18.4.2012 | 22:50
1655 - Guðmundur G. Hagalín
Gamla myndin.
Sigurjón Guðbjörnsson. Kallaður Grjóni. Veit ekki af hverju.
Kvótafrumvarpið er að mínum dómi stórgallað. Með því er komið endanlega í ljós að LÍÚ er miklu snjallara í allri kynningarstarfsemi en ríkisstjórnarræfillinn. Gott ef Steingrímur er ekki á mála hjá þeim. Hann virðist ekki hótinu betri en Jón að öðru leyti en því að hann kemur e.t.v. einhverju í verk. ESB-umsóknin er dauð, kvótafrumvarpið er að drepast og ríkisstjórnin kemur ekki til með að endast út kjörtímabilið. Eina huggunin er að stjórnarandstaðan er ekkert skárri.
Þó pólitíkin sé afleit þá er mannlífið að öðru leyti alls ekki sem verst. Íslendingar eru ekki að flýja land í stórum stíl, glæpastarfsemi og slys eru ekki að aukast, rusl er ekki meira þetta vor en vant er, veðrið er gott og verðbólgan ekki alla að drepa. Þeir sem illa fóru útúr hruninu væla þó ennþá og það gæti gengið betur að aðstoða þá. Útrásarvíkingarnir eru samt óðum að ná sáttum við sína lánardrottna og bankarnir aftur að ná þeim tökum á þjóðlífinu sem þeir höfðu. Það er skárra að láta þá ráða í fjármálaheiminum en pólitíkusana. Gætum þess bara að láta þá ekki fara eins illa með okkur og síðast.
Orðræðuheiftin er mikil T.d. eru fésbókin og DV varla lesandi lengur. Tala nú ekki um hve þreytandi er að horfa á útsendinguna frá Alþingi. Er alveg hættur að hlusta á útvarp Sögu og sakna ekki söngsins þar. Best að hugsa bara um vorið og gróandann. Nú er skemmtilegasti hluti ársins að hefjast. Látum ekki eymdina og volæðið ná tökum á okkur. Forsetakosningarnar gætu orðið stórskemmtilegar. Engin hætta er á að úrslitin þar skemmi fyrir endurreisn hugarfarsins. Næstu þingkosningar munu næstum eingöngu snúast um ESB. Nú er ég semsagt kominn út í pólitíkina án þess að hafa ætlað mér það.
Horfði á Kiljuna hjá Agli áðan. Hann minntist á Hagalín. Man að ég las mikið eftir Guðmund Gíslason Hagalín fyrir löngu síðan. Meðal annars man ég vel eftir að í einu bindi ævisögu sinnar tilfærði hann vísuna:
Þú er Manga þægileg
þar af ganga sögur.
Æ, mig langar uppá þig
eikin spanga fögur.
Einnig rámar mig í vísu um hann sem er svona:
Ég hef farið yfir Rín.
Ég hef drukkið brennivín.
Ég er hundur, ég er svín,
ég er Gvendur Hagalín.
Þegar ég var útibússtjóri hjá Silla og Valda á Hringbraut 49 skömmu fyrir 1970 verslaði konan hans þar og ég man vel eftir því að eitt sinn ræddi hún ýtarlega við mig um kosti og galla þess klósettpappírs sem til sölu var þar í búðinni. Helst þyrfti hún mýkri pappír fyrir Guðmund því hann væri með gyllinæð. Hafði ekki mikinn áhuga á því umræðuefni en það er mér samt minnisstætt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Einfalt mál með Grjóna. Algengt gælunafn á Sigurjónum. siGuRJÓN+i. Svo gæti þetta verið skensins vísun í grjónapung.
Sigurður Hreiðar, 21.4.2012 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.