23.9.2012 | 20:22
1769 - Jesúnudd
Spurning hvort Jesúnudd Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins sé það rétta fyrir flokkinn. Hann hlýtur samt að hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo sé. Er alveg viss um að einhverjir af tiltölulega tryggum kjósendum þess flokks kunna ekki að meta þetta. Guð og ESB er þeir tveir hlutir sem mér finnst Bjarni ætla að leggja megináherslu á í komandi kosningabaráttu. Amast við öðru en elska hitt. Er þó ekki viss um að hjarta hans slái með þessu hvorutveggja.
Aftur á móti sýnist mér að hann ætli heldur að mæla með því að fólk taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október n.k. þó ekki þyki honum, að eigin sögn, mikið til hennar koma. Ef kjörsókn þar verður sæmilega góð verður það mikilvægur sigur fyrir þá sem sömdu uppkast það sem greidd verða atkvæði um. Skiptir þá ekki mestu máli hve nei-in verða mörg. Þau verða örugglega mun færri en já-in. Verði kjörsóknin mikil minnka einnig líkur á afskiptum hæstaréttar af atkvæðagreiðslunni
Enn af fésbókarfóbíunni. Með svona marga fésbókarvini og öfluga eins og ég hef, þá er það orðið fullt verk og ekki leiðinlegt að skruna yfir allt sem þar hefur safnast saman frá því síðast var farið þangað og ná kannski á endanum í skottið á sjálfum sér. Ég bara vil það ekki. Nenni því andskotann ekki. Ég er svo heilagur að þetta hrynur bara af mér eins og dagblöðin gerðu á sínum tíma. Farinn út að labba.
Er kvikmyndaskáldskapur fremri öðrum skáldskap? Mér finnst hann geta verið það en að hann sé það ekki nærri alltaf. Vissulega getur góð kvikmynd gagntekið áhorfandann enn frekar en annars konar skáldskapur. Skynjunin er einfaldlega öflugri vegna þess að fleiri skynfæri eru virkjuð. Ímyndun áhorfandans eru þó mikil takmörk sett og hann verður nauðugur viljugur að fylgja ofbeldi því sem kvikmyndagerðarmaðurinn leggur á hann.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi virðist vera ágætt dæmi um hinn óhæfa íslenska embættismann. Ef lögin eru ekki eins og honum finnst þau eigi að vera þá gerir hann ekkert. Sveinn getur kannski skotið sér bakvið það að íslenskir embættismann séu ekki vanir að bera ábyrgð á gerðum sínum eða aðgerðarleysi og vandséð hversvegna allt í einu ætti að fara að gera það núna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Spurning hvort sjálfstæðisflokkur taki upp kosninga slóganið hans Sússa: Kjósið mig eða verðið pyntuð.
Ég er alveg að sjá það að flokkurinn er að ganga á braut ofsatrúarnötta í USA.
DoctorE 24.9.2012 kl. 09:26
Athyglisvert að lesa þetta frá "ofsatrúarnöttaranum" doktore....
...já það er margt skrýtið í kýrhausnum
Jæja 24.9.2012 kl. 15:40
Jæja karlinn, veist ekki munin á trú og svo trúleysi, reykingum og reykleysi.. þetta er allt það sama fyrir "jæja"
DoctorE 24.9.2012 kl. 15:59
Það er litlu við að bæta þegar spekingarnir hafa talað!
Eyjólfur Jónsson, 24.9.2012 kl. 17:19
Kötturinn er krúttlegur og myndi eflaust standa sig betur á alþingi en það fólk sem er það í dag.. mjá mjá og hvæs :)
DoctorE 25.9.2012 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.