1748 - Árni Páll

Þetta með hvernig Sjálfstæðisflokkurinn eyðileggur hvern manninn eftir annan er vegna þess að hann þarf ekki á hæfileikum að halda. Foringjadýrkunin nægir. Annars er flokkurinn hálfforingjalaus núna. Þangað til Davíð kemur aftur. Það gerir hann sennilega, þegar hann sér að Jóhanna ætlar að halda áfram.

Man vel eftir séra Árna þegar hann var í Söðulsholti. Árni Páll segir að hann hafi stundað mótmæli á yngri árum. Gæti verið tilbúningur eða ýkjur. Árna Pál langar greinilega til að koma í stað Jóhönnu sem formaður Samfylkingarinnar. Held að hann stefni ekki á að verða forsætisráðherra í bili. Í reynd er hann of hallur undir Sjálfstæðisflokkinn. Gæti samt dregið að sér ESB-fylgi þaðan.

Aðalniðurstaðan eftir pólitísku fundina nú um helgina hjá Vinstri grænum og Samfylkingu er sú að ekkert muni breytast. Hjá breytingum verður þó ekki komist þegar líða fer á veturinn næsta. Vil samt helst ekki mikið um stjórnmál ræða. Þau eru svo leiðinleg og gera lítið annað en að auka óvild manna á milli.

Ef stjórnmálin bregðast má alltaf finna sér eitthvað annað til að rífast um. Það endar samt yfirleitt í pólitíkinni. Þeirri leiðindatík. Aðalniðurstaða mín um íslensk stjórnmál er sú að landið sé of lítið og of fámennt. Samt er gott að búa hér.

Í byrjun nóvember dregur til tíðinda í Bandaríkjunum því þá fara þar fram forsetakosningar. Demókratar eru lítið eitt vinstri sinnaðri en Repúblikanar og þessvegna styð ég Obama frekar en Romney. Úrslitin eru líka nokkuð ljós. Það verður mikill aumingjaskapur hjá Obama forseta er hann vinnur ekki. Sitjandi forsetar geta þó fallið og hafa fallið.

Nú er komið kappnóg af pólitík í þetta blogg. Nær væri að skrifa svolítið um veðrið. Þó farið sé að kólna nokkuð er veðrið afar fallegt ennþá. Skúrirnar sem verið hafa undanfarið hafa verið ansi hitabeltislegar. Man samt best eftir skúrum af þessu tagi frá Bretlandi. Hlýju roki aftur á móti úr hitabeltinu. Slíkt er sjaldgæft hér.

Sennilega græði ég heilmikið á að lesa að jafnaði jonas.is. Jónas er samt of einstrengingslegur og orðljótur. Hann er þó gríðarlega vel að sér og hefur lengi verið með fingurinn á púlsinum. Man eftir þegar hann fór í kapphlaup við Stefán Jasonarson frá Vorsabæjarhóli. Þá gjörbreyttist álit mitt á honum. Fram að því hafði ég einkum álitið hann vera gasprara sem komist hefði fyrir klíkuskap í þá aðstöðu að skrifa leiðara óhagstæða bændum.

IMG 1371Betri er krókur en kelda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er sammála þér um Jónas Kristjánsson, ég held ég græði heilmikið á því að lesa hann, alltaf. En hann hefur sagt frá því sjálfur að það hafi ekki verið fyrr en uppúr aldamótum að hann fór að kveikja á perunni með spillinguna hér á landi.

Það er svo ömurlegt að menn í aðstöðu til að opna fyrir upplýsingar og hafa áhrif til blessunar fyrir almenning, kveikja ekki á perunni fyrr en þeir eru komnir í höfn og þurfa ekki að óttast atvinnumissi eða álitshnekki með skrifum sínum. Og þess vegna hafa þeir lítil áhrif önnur en að létta okkur þrælunum þungar hugsanirnar þegar við sjáum fram á að ekkert á að breytast.

Rósa Halldórsdóttir 26.8.2012 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband