1702 - Ólafur og Þóra

Untitled Scanned 13Gamla myndin.
Pallurinn í sundlauginni.

Auðvitað meina ég það sem ég skrifa. A.m.k. á þeirri stundu sem ég skrifa það. Stjórnmálaskoðanir mínar eru samt sífelldum breytingum undirorpnar. Það sem lá í augum uppi í gær er kannski að engu hafandi í dag. Við þessu er ekkert að gera og enginn vandi að skrifa sig frá vafasömum fullyrðingum.

Eins er því farið með forsetakosningarnar. Ég get því miður ekki talið sjálfan mig einlægan stuðningsmann neins frambjóðanda. Helst að ég vilji losna við Ólaf Ragnar Grímsson af forsetastóli.

Aðallega finnst mér hann vera búinn að vera forseti alltof lengi. Einnig er ekki annað að sjá en hann sé of ákafur í að taka ákveðna stefnu í sem flestum viðkvæmum deilumálum og þá gjarnan í sem mestum ágreiningi við ríkjandi stjórnvöld.

Þetta hefur reynst þjóðinni sæmilega undanfarið en þó hef ég heyrt því haldið fram (af einum hópi útrásarvíkinga) að neitun hans á að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið á sínum tíma hafi valdið Hruninu mikla að vissu leyti, því þar með hafi annar hópur slíkra orðið alltof valdamikill.

Hvað sem rétt er í þessu er alls ekki víst að andstaða hans við þing og löglega kjörin stjórnvöld verði alltaf til blessunar. Flokkspólitísk afstaða gæti farið að skipta hann of miklu máli. Með þessu móti er og lítill möguleiki á að honum takist að verða forseti allrar þjóðarinnar eins og mér finnst hann eiga að vera.

Um ÓRG hefur ávallt staðið nokkur styrr og á margan hátt hefur mér fundist hann hugsa meira um hvað forsetaembættið gæti gert fyrir hann sjálfan en hvað hann og embættið gætu gert fyrir þjóðina.

Svo segir hann mjög oft: „Við Dorritt“, ætlum að gera þetta og hitt. Ekki hef ég heyrt aðra frambjóðendur tala um maka sína á þann sama hátt enda veit ég ekki til að þeir séu í framboði.  

Flest alla hina frambjóðendurnarn get ég vel sætt mig við sem forseta. Kannski síst Andreu og það er bæði vegna þess að ég kannast minnst við störf hennar og ég kann heldur ekki við hennar skilning á embættinu. Öll hin fjögur finnst mér mjög frambærileg.

Fram að þessu hefur Þóra Arnórsdóttir verið langfremst meðal þessara frambjóðenda og er vissulega þess vegna ástæða til að kjósa hana fremur en hina. Síðasta marktakandi skoðanakönnun  sem ég hef séð spáir ÓRG reyndar sigri en hann er ekki svo stór að ómögulegt sé að brúa hann. Eins og fjölmiðlar hafa stefnt að allan tímann er útlit fyrir tvísýna keppni milli Þóru og Ólafs a.mk. ef saman dregur með þeim núna þessa síðusutu daga.

IMG 0457Höggmynd á Akranesi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er sennilega ein af fáum sem hef aldrei kosið Ólaf Ragnar og fyrir því er einföld ástæða:  Mér finnst að einstaklingur sem hefur tekið þátt í þingmennsku fyrir einhvern ákveðinn flokk, geti þar með aldrei verið forseti allrar þjóðarinnar og skiptir þá engu í hvaða flokki viðkomandi var.

Í 16 ár er Ólafur búinn að sitja á Bessastöðum og sú staðreynd ein og sér ætti að nægja til að kjósa hann ekki, að mínu mati.  Fyrir nú utan allar hinar ástæðurnar.  

Anna Einarsdóttir, 22.6.2012 kl. 17:07

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það fólk sem trúir því að nauðsynlegt sé að kjósa ÓRG, til að koma í veg fyrir að okkur verði þröngvað í ESB, á verulega bágt. En það er samt hugsanlegt að einhverjir haldi þetta.

Sæmundur Bjarnason, 22.6.2012 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband