1683 - Ástþór

x17Gamla myndin.
Veit ekki hvaða kirkja þetta er.

Með miklum hávaða og látum var efnt til undirskriftasöfnunar um daginn (kjosendur.is) þar sem til stóð að skora á Ólaf Ragnar Grímsson að rjúfa þing, Jóhönnu Sigurðar að segja af sér o.s.frv. Fór áðan á þessa síðu og það eru hvorki meira né minna en 9338 búnir að skrifa undir þetta. (Athugað í gær föstudaginn 1. júní). Varla er þó hægt að álíta að allir þeir sem ekki hafa séð ástæðu til að skrifa undir þetta séu fylgjandi því að stjórnin sitji áfram. Eða er það? Eigum við ekki bara að bíða eftir næstu þingkosningum? Svo er hægt að skemmta sér við forsetakosningar í millitíðinni.

Þetta vísukorn varð til um daginn þegar ég þurfti að fara út á snúru að athuga með sængurföt sem þar voru.

Það var Krónborgar kastalaskítur
sem kúrði á snúrinni þar.
Varla til nokkurs nýtur
nefnilega hann var.

Samkvæmt Morgunblaðsfréttum (minnir mig) var mesta tjónið í jarðskjálftanum á Ítalíu um daginn að einhverjum Parmesan-ostum var illa raðað upp svo þeir duttu og skemmdust. Birtar voru myndir af ósköpunum. Einhverjir fórust líka í þessum jarðskjálfta, en það var mun minna mál.

Sviplegt með Ástþór. Vorkenni honum að lenda í svona löguðu: http://eirikurjonsson.is/madurinn-sem-felldi-astthor-mynd/ Annars er hann orðinn svo reyndur í forsetaframboðum að hann hefði átt að vara sig á þessu. Vitanlega hefði hann ekki átt möguleika nú frekar en endranær, en það er samt sjónarsviptir að honum.

IMG 8310Upprennandi kanttspyrnuvöllur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar var þessi hávaði og læti. Í Óðinsvéum, hjá Palla, hjá Jónsmiðlum. Held hávaðinn hafi einginn verið nema þá helst ómað í ímundunarveruleika þínum. Þessi söfnun hefur farið svo hljótt að hún er hvergi nefnd , nema hjá þér. TAkk fyrir það.

Kari 2.6.2012 kl. 17:09

2 identicon

Þetta er mynd af Dalvíkurkirkju.

Sigurður Herlufsen 2.6.2012 kl. 21:37

3 identicon

Fyrirgefðu, mér hlekktist á. Þetta er Seyðisfjarðarkirkja.

Sigurður Herlufsen 2.6.2012 kl. 21:38

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Kári, (eða heitirðu kannski kari?) Það var mikið talað um þessa söfnun fyrir nokkru í öllum fjölmiðlum. Ímyndunarveruleiki minn er ekki svo sterkur að hann komi á fót svona söfnun.

Sæmundur Bjarnason, 2.6.2012 kl. 22:54

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, þetta gæti vel verið Seyðisfjarðarkirkja. Það er mun líklegra en að hún sé á Dalvík. Sennilega er hún tekin svona um 1962 eða svo.

Sæmundur Bjarnason, 2.6.2012 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband