14.3.2012 | 09:11
1633 - Svona á að blogga
Gamla myndin.
Kristín Þóra Harðardóttir og Bjarni Sæmundsson.
Nei, ég er ekki hættur að blogga. Bara að minnka það svolítið, enda ekki vanþörf á. Þó ekki væri annað þarf ég endilega að koma myndunum mínum einhvervegin að. Mér finnst þetta góð aðferð til þess. Hef líka lúmskt gaman af að skrifa. Það er jafnvel enn betra og skemmtilegra eftir að ég hætti að láta dagatalið ráða svona miklu um skrifin.
Með þindarlausu bloggi í mörg ár er ég búinn að koma mér upp blogg-ég-i sem á ekkert (eða a.m.k. mjög lítið) sameiginlegt með mér sjálfum. Þetta er frekar leiðinlegur gaur sem allt þykist vita. (Viðurkennir jafnvel ekki að hann þurfi oft að gúgla einföldustu staðreyndir.) Hann er í stuttu máli sagt fremur óþolandi. Samt er þetta pár lesið og ekki þýðir fyrir mig (Sæmund sjálfan) að segja mikið við því. Tek lesendum bara vara fyrir því að þetta er alls ekki ég. Það var með naumindum að mér tókst að skjóta þessari málsgrein inn. Sennilega verður henni hent út ef Skrif-ég sér þetta.
Þessari mynd stal ég af fésbókinni. Það er ekki ýkja erfitt að lesa þetta ef maður skilur ensku sæmilega. Tölustafirnir tákna yfirleitt þá bókstafi sem þeir líkjast mest. Best er sennilega að fara hratt yfir þetta í fyrstu því við endurtekinn lestur verður sífellt auðveldara að skilja þetta.
Mér var að detta svolítið frábært í hug áðan. Ég er að hugsa um að skrifa bók sem á að heita Hvernig á að blogga? Þetta á að vera kyndilbók, þ.e.a.s. það á að vera hægt að lesa hana í kyndiltölvu og reyndar allskonar lesvélum líka. Þar á að vera hægt að velja sér font og stærð á honum eins og venjulega og allt þessháttar. Kannski ég leyfi textanum að vera pdf líka. Er bara ekki búinn að finna út hvenig ég geri það. Ég er að hugsa um að hafa bókina ókeypis. Þá vilja ábyggilega flestir kíkja í hana. Hinn möguleikinn er að hafa hana rándýra en ókeypis kynningu og sýnishorn.
Ég er búinn að hugsa heilmikið um þetta en á bara eftir að skrifa bókina. Það getur varla verið mikið mál. Best að vinda sér í það. Kannski get ég notað gömul blogg til að koma mér af stað. Athuga það.
Á meðan ætla ég bara að blogga smá. Eitt atriðið í bókinni gæti verið að benda á að það er alveg óhætt að blogga um hvað sem er. Hér er t.d. pínulítið leikrit sem ég var að enda við að semja. (Í huganum reyndar og kannski tekur það sig ekki eins vel út á prenti.)
A: Þegar ég baða mig nota ég alltaf 1313 bakteríudrepandi handsápu.
B: Þorirðu það alveg?
A: Hvað áttu við? Heldurðu að ég sé einhver baktería?
B: Nei, en þið eruð soldið lík. Heldurðu að sápan finni alltaf mismuninn?
A: Huh.
B: Þetta er nú samt ágætur brandari hjá mér.
A: Já, kannski.
Svona getur nú verið einfalt að blogga. Um að gera að láta ekki fréttir dagsins flækjast of mikið fyrir sér. Auðvitað má alltaf reyna að sýnast voða gáfaður með því að kommenta á þann hátt um þær.
Nei, annars. Sennilega er þetta ekki sýningaríbúð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Merkileg mynd að tarna, maður verður bara ánægður með sjálfan sig að geta lesið þetta, næstum eins fullur sjálfsálits og þegar maður hefur sig í gegn um ruslpóstvörnina. ;-)
81a3ni 9unnlau9u3 14.3.2012 kl. 10:43
Fyndið örpínuleikrit. Og flott mynd. Myndin er lika einskonar örpínusaga finnst mér.
asben 15.3.2012 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.