1769 - Jesúnudd

Spurning hvort Jesúnudd Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins sé það rétta fyrir flokkinn. Hann hlýtur samt að hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo sé. Er alveg viss um að einhverjir af tiltölulega tryggum kjósendum þess flokks kunna ekki að meta þetta. Guð og ESB er þeir tveir hlutir sem mér finnst Bjarni ætla að leggja megináherslu á í komandi kosningabaráttu. Amast við öðru en elska hitt. Er þó ekki viss um að hjarta hans slái með þessu hvorutveggja.

Aftur á móti sýnist mér að hann ætli heldur að mæla með því að fólk taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október n.k. þó ekki þyki honum, að eigin sögn, mikið til hennar koma. Ef kjörsókn þar verður sæmilega góð verður það mikilvægur sigur fyrir þá sem sömdu uppkast það sem greidd verða atkvæði um. Skiptir þá ekki mestu máli hve nei-in verða mörg. Þau verða örugglega mun færri en já-in. Verði kjörsóknin mikil minnka einnig líkur á afskiptum hæstaréttar af atkvæðagreiðslunni

Enn af fésbókarfóbíunni. Með svona marga fésbókarvini og öfluga eins og ég hef, þá er það orðið fullt verk og ekki leiðinlegt að skruna yfir allt sem þar hefur safnast saman frá því síðast var farið þangað og ná kannski á endanum í skottið á sjálfum sér. Ég bara vil það ekki. Nenni því andskotann ekki. Ég er svo heilagur að þetta hrynur bara af mér eins og dagblöðin gerðu á sínum tíma. Farinn út að labba.

Er kvikmyndaskáldskapur fremri öðrum skáldskap? Mér finnst hann geta verið það en að hann sé það ekki nærri alltaf. Vissulega getur góð kvikmynd gagntekið áhorfandann enn frekar en annars konar skáldskapur. Skynjunin er einfaldlega öflugri vegna þess að fleiri skynfæri eru virkjuð. Ímyndun áhorfandans eru þó mikil takmörk sett og hann verður nauðugur viljugur að fylgja ofbeldi því sem kvikmyndagerðarmaðurinn leggur á hann.

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi virðist vera ágætt dæmi um hinn óhæfa íslenska embættismann. Ef lögin eru ekki eins og honum finnst þau eigi að vera þá gerir hann ekkert. Sveinn getur kannski skotið sér bakvið það að íslenskir embættismann séu ekki vanir að bera ábyrgð á gerðum sínum eða aðgerðarleysi og vandséð hversvegna allt í einu ætti að fara að gera það núna.

IMG 1609Köttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort sjálfstæðisflokkur taki upp kosninga slóganið hans Sússa: Kjósið mig eða verðið pyntuð.
Ég er alveg að sjá það að flokkurinn er að ganga á braut ofsatrúarnötta í USA.

DoctorE 24.9.2012 kl. 09:26

2 identicon

Athyglisvert að lesa þetta frá "ofsatrúarnöttaranum" doktore....

  ...já það er margt skrýtið í kýrhausnum 

Jæja 24.9.2012 kl. 15:40

3 identicon

Jæja karlinn, veist ekki munin á trú og svo trúleysi, reykingum og reykleysi.. þetta er allt það sama fyrir "jæja"

DoctorE 24.9.2012 kl. 15:59

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það er litlu við að bæta þegar spekingarnir hafa talað!

Eyjólfur Jónsson, 24.9.2012 kl. 17:19

5 identicon

Kötturinn er krúttlegur og myndi eflaust standa sig betur á alþingi en það fólk sem er það í dag.. mjá mjá og hvæs :)

DoctorE 25.9.2012 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband