1703 - Bessastaðir

Untitled Scanned 14Gamla myndin.
Áhorfendur í blíðunni.

Ég sé fyrir mér að afstaða Sjálfstæðisflokksins muni breytast varðandi ESB og opinber afstaða flokksins verði sú að Íslendingum beri að ganga í sambandið. Ólíklegt er samt að þetta gerist fyrir næstu kosningar. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að mikill meirihluti sjálfstæðismenna er í rauninni fylgjandi samvinnu Evrópuþjóða. Kannski halda þeir að Bandaríkjamönnum sé einhver greiði gerður með andstöðunni við aðild, en svo er ekki.

Nú styttist óðfluga (hvað snarvitlaus fluguskratti er að fækjast þarna skil ég ekki – en íslesnk orðtök eru oft illskiljanleg) í forsetakosningarnar og spárnar um úrslitin eru talsvert skrautlegar. Flestar eiga það þó sameiginlegt að Ólafur muni vinna. Stuðningsmenn hans gætu með þessu orðið svo værukærir að þeir nenni ekki að kjósa og tapað þess í stað

Kannski er það alveg rétt að allir sem ekki kjósa Ólaf Ragnar í komandi forsetakosningum séu á móti því að hann haldi áfram sem forseti. Á hvern hátt meirihluti kjósenda er á móti honum fer svo auðvitað eftir því hvern annan en hann þeir kjósa eða hvort þeir kjósa yfirleitt. Það er jafnvel hugsanlegt að einhverjir sem ekki kjósa Ólaf séu ekkert sérstaklega á móti honum þó æstustu stuðningsmönnum hans finnist það.

Vissulega er það mjög svo þakkarvert að hér á Íslandi skuli hvorki þrífast maurar eða moskítóflugur og megum við íbúarnir sannarlega prísa okkur sæla fyrir að vera laus við slíkan ófögnuð. Það er einkennilegt að með aldrinum hefur ógeð mitt á skorkvikindum hverskonar farið vaxandi. Ekki veit ég af hverju það stafar en engum vandræðum veldur það. Einu flugurnar sem gera mér gramt í geði og hér á landi þrífast eru árans geitungarnir og er það einkum vegna sögusagna um eiturbrodda sem litlum sögum fer samt af að þeir noti. Erlendis eru það samt einkum kakkalakkar sem mér er illa við.

Hvað er mold? Vonandi að sem mestu leyti rotnandi jurtaleifar með sem minnstu af dauðum skordýrum saman við. Kannski gera þau samt sitt gagn og moldina kraftmeiri. Hér áður fyrr var oft sagt að á Íslandi væri ómölegt að rækta tré. Man vel eftir útlendum krakkahópum sem hingað komu og fannst skógleysið eitt þar merkilegast sem hér var að sjá (eða ekki sjá.) Nú hefur þessi bágbilja verið afsönnuð og skógar hér á landi er býsna ræktarlegir. Kyrkingslegir geta þeir þó orðið ef þeir eru látnir afskiptalausir.

Eiginlega ætlaði ég ekkert að skrifa um þessi má núna þó ástæða sé til. Hugmyndin var fremur að fjalla um ísleskt mál en það getur þá bara beðið. Mér finnst skólarnir bíða of lengi með að kenna nemendum að umgangast tungumálið með hæfilegri virðingu. Það höfum við Íslendingar ávallt gert og engin ástæða er til að hætta því nú. Að setja alla okkar virðingu á fótboltaspark er fáránlegt í alla staði.

Nú er lengstur sólargangur og skellibjart allan sólarhringinn. Svona mætti ástandið alltaf vera. Ekki vantar það. Næstum aldrei verður samt of heitt en veðrið þessa dagana er til mikillar fyrirmyndar. Því miður er samt ekki hægt að treysta þessu ástandi og kannski er ástæðulaust að fagna því ef það er bara vegna almennrar hnatthlýnunar því hún mun í heildina koma mjög illa við mannkynið og valda miklum skaða.

Fórum út á Álftanes í blíðunni í dag. Bessastaðir eru þarna ennþá og meira að segja er varðturninn frá í stríðinu (skammt frá Jörfa) uppstandandi enn. Verður það þó líklega ekki lengi. Seltjarnarnesið var lítið og lágt frá Álftanesinu að sjá, en Gróttuvitinn talsvert hár.

IMG 0502Ekki veit ég hver er heygður hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu nú, skólabróðir. Annað  hvort hefur einhver sloppið í tölvuna þína, eða þú hefur verið "í glasi" þegar þú skrifaðir þennan pistil. Þú ert ekki vanur að sleppa svona mörgum innsláttar og/eða réttritunarvillum í gegn.

Ellismellur 23.6.2012 kl. 17:21

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hvaða villur?

Sæmundur Bjarnason, 23.6.2012 kl. 21:14

3 identicon

Ég var staddur á Filipseyjum fyrir nokkrum dögum. Þar var allt morandi í moskítóflugum, maurum (þeir eru ALLS staðar, úti sem inni), risakakkalökkum og risamargfætlum í öllum regnbogans litum skríðandi á öllum gangstéttum og upp um alla veggi. Auk þess eru drekaflugur áberandi, svo og svonefndar "rusl"-flugir en það eru pínulítil kvikindi sem safnast saman á örskotsstundu hvarvetna þar sem minnstu matarleyfar er að finna. Og þá er bara fátt eitt upptalið.

Skrítið samt, aldrei sá ég könguló og því síður köngulóarvef.

Bergur Ísleifsson 24.6.2012 kl. 15:40

4 identicon

"rusl"-flugur ... átti þetta að vera.

Bergur Ísleifsson 24.6.2012 kl. 15:43

5 identicon

Nenni ekki að tína það allt til, en t.d. "ísleskt mál" "bágbilja" "fækjast" segir kannski nóg.

Ellismellur 25.6.2012 kl. 13:22

6 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

O.K. Kannski er þetta verr lesið yfir en venjulega. Yfirlestur er nauðsynlegur og gott er að flýta sér ekki of mikið.

Sæmundur Bjarnason, 25.6.2012 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband