1654 - Um skoðanakannanir o.fl.

Nú er kominn 17. apríl og tími til að blogga. Gallinn er bara sá að ég er orðinn uppiskroppa með gamlar myndir. Einhversstaðar á ég samt meira af þeim og þarf bara að koma mér til að skanna þær og laga hugsanlega svolítið til. Reyni að gera það fljótlega.

Skoðanakönnun sem gerð er eftir að flest kurl eru til grafar komin er sæmilega marktæk ef hún er rétt gerð. Skoðanakannanir þær sem hamast er við að gera þessa dagana útaf væntanlegum fosetakosningum eru ekki mjög marktækar. Líklegt er samt að Þóra og ÓRG muni koma til með að berjast um forystuna í þeim og jafnvel líka í kosningunum sjálfum, ef engir fleiri koma fram og ekkert sérstakt gerist. Hef samt á tilfinningunni að Þóra muni vinna sigur, þó Ólafur hafi embættið með sér og sé þaulreyndur í átökum af öllu tagi.

Það sem e.t.v. er alvarlegast við hnatthlýnunina og mengunarmálin er það að vestræn iðnríki eru í raun að segja við þróunarríkin að vegna þess hve vesturrænu ríkin hafi mengað mikið allt frá iðnbyltingunni verði þróunarríkin að gæta þess að gera ekki eins. Aðallega vegna þess að þau voru svolítið seinni til og eigi því að bíða enn um sinn.  Þetta veldur tortryggni og að ekki er hægt að gera nærri eins vel og gera þyrfti. Það er þó greinilegt að vitundarvakning fólks um mengunarmál er ekkert síðri hjá okkur Íslendingum en öðrum. Við erum að vísu gjarnari á að henda allskyns rusli frá okkur á víðavangi en aðrir. Það er samt ekki vegna þess að okkur þyki gaman að horfa á bréfarusl. Það gera þetta bara næstum allir aðrir og svo hylur snjórinn þessi ósköp á veturna.

Las nýlega (og séraði á fésbók ef ég man rétt) grein um verðlag á rafbókum. Sú sem greinina skrifaði talaði um að hún læsi bækur í kyndlinum sínum, í spjaldtölvunni og símanum. (Semsagt tæknifrík) Það er einmitt það sem er hægt og rólega að gerast að margt af efnislegri dægrastyttingu (bækur, kvikmyndir, sjónvarp, ljósmyndir o.s.frv) er á fallandi fæti en hið stafræna sem tölvur eða ígildi þeirra, geta numið og breytt í eitthvað sem við skiljum, er að taka við. Margir reyna að halda í það gamla og þvælast fyrir nýjungunum en það er þýðingarlaust. Þetta mun allt saman koma til með að breyta lífinu stórkostlega og er þegar búið að því.

IMG 8216World Class.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband