4.2.2012 | 05:24
1603 - Eiríkur og Ögmundur
Verslunin og Sláturhúsið á Vegamótum.
Namedropping, jesús minn. Eiríkur Jónsson er ekki minna fyrir slíkt en aðrir; þó liggur hann ÓRG á hálsi fyrir að geta um hvaða mektarfólk er með honum á Suðurskautslandinu. Segi ekki meir. Stóri kosturinn við (daglega) bloggið hans (Eiríks) á Eyjunni er hvað það er jafnan stutt. Það er oftast nóg að setja bendilinn yfir fyrirsögnina á blogg-gáttinni til að sjá hvað hann hefur að segja. Annað með mig sem á erfitt með að hætta þó ég bloggi daglega eða því sem næst. Annars er það að verða íþrótt hjá mér að móðga aðra bloggara. Minntist ókurteislega á einhvern Badabing um daginn og hann ætlaði vitlaus að verða. Sniðugast er samt að láta naggið í mér sem vind um eyrun þjóta. Ekkert er eins ergilegt og að enginn nenni að ansa manni. (Þetta kann Stefán Pálsson)
Margir hafa sagt og fleiri tekið undir að það hafi verið mikil niðurlæging fyrir alþingi að greiða atkvæði á þann hátt sem gert var í Landsdómsmálinu. Segjum að það sé rétt eins og Ögmundur heldur fram að eðlilegra hefði verið að ákæra a.m.k. fjóra ráðherra eða engan. Af hverju tók það hann og fleiri svona marga mánuði að komast að þeirri niðurstöðu? Hefðu þeir ekki átt að sjá það strax og bregðast við því. Hugsanlega með frávísunartillögu a la Bjarni Benediktsson. Nei, sennilega var betra að bíða svolítið og sjá hvort það gæti ekki komið ríkisstjórninni verr að flytja tillöguna seinna. Snerist Ögmundur kannski bara svona hægt? Er draumur hans að verða einhvers konar jó-jó ráðherra? Kannski er hann bara að stríða Steingrími og ætlar að hrifsa af honum formennskuna í VG. Er ekki bara upplagt að svæfa málið í nefnd; það er víst vaninn með frumvörp sem flutt eru af vitlausum aðilum.
Skýrslum af einhverju tagi er nú dælt út daglega. Menn hafa varla tíma til að mótmæla og andskotast. Um dagin kom út einhver skýrsla (gott ef hún var ekki um verðtryggingu) og Marínó G. Njálsson og Ólafur Arnarson ásamt fleirum mótmæltu hástöfum. Í dag var að koma einhver skýrsla um lífeyrissjóði og mótmælum snjóar um allt. Eðlilega. Valdastéttin er allsstaðar með klærnar. Nú er búið að plata okkur í áratugi með að við séum með fullkomnasta lífeyrissjóðskerfi í veröldinni en þá er sjóðunum svo illa stjórnað að þeir hrynja í fang útrásarvíkinganna.
Einn af þeim atburðum sem ég man vel eftir er þegar Davíð Oddsson lýsti því yfir að ÓRG væri óhæfur til að úrskurða í fjölmiðlamálinu vegna þess að dóttir hans ynni hjá Baugi. (Þó neitaði hann að lagasetningin beindist að Baugi) Þá var ég að bíða eftir afgreiðslu á matsölustað í Kópavoginum og þar var kveikt á sjónvarpinu. Aldrei hef ég séð stjórnmálamann leggjast eins lágt og Davíð þarna. Þá hafði ég kosið Ólaf og var fylgismaður hans; styð hann jafnvel ennþá bara vegna þess að Davíð Oddsson réðist þarna á hann með ótrúlegu offorsi. Getur svo engu svarað þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri hjólar í hann. Er Davíð aumingi eða hvað?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Davið, Ögmundur, og Olafur Ragnar . . . three politicians who are obsessed with getting attention.
Elisabeth Ward 4.2.2012 kl. 06:43
Davíð er aumingi. Skrifar í skjóli annarra. LÍÚ, SAMHERJA, Óskars og Guðbjargar. (hluthafar MBL)
Ólafur Sveinsson 4.2.2012 kl. 12:08
Rauð LADA R23204?
Ólafur Sveinsson 4.2.2012 kl. 20:07
Númerið er líklega rétt hjá þér. Originallinn er hjá Bjössa og hann gæti staðfest þetta. Um tegundin ert þú eflaust fróðari en ég. Um litinn get ég ekkert fullyrt. En hver er sagan?
Sæmundur Bjarnason, 4.2.2012 kl. 22:30
Er að reyna að skilja af hverju mér fannst hann vera rauður, svona í svart hvítu?
Ólafur Sveinsson 5.2.2012 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.