1704 - ÓRG, ESB og margt annað

Untitled Scanned 15Gamla myndin.
Pallurinn aftur.

Trúlega væri betra fyrir mig að minnka bloggskrifin talsvert. Ég verð eins og einhver Eiður Guðnason ef ég held svona áfram. Það er lítill vandi að raða orðum þannig að eftir sé tekið. Þá mega þau reyndar ekki vera alltof mörg og betra er að þeir sem lesa þau hafi vanið sig á að lesa hratt og bítandi. En skáldleg tilþrif fara gamalmennum illa.

Feginn er ég að ég skuli ekki vera skáld. Hef verið að skoða myndir á fésbókinni af slíkum himpigimpum. Þau eru alltaf útsett fyrir það að listaspírur með enga hæfileika þykist vera að taka af þeim listrænar myndir.

Að eyða tímanum í tölvustúss og að læra á ný og ný forrit er fánýt iðja og styttir lífið umtalsvert. Nær er að éta á sig gott holdafar eða hristast um víðan völl í aflóga bíltík, er það ekki?

Margir misnota fésbókina með því að skrifa þar allskyns innihaldslaust þvaður. Það er samt álitamál hvort hægt er að líta á það sem skemmdarverk. Menn geta sjálfum sér um kennt ef þeir hafa álpast til að fésbókarvingast við slíkt fólk. Það ku vera afar auðvelt að skrúfa fyrir það sem aðrir segja. Hef samt ekki notað mér það sjálfur en læt í þess stað bullið fljóta framhjá mér. Dettur samt stöku sinnum í hug að ansa þar einhverju.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur alltaf á móti Evrópu verið. Stuðningsmaður USA er hann heldur ekki. Hann hefur verið sífjasandi um Indland og Kína í meira en 20 ár. Hverju hefur það skilað okkur? Engu. Sennilega er hann enn sömu skoðunar um þessi lönd. Eigum við að bíða eftir þeim í önnur 20 ár? Mér finnst að það megi alveg íhuga Evrópu á meðan.

Menn detta gjarnan í þá fésbókarvitleysu að birta þar allar þær myndir sem þeir taka. Það er óþarfi. Nær væri að velja svolítið úr, því misgóðar eru myndirnar alltaf, þó allar séu þær kannski góðar.

IMG 0507Þetta minnir mig á söguna um eina fjöður sem varð að 5 hænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband