1749 - Enn um pólitík

Hún er nefnilega svo vinsæl. Hundleiðinleg samt. Dregur fólk í dilka, sem oftast er óþarfi. Vel er hægt að koma sér saman um málin. Flest hver a.m.k.

Eini kosturinn sem ég sé við það að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn fari saman í ríkisstjórn eftir næstu þingkosningar er sá að þeir verða fljótir að snúa við blaðinu í ESB-málinu og næsta öruggt að við verðum komin í sambandið þegar kjörtímabilið er hálfnað eða svo fái þeir meirihluta. Það er bara svo líklegt, að margt annað fari úrskeiðis að ég get ómögulega stutt slíka helmingaskipta- og frjálshyggjustjórn. Það getur vel orðið Samfylkingunni mjög erfitt að koma þessu sérmáli sínu fram. Auðvitað getur hugsast að Samfylkingunni takist að snúa Framsókn í þessu máli, en Vinstri grænir eru sennilega vonlausir með öllu.

Hræddur er ég um að ESB-andstæðingar hafi stundum farið alltof bratt í áróðurinn og hann ekki alltaf verið sú málefnalega og heiðarlega gagnrýni sem Bjarni frændi minn Harðarson heldur fram. En mér finnst Steingrímur Jóhann koma fram sem diplómat í þessu máli. Spurningin er bara sú hvort til stendur að sprengja stjórnina á þessu atriði. Geri ekki ráð fyrir að það verði gert fyrr en eftir áramótin, ef það verður gert. En hvar er þingrofsrétturinn? Er Jóhanna með hann í vasanum? Má ekki nota hann nema báðir samþykki? Er Ólafur forseti hugsanlega búinn að taka hann traustataki? Já, ég geri fastlega ráð fyrir að rifist verðir mikið um lagakróka og allskonar þýðingarmikil mál í eldhúsum landsins á næstunni.

Þetta er nú í styttra lagi hjá mér, en hvað gerir það til? Verra þykir mér að það er eingöngu pólitík. Við lifum bara á svo athyglisverðum tímum, segja sumir.

Niðurstaðan úr þjóðaratkvæðagreiðslunni í október verður athyglisverð. Kannski líta margir á þetta sem einhverskonar uppgjör við fjórflokkinn. Sumir af meðlimum hans munu þó berjast kröftuglega á móti því að fólk taki þátt í þessari atkvæðagreiðslu og eflaust verður hún kærð til hæstaréttar eins siður er orðinn.

IMG 1377Náttúrulegur öskubakki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband