1700 - Enn um forsetakosningarnar

Untitled Scanned 11Gamla myndin.
Hér sjást lúðrasveitin og heitu pottarnir.

1700 blogg. Iðni er þetta. Ekki vissi ég að ég ætti þetta til. Enginn veit sína æfina fyrr en öll er. Sennilega hætti ég ekki þessum númeringum fyrr en tíuþúsundasta bloggið sér dagsins ljós. Þá get ég svosem byrjað á einum aftur. Strax farinn að hlakka til. Djöfull er hætt við að ég verði orðinn gamall þá. Kannski heldur það að lokum betur en annað í mér lífinu.

Allt er nú orðið ESB að kenna. Það nýjasta er að það sé ESB að kenna að 17. júní hátíðahöldin eru orðin öðruvísi en þau voru áður fyrr. Svei mér þá. Mogginn segir þetta og ekki lýgur hann.

Jú, jú. Ólafur verður áfram forseti. Skoðanakannanir benda til þess. Á margan hátt verður það gott á Sjálfstæðismenn (sem væntanlega verða í ríkisstjórn eftir næstu þingkosningar) að fá Ólaf yfir sig. Hver veit nema hann verði þeim verulega óþægur ljár í þúfu þegar kemur að stjórn ríkisins. Ekki mun hann hika við það. Sjaldan launar kálfur ofbeldið. (Eða ofeldið). Nú kemur líklega að því í fyrsta sinn að ég kjósi frambjóðanda sem ekki verður forseti. Hingð til hef ég alltaf kosið RÉTT. Hvað mig snertir verður það sennilega helsta breytingin.

Hálflélegt er það hjá Jóhönnu og Co. að lúffa fyrir frekjunni í málþófsliðinu. En svona gerast víst kaupin á eyrinni og það þýðir ekkert að setja sig upp á móti því. Vona bara að fiskurinn í sjónum frétti ekki af þessu.

Eiginlega finnst mér að menn eigi að lesa bloggin mín þó þeir séu gersamlega á móti þeim pólitíska boðskap sem stundum má finna í þeim. Mér finnst sjálfstæðis og framsóknarmenn yfirleitt ekkert óalandi og óferjandi, nema þá helst Árni Johnsen. En jafnvel menn af hans sauðahúsi eiga sér einhverjar góðar hliðar.

1700 blogg, ESB, Ólafur forseti, Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn, ríkisstjórnin og Árni Johnsen. Ég hélt endilega að mér mundi takast að skrifa um eitthvað skemmtilegra að þessu sinni. Það verður þá bara að bíða morguns, ef mér tekst að finna eitthvað þá.

Vinstri elítan og feministastóðið ræðst nú með miklu offorsi á Guðberg greyið Bergsson. Kannski verður hann bara að flýja á hótelið sem hann erfði á Spáni og Gillzenegger getur nú farið að skrifa sinn femínistaóhróður óhræddur því Guðbergur stóri mun vernda hann. Svona er þetta bara.

Undarlegt með bölvaða bókstafina að tolla svona illa á síðunni. Mér finnst þeir alltaf vera við það að detta aftur fyrir sig. Kannski er það svefntaflan sem veldur þessu. Ég er nefnilega orðinn svolítið syfjaður.

IMG 0413Hva, er enginn í heiðursstúkunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hætt er við að fljótlega dragi úr ánægjukurri Sjálfstæðismanna með Ólaf sem forseta þegar þeir komast aftur til valda og ætla að útdeila sínu réttlæti yfir land og lýð.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.6.2012 kl. 10:24

2 identicon

Við myndum fá betra fólk í stjórnmálin með því að pikka úr þjóðskrá af handahófi.. fólk sem er í stjórnmálum í dag, í framboði .. það er fólkið sem við eigum að forðast.

DoctorE 20.6.2012 kl. 11:02

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, DoctorE, en hvernig eigum við að gera það? Kannski eru prófkjörin hjá fjórflokknum lykilatriðið því margir geta varla hugsað sér annað en halda áfram að kjósa hann.

Sæmundur Bjarnason, 20.6.2012 kl. 11:13

4 identicon

Kannski erum við bara úrkynjuð og heimsk.. persónulega skil ég ekki fólk sem ver 4flokk. Mér finnst þetta oft eins og Kristnir, Múslímar og Gyðingar.. í blindri geggjun

DoctorE 20.6.2012 kl. 12:13

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn. Reynslan sýnir að fjórflokkurinn fær fullt af atkvæðum. Það getur vel verið að það skipti mestu máli hvaða fólk er á listunum hjá þeim. Nýir flokkar geta líka brugðist.

Sæmundur Bjarnason, 20.6.2012 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband