1628 - Forsetakosningar

Scan211Gamla myndin.
Við matborðið.

Skelfing er það ófullkomið líf hjá manni að þurfa á öllum þessum svefni að halda. Sennilega hefur ekki verið búið að finna upp nægilega góð battery þegar maðurinn var skapaður eða skapaðist því það ætti alveg að vera nóg að stinga manni í samband í svona klukkutíma á hverjum sólarhring.

Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar er að hefjast. Í fljótu bragði sé ég bara tvo hugsanlega frambjóðendur sem líklegir eru til að veita ÓRG samkeppni. Þar er um að ræða Rögnu Árnadóttur og Njörð P. Njarðvík. Svo er Ástþór þarna á hliðarlínunni af gömlum vana. Hann er raunar sá eini sem búinn er að lýsa því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. Taktíkin hjá Ólafi er því aðeins að bila. Með því að slá úr og í vonaði hann auðvitað að geta kannski sloppið við kosningar. Ef ekki verður annar í framboði gegn honum en Ástþór Magnússon er líklegt að ÓRG vinni samt sigur. Vel getur þó farið þannig að margir skili auðu.  

Einu sinni fann ég fimm krónu seðil. Hann var grænn. Fyrir hann var hægt að kaupa ýmislegt. Nú tekur því ekki að beygja sig eftir fimm krónu peningi. Þó hefur verðmæti krónunnar hundraðfaldast.

Ég skil ekki þessa umræðu um upptöku kanadiska dollarans. Er reyndar alveg sammála því að krónan sé ónýt og ekki hægt að nota hana til annars en að lækka kaupið ef með þarf á fljótan og markvissan hátt. Þannig hefur það verið og mun halda áfram að verða. Líka er líklegt að mjög erfitt verði að afnema gjaldeyrishöftin. Það gekk illa eftir stríðið og mun ganga illa núna. Algjör nauðsyn er það samt. Verði það ekki gert munum við lokast inni og gleymast í þótta okkar og þrjósku. Að taka bara upp einhvern annan gjaldeyri er ekkert annað en fáviska. Það kemur varla nokkuð annað til greina en Bandaríski dollarinn eða Evran. Evrópa eða Ameríka. Hvoru viljum við heldur tilheyra? Það er spurningin. Ein og stök getum við ekki staðið án hjálpar.

 

IMG 7985Bolludagur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er að myndast öflugur hópur fyrirfólks í listum, menningu, stjórnmálum og viðskiptum, sem vinnur að því að finna frambjóðanda við hæfi á móti Ólafi (og Ástþóri). Maður bíður spenntur eftir því hvað út úr því komi.

Ellismellur 5.3.2012 kl. 11:07

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, þetta getur orðið spennandi.

Sæmundur Bjarnason, 5.3.2012 kl. 15:18

3 identicon

@Ellismellur. "fyrirfólk" í þeirri merkingu að það standi í vegi fyrir lýðræði og framförum og sitji í "fyrirsát" um þjóðina, já. Ísland á enga andlega elítu, og hefur aldrei átt, nema þá sem Ísland á sameiginlega með öllum hinum þjóðunum það er að segja, hverri ekki einn einasti Íslendingur tilheyrir í raun..

einhver sem veit ýmislegt.. 6.3.2012 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband