Gamla myndin.
Nú er trúðurinn kominn til sögunnar og staddur á pallinum í sundlauginni.
Þó skoðanakanninir sýni annað um þessar mundir geta forsetakosningarnar í lok mánaðarins orðið spennandi. Hætt er við að einhverjir hægri sinnaðir stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar muni yfirgefa hann á síðustu metrunum og kjósa einhvern annan. Frá sjónarmiði andstæðinga ÓRG er eitt af því hættulegasta sem honum hefur tekist það að valda óróa og flokkadráttum milli andstæðinga sinna. Þóra Arnórsdóttir hefur enn vinninginn og er langlíklegust til að sigra hann ef hann verður sigraður. Ari Trausti Guðmundsson og Herdís Þorgeirsdóttir gætu hæglega bætt við sig undir lokin. Stuðingsmönnum Ólafs hefur tekist að bendla Þóru við Samfylkinguna og ESB. Þar með eru forsetakosningarnar orðnar flokkspólitískar og voru það kannski alltaf. Einnig hefur Þóra varla verið nógu skelegg sjálf og ekki er víst að það fylgi sem hugsanlega hrynur af Ólafi fari í eins ríkum mæli til hennar og Herdísar og Ara Trausta. Af því leiðir að líkurnar fara vaxandi fyrir því að Ólafur verði kjörinn en fái samt innan við helming atkvæða
Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn hafa hingað til ekki riðið feitum hesti frá forsetakosningum. En það er lítið gagn í því fyrir þá að styðja mann sem eflaust mun svíkja þá við fyrsta tækifæri. Það mun Ólafur áreiðanlega gera enda er hann vanur að haga sér eins og vindurinn blæs hverju sinni.
Barátta forsetaframbjóðendanna er orðin nokkuð illvíg og fer aðallega fram í fjölmiðlunum og á netinu. Eiginlega er þetta líka mælikvarði á skoðanakannanirnar. Með hruninu hafa stjórnmálaskoðanir almennings breyst svo mikið að ekki er víst að kannanirnar séu eins sannspáar og þær hafa verið hingað til.
Guðbergur er dóni og hefur alltaf verið það, segir Sigurður Þór Guðjónsson. Rithöfundar eru það yfirleitt. Þórbergur var líka óttalegur dóni og margir fleiri. Dónaskapurinn er bara svo lítill hluti af þeirra höfundarverki að hann skiptir ekki máli. Dónaskapurinn hjá Guðbergi fer þó vaxandi í blaðagreinum hans. Einnig ofstækið og mannfyrirlitningin. Auðvitað svíður sumum hvernig hann skrifar núna. Á yngri árum mínum voru Guðbergur og Klaus Rifbjerg hinn danski talsverðir uppáhaldshöfundar hjá mér og alls ekki síst vegna þess hve miklir dónar þeir gátu verið. Fátt var þeim heilagt, ef nokkuð.
Umræðan á netinu er hræðilega fyrirsjáanleg. Illkvittin líka. Það er afar fátt sem má segja og mjög tíðkast þar fordómar allskonar. Allir eru tilbúnir að dæma aðra hart með litlum eða engum rökstuðningi og oft samkvæmt lituðum fréttum einum saman. Sum orð (t.d. feminisma) má alls ekki nota nema í réttu samhengi. Fésbókin er sífellt að verða illskiljanlegri og einhæfari. Sá fjöldi fólks sem áreiðanlega vinnur við breytingar á fésbókinni reynir að halda öllum sem mest þar og að þeir þurfi aldrei að fara annað á netinu. Eiginlega er ég alveg að gefast upp á bókarfjandanum. Hef samt enn svolítinn tíma fyrir bloggið. Moggabloggið er best.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur, íhaldið reiknar með að komast í næstu stjórn og Ólafur mun klárlega vilja reka af sér slyðruorðið og er því ekki líklegur tiul þess að gefa þeim mikin frið.
Þetta er að renna upp fyrir þeim íhaldsmönnum sem ná að geta hugsað fram fyrir rassgatið á sér.
þeir eru ekki margir reyndar, en þeir sem átta sig munu trúlega hafa vit fyrir hinum.
þannig að, já það er líklegt að sjallar sjái ekki sína sæng údbreidda með Ólaf áfram á Bessastöðum.
hilmar jónsson, 19.6.2012 kl. 15:34
Hilmar, þú notar ekki orðtakið með sængina á sama hátt og ég mundi gera. Mér finnst merkingin vera neikvæð. Ef einhver sér sína sæng útbreidda þá má hann eiga von á að ætlun sín mistakist. Alveg sammála þér að öðru leyti.
Sæmundur Bjarnason, 19.6.2012 kl. 16:43
Er ég að misskilja þetta ?
Að sjá sína sæng útbreidda= að standa allar dyr opnar ?
hilmar jónsson, 19.6.2012 kl. 18:20
"Að sjá sína sæng upp reidda", banasæng, að sjá fram á endalokin! http://www.mbl.is/greinasafn/grein/602543/
En hvernig í ósköpunum hugsa menn (eða hugsa ekki)fram fyrir rassgatið á sér?
Það er a.m.k. aftan á mér þannig að ég gæti í besta falli hugsað aftur fyrir það!
Annars ósammála ykkur með Ó.R. tel hann hinn mætasta forseta.
Bjarni Gunnlaugur 19.6.2012 kl. 21:38
Sammála Bjarna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2012 kl. 23:37
Ég er sammála Bjarna og Ásthildi.
Ég mun kjósa ÓRG, sama hve hart verður að honum vegið síðustu metranna fyrir kosningarnar.
Sigrún Jóna 20.6.2012 kl. 05:53
Já Bjarni það er sorglegt að sjá hvernig orð og setningar gjörbreyta merkingu sinni. Þetta er alltaf að gerast. Er ekki frá því að orðið ítuvaxinn sé að breytast einmitt núna. Og kannski fleiri þó ég muni ekki eftir þeim.
Sæmundur Bjarnason, 20.6.2012 kl. 05:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.