1602 - Eftirminnilegt Kastljós

Untitled Scanned 61Gamla myndin.
Veitingahúsið að Vegamótum.

Simmi var alveg stumm og það var engin furða; eftirminnilegri frásögn held ég að hafi aldrei verið flutt í Kastljósinu. Geri ráð fyrir að margir hafi setið agndofa og fylgst með frásögn sjómannsins sem komst lífs af úr togaraslysinu við Noreg um daginn. Auðvitað var maðurinn ekki í jafnvægi. Tilfinningarnar voru hvað eftir annað við að bera hann ofurliði. Frásögnin var kannski alltof löng og ítarleg. Hugsanlega var hún líka sundurlaus á köflum. En það skipti engu máli; hún var flutt af slíkum þrótti og þeirri tilfinningu að lengra verður varla komist.

„Er Ísland ónýtt?“ spurði Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar fyrir nokkru á bloggi sínu á Eyjunni. http://blog.eyjan.is/margrett/ Því er ekki að neita að þingmenn þeir sem kosnir voru á vegum Borgarahreyfingarinnar vorið 2009 hafa á margan hátt brugðist. Deilur hafa verið miklar meðal þeirra og þeir hafa hlaupið út og suður. Ekki þarf þó að gera ráð fyrir sérstakri tryggð þeirra við fjórflokkinn svonefnda og kerfi það sem komið hefur verið upp hér á Íslandi síðustu áratugina. Jafnvel er hægt að gera ráð fyrir að þessir þingmenn séu ekki í jafnmiklum mæli við hugann við sitt eigið endurkjör og aðrir þingmenn. Þetta á samt alltsaman eftir að koma betur í ljós í næstu þingkosningum og aðdraganda þeirra.

Verðtrygging húsnæðislána hefur verið gagnrýnd mjög undanfarið og þann 1. október s.l. afhentu forvígismenn Hagsmunasamtaka heimilanna forsætisráðherra undirskriftir meira en 33 þúsund Íslendinga um afnám hennar. Nú eru yfir 26 þúsund búnir að skora á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram til forseta einu sinni enn. Undirskriftir þeirra sem skoruðu á ÓRG að samþykkja ekki Icesave lögin minnir mig að hafi verið yfir 40 þúsund. Ég skrifa yfirleitt aldrei undir svona áskoranir og finnst þær ekki endilega vera neitt merkilegri en hver önnur skoðanakönnum. Slíkar kannanir gefa oft mjög misvísandi niðurstöður og stundum er lítið að marka þær og stundum mikið. Hversu mikið verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig.

IMG 7831Við Fossvog.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sannfærður um það að ísland er ónýtt, og verður ónýtt allt þar til 99% fara saman og taka 1% og loka inni, þjóðnýta þær eignir sem hundingjarnir eru búnir að leggja undir sig.
Einnig verður að setja suma í gapastokk á Austurvelli, þar verður gestum og gangandi gefin kostur á að rassskella þá.
Ég hugsa að það þurfi jafnvel að rífa alþingishúsið og byggja nýtt til að losna við þá forheimsku og græðgi sem hefur loðað við húsið eins og skítalykt úldnum skítakamri.

Ef við gerum þetta ekki, þá er annað þjóðarþrot eftir svona.. tja 10-20 ár..

DoctorE 2.2.2012 kl. 16:03

2 identicon

"Slíkar kannanir gefa oft mjög misvísandi niðurstöður og stundum er lítið að marka þær og stundum mikið. Hversu mikið verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig" Samsinnis.

Ólafur Sveinsson 2.2.2012 kl. 16:03

3 identicon

Ansi var gaman að sjá þessa mynd af Vegamótum. Ég hef ekki komið þar við í mörg, mörg ár og veit ekkert hvernig þetta lítur út innanfrá nú orðið.

Ellismellur 2.2.2012 kl. 17:59

4 identicon

Er þetta Ford Comet í bakgrunni?

Ólafur Sveinsson 2.2.2012 kl. 19:34

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ólafur, ég er eiginlega alveg óbílfróður maður og þekki alls ekki hvaða bílar þetta eru á myndinni frá Vegamótum. Geng semsagt útfrá því að þú sért að tala um bíltegund. 

Sæmundur Bjarnason, 2.2.2012 kl. 20:40

6 identicon

Ég hélt að þetta væri heimilsbíllinn.  Þessi hefur bara stoppað til að fá sér pylsu.

Ólafur Sveinsson 3.2.2012 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband