilum svo tilgangslaust er að fjargviðrast útaf þeim núna.   

Allt frá því á millistríðsárunum hefur verið í gildi hér á landi milli stjórnmálaflokkanna svonefnd helmingaskiptaregla. Upphaflega var hún auðvitað á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Undanfarna áratugi hefur öðrum flokkum vaxið ásmegin, einkum á kostnað Framsóknar, og þegar þeir (eða flestir þeirra) sameinuðust í Samfylkingunni fannst fulltrúum hennar að reglan ætti að breytast. Helst vildu þeir sem í Samfylkinginni voru auðvitað losna við Framsókn með öllu, en einkum að komast að kjötkötlunum sjálfir.

Á þessum tíma minnkuðu áhrif stjórnmálaflokkanna á þjóðlífið en fulltrúum flokkanna varð sífellt betur ágengt í að skara eld að eigin köku. Auðvitað vill enginn viðurkenna þetta, en svona var þetta löngum og er á mörgum sviðum ennþá.

Hrunið mikla hefur hugsanlega breytt þessu eitthvað en ekki virðist það vera mikið. Fjórflokkurinn ræður svotil því sem hann kærir sig um. Breytir oft um stefnu og erfitt er að átta sig á hvað hann vill. Helmingaskiptareglan ræður þó miklu ennþá hvort sem menn vilja viðurkenna það eður ei.

Pólitíkin gæti farið að æsast svolítið. Þó virðast alþingismenn ekki haga sér neitt sérlega illa. Jafnvel eins og örlítið vit hafi slæðst inn í hálftíma hálfvitanna. Þegar fátt eitt annað er til að horfa á í sjónvarpinu er óvitlaust að stilla á alþingisrásina. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að hlusta á öll ósköpin en ágætt að fylgjast með. Einkum byrjuninni. Svo verða þingmennirnir oftast heldur leiðinlegir og rétt að snúa sér að öðru.

IMG 1626Askur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband