2.2.2012 | 15:37
1602 - Eftirminnilegt Kastljós
Gamla myndin.
Veitingahúsið að Vegamótum.
Simmi var alveg stumm og það var engin furða; eftirminnilegri frásögn held ég að hafi aldrei verið flutt í Kastljósinu. Geri ráð fyrir að margir hafi setið agndofa og fylgst með frásögn sjómannsins sem komst lífs af úr togaraslysinu við Noreg um daginn. Auðvitað var maðurinn ekki í jafnvægi. Tilfinningarnar voru hvað eftir annað við að bera hann ofurliði. Frásögnin var kannski alltof löng og ítarleg. Hugsanlega var hún líka sundurlaus á köflum. En það skipti engu máli; hún var flutt af slíkum þrótti og þeirri tilfinningu að lengra verður varla komist.
Er Ísland ónýtt? spurði Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar fyrir nokkru á bloggi sínu á Eyjunni. http://blog.eyjan.is/margrett/ Því er ekki að neita að þingmenn þeir sem kosnir voru á vegum Borgarahreyfingarinnar vorið 2009 hafa á margan hátt brugðist. Deilur hafa verið miklar meðal þeirra og þeir hafa hlaupið út og suður. Ekki þarf þó að gera ráð fyrir sérstakri tryggð þeirra við fjórflokkinn svonefnda og kerfi það sem komið hefur verið upp hér á Íslandi síðustu áratugina. Jafnvel er hægt að gera ráð fyrir að þessir þingmenn séu ekki í jafnmiklum mæli við hugann við sitt eigið endurkjör og aðrir þingmenn. Þetta á samt alltsaman eftir að koma betur í ljós í næstu þingkosningum og aðdraganda þeirra.
Verðtrygging húsnæðislána hefur verið gagnrýnd mjög undanfarið og þann 1. október s.l. afhentu forvígismenn Hagsmunasamtaka heimilanna forsætisráðherra undirskriftir meira en 33 þúsund Íslendinga um afnám hennar. Nú eru yfir 26 þúsund búnir að skora á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram til forseta einu sinni enn. Undirskriftir þeirra sem skoruðu á ÓRG að samþykkja ekki Icesave lögin minnir mig að hafi verið yfir 40 þúsund. Ég skrifa yfirleitt aldrei undir svona áskoranir og finnst þær ekki endilega vera neitt merkilegri en hver önnur skoðanakönnum. Slíkar kannanir gefa oft mjög misvísandi niðurstöður og stundum er lítið að marka þær og stundum mikið. Hversu mikið verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Ég er alveg sannfærður um það að ísland er ónýtt, og verður ónýtt allt þar til 99% fara saman og taka 1% og loka inni, þjóðnýta þær eignir sem hundingjarnir eru búnir að leggja undir sig.
Einnig verður að setja suma í gapastokk á Austurvelli, þar verður gestum og gangandi gefin kostur á að rassskella þá.
Ég hugsa að það þurfi jafnvel að rífa alþingishúsið og byggja nýtt til að losna við þá forheimsku og græðgi sem hefur loðað við húsið eins og skítalykt úldnum skítakamri.
Ef við gerum þetta ekki, þá er annað þjóðarþrot eftir svona.. tja 10-20 ár..
DoctorE 2.2.2012 kl. 16:03
"Slíkar kannanir gefa oft mjög misvísandi niðurstöður og stundum er lítið að marka þær og stundum mikið. Hversu mikið verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig" Samsinnis.
Ólafur Sveinsson 2.2.2012 kl. 16:03
Ansi var gaman að sjá þessa mynd af Vegamótum. Ég hef ekki komið þar við í mörg, mörg ár og veit ekkert hvernig þetta lítur út innanfrá nú orðið.
Ellismellur 2.2.2012 kl. 17:59
Er þetta Ford Comet í bakgrunni?
Ólafur Sveinsson 2.2.2012 kl. 19:34
Ólafur, ég er eiginlega alveg óbílfróður maður og þekki alls ekki hvaða bílar þetta eru á myndinni frá Vegamótum. Geng semsagt útfrá því að þú sért að tala um bíltegund.
Sæmundur Bjarnason, 2.2.2012 kl. 20:40
Ég hélt að þetta væri heimilsbíllinn. Þessi hefur bara stoppað til að fá sér pylsu.
Ólafur Sveinsson 3.2.2012 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.