1659 - Das Mittagessen des Engländers

5aGamla myndin.
Þetta sýnist mér vera Birgir Marínósson með einhverskonar Konna. Trúlega á skemmtun í setustofunni að Bifröst.

Man enn eftir fyrsta kaflanum í þýskubókinni sem við lærðum á Bifröst. Held hún hafi verið eftir Jón Ófeigsson. Man að kaflinn var um Englending í París „der keine wort französish sprechen konnte,“ og var á veitingahúsi. Þegar þjónninn kom til hans benti hann bara á fyrsta atriðið á matseðlinum og fékk „eine dunne gemüsesuppe“. Benti síðan á annað og jafnvel þriðja atriðið líka og fékk alltaf „eine dunne gemüsesuppe“. Ekki kunni hann vel við þetta og benti á það síðasta. Þá fékk hann tannstöngla.

Að Bragi bóksali skuli njóta verndar einhvers mafíuvísis sem hér starfar (kannski í samkeppni við aðrar mafíur) finnst mér auðvitað merkilegt. Að upplýsingar um slíkt skuli vera kallaðar minningarorð finnst mér ennþá merkilegra. Aftur á móti er ekkert merkilegt við að slík minningarorð skuli birtast í Mogganum. 

Það getur vel verið að sumsstaðar í USA tíðkist að hafa bílastæði sérmerkt konum. Óþarfi ætti samt að vera að apa slíkt eftir. Hér þarf ekki endilega að hafa hlutina eins og í Amríkunni þó sumum finnist allt mest, best og sjálfsagðast sem þar tíðkast.

Margir lélegir skribentar eru á víð og dreif í bloggheimum. Sumir halda að því lengri sem greinarnar eru því betri hljóti þær að vera. Það er mikill misskilningur. Ef ekki er hægt að segja hlutina í fáum orðum eru þeir oftast betur ósagðir. Fésbókin ýtir undir að menn séu gagnorðir. Það er einn helsti kosturinn við hana.

Baldur Hermannsson segir Hannes Pétursson vera lélegan pistlahöfund. Hinsvegar sé hann ágætt skáld og frábær skrásetjari gamalla sagna. Mér er minnisstætt að ég las fyrir margt löngu bókina „Rauðamyrkur“ eftir Hannes og get a.m.k. tekið undir það síðasta með Baldri. Þessi orð sín held ég að hann (Baldur) hafi látið falla í athugasemd hjá Eiði Guðnasyni og taldi hann að Eiður væri betri pistlahöfundur en Hannes.

IMG 8233Steikinni klappað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband