1750 - Fésbókarstagl

Ekki veit ég með ykkur. Mín fésbók er orðin yfirfull af allskyns rusli. Sennilega eru fésbókarvinirnir mínir líka alltof margir. Skynsamlegast býst ég við að væri að fækka þeim verulega eða fara mun sjaldnar á fésbókina. Sennilega er líka hægt að stinga upp í þá án þess að þeir viti. Hef bara ekki gáð að því. Já, gallinn við fésbókina er sá að þessi fjári er jafn ávanabindani og kaffi. Nota ekki sterkari eiturlyf núorðið. Hættur að reykja og að mestu hættur að drekka því vínið er svo dýrt hér.

Að mínu viti vantar öfluga miðju í íslensk stjórnmál. Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin gætu unnið saman að stjórn landsins án klíkuskapar og án sinna æstustu fylgismanna, þá er von. Æstustu frjálshyggjupostular sjálfstæðisflokksins og heitustu vinstri menn Samfylkingarinnar mega ekki taka sjálfa sig of hátíðlega. Miðjumoðið er eina vonin.

Á tuttugust öldinni kopíeruðu kommarnir á Íslandi eins mikið og þeir gátu ástandið í Ráðstjórnarríkunum og Sjálfstæðisflokkurinn dáðist mjög að öllu sem kom frá Ameríku. Þegar þeir deildu um ágæti kommúnismans og kapítalismanns á sýningunni austur í Moskvu þeir Krúsjeff og Nixon var það ekki bara til skrauts. Þar náði stríðið milli austurs og vesturs (kalda stríðið) hámarki sínu. Síðan hefur flest í samskiptum þessara þjóða stefnt framávið. Von heimsins er að sú þróun haldi áfram.

ESB er einfaldlega þriðja aflið sem hugsanlega getur bjargað heiminum. Fátt er hættulegra en einstrengingslegar skoðanir þjóða um hin ýmsu málefni. Samningar eru það sem mestu máli skiptir. Hvort Ísland gerist aðili að ESB er afar lítilvægt atriði fyrir heimsfriðinn en kann á hinn bóginn hafa þýðingu fyrir Íslendinga sjálfa.

Horfi afar lítið á sjónvarp. (Er annars ekki heilsuspillandi að horfa of mikið á það?) Sé fáar kvikmyndir. Aðallega skoða ég trailera í kyndlinum mínum því það kostar ekki neitt. Svona verður lífið þegar maður fer að eldast. Fátt spennandi nema helst bloggið og pólitíkin. Get kannski æst mig pínulítið ef mikilli vitleysu er haldið fram varðandi rafbækur. Hef nefnilega áratugum saman verið þeirrar skoðunar að framtíðin sé þeirra.

Já, og svo er það náttúrlega skákin. Enn held ég þeim sið að tefla samtímis nokkra tugi bréfskáka. Er orðinn svo metnaðarlaus þar að mér er bara alveg sama þó ég leiki stórkostlega af mér eða gleymi að leika. En það er samt alltaf gaman að vinna skák. Jafnvel þó andstæðingurinn leiki klaufalega af sér.

Nú fer kosningaundirbúningur að fara á fullt. Búast má við hatrömmum árásum á RUV-ið í framhaldi af því. Ef gagnrýnin verður álíka miki úr báður áttum mega þeir vel við una. Annars finnst mér vefmiðlum (sem ég nota nú aðallega) fara mjög aftur um þessar mundir. Fréttaskrifin eru oft mjög hroðvirknislega unnin og íslenskan á þeim léleg. Einhverjar krónur kunna að hafa sparast með því að losa sig við reynslumikla blaðamenn og láta skólakrakka um þetta í staðinn. Þau valda þessu bara alls ekki

Greinarnar á Smugunni, Eyjunni og fleiri netmiðlum eru oft ágætar. Eins er ég viss um að margir lesa það sem Egill Helgason lætur frá sér fara og ég hugsa að orðið á götunni sé líka vinsælt.

IMG 1379Þessi ófreskja var á reinfanginu. Þorði ekki nær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband