1742 - Spassky Riot

Með þessu sískrifelsi mínu finnst mér ég stundum þurfa að taka afstöðu til mála án þess að hafa sérstakan áhuga á þeim. Þetta er þó ekki mikið vandamál því venjulega minnist ég einfaldlega ekkert á þá hlutu sem ég hef ekki áhuga á. Svo getur alveg eins verið að ég hafi áhuga á t.d. fréttatengdum málum en minnist ekki á þau af því aðrir hafi gert það eða ég hafi ekki tíma til þess. Já, það eru ýmsir gallar við að skrifa svona mikið. En þetta er auðvitað sjálfskaparvíti og engin ástæða til að vorkenna sjálfum sér það. Meira máli skiptir hvernig klausurnar raðast.

Nú er sumarið að verða búið. Hlýindin halda samt áfram. Veit ekki hvernig þetta endar. Kvarta samt ekki. Bændur gera það þó og aðrir ESB-andstæðingar. Nenni varla að fara að fjölyrða um þau mál núna. Finnst samt eins og málstaður ESB-sinna sé heldur að vinna á. Alls ekki er þó hægt að gera ráð fyrir að einhver sérstök breyting verði á afstöðu fólks til þess máls á næstunni. Ríkisstjórnin, lífdagar hennar, alþingiskosningar og stjórnmálin yfirleitt munu eiga hug manna allan á næstunni. ESB-málin munu samt hafa áhrif.

Meinlaust rabb um daginn og veginn er minn stíll. Ef stíl skyldi kalla. Því skyldi ég vera að reyna að segja fréttir í þessu bloggi mínu. Alveg ástæðulaust.Fylgist ekki einu sinni vel með slíku. Til hvers eru fjölmiðlarnir eiginlega?

Líklega ber það þess vott að ég sé að gamlast nokkuð að fara að sofa við sprengidrunur á menningarnótt, (sem stendur reyndar allan daginn). Það kemur í staðinn að gaman er að vakna snemma á sunnudeginum eftir slíka nótt.

Hvað á best við þig? Einvera, kjaftavaðall eða Internetið (fésbók og allt draslið)? Einveran heillar mig mest. Þar er allt mögulegt og hægt að vera mikilvæastur í heimi alveg fyrirhafnarlaust.

Huffarnir lifa í alltöðru tímalífi en við. Svipuðu og flugurnar. Gróðurinn í enn öðru. Þar eru tíuþúsundár einn lítill andardráttur. Svipað og Matthías segir í þjóðsöngnum.

Munurinn á Panorama-stígunum á Tenerife (eða Gran Canary) og samskonar stígum í Fossvoginum fyrir neðan krikjugarðinn er að stígarnir á Tenerife eru troðnir af fólki en fámennt mjög í Fossvoginum. Þar er hægt að sitja einn á bekk alveg truflunarlaust. Mannfjöldinn á Tenerife þarf heldur ekki að trufla mann, ef maður er innstilltur á að láta hann ekki gera það.

Pussy Riot og Spassky Riot er aðalmálin núna. http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/08/20/g_var_smam_saman_ad_deyja/ Gaman að Rússland skuli vera komið í fréttirnar aftur. Sagan á mbl.is um Spassky er heldur ótrúleg. Get samt ekki hrakið hana enda þekki ég ekki málið. Finnst vera gefið í skyn þar að hin franska eiginkona hans hafi staðið fyrir einhvers konar árás á hann. Af hverju mbl.is hefur tekið þetta mál uppá sína arma skil ég ekki. Varðandi Pussy Riot vil ég bara ítreka það að mér finnst helvíti hart ef nú á bara að láta þær sitja inni í tvö ár og ekki að gera neitt.

2012 08 03 13.50.17Klasi af hrútaberjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gran Canaria heitir eyjan (ekki Gran Canary.)

Ég kíki alltaf á moggabloggið öðru hvoru, finnst þó argaþrasið sem skilar engu nema leiðindum vera orðið fullmikið. Fésbókin er ágæt inn á milli, finnst að fólk mætti setja minna af "froðu" þangað inn.

Hrútaberin eru falleg, þó ekki held ég að þau séu sérlega bragðgóð. Ég fór inn í Ísafjarðardjúp um helgina, bestu aðalbláberin eru fyrir vestan.

http://theodorn.blog.is/album/ymislegt/image/1167917/

Theódór Norðkvist, 20.8.2012 kl. 15:04

2 identicon

Ertu ekki að meina: "Old dick riot" ? ;)

DoctorE 20.8.2012 kl. 15:28

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Theódór, ég get alveg fallist á að bláberin séu betri. Froðan á fésbók finnst mér líka dálítið mikil.

Sæmundur Bjarnason, 20.8.2012 kl. 17:49

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

DoctorE, í mínum huga er "Old Dick" Richard Nixon.

Sæmundur Bjarnason, 20.8.2012 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband