31.1.2012 | 09:14
1600 - "Ég keypti þetta í Hagkaupum"
Gamla myndin.
Veit ekki hver þetta er, en hatturinn er flottur.
Staðarnöfn og fyrirtækjanöfn valda oft ágreiningi. Taka má sem dæmi Bolungarvík. Þar má endalaust deila um hvort réttara sé að tala um einn bolung eða fleiri. Sjálfur er ég vanari Bolungarvík; (en kannski er þó til Bolungavík á Ströndum). Hagkaup er enn eitt ágreiningsefnið. Hvort er nafnið í eintölu eða fleirtölu. Stofnandi fyrirtækisins vildi hafa það í fleirtölu að ég held. Fyrir nokkrum árum virðist markaðsdeild fyrirtækisins hafa ákveðið að orðið væri eintöluorð. Sjálfum finnst mér fleirtalan eðlilegri. Munurinn sést vel á setningunum tveimur hér á eftir: Ég keypti þetta í Hagkaupum eða ég keypti þetta í Hagkaupi.
Forsetningarnar sem staðarnöfn og bæjanöfn taka með sér (í eða á) eru svo alveg sérkapítuli og virðist engin regla vera þar á. Mér finnst að málvenja og álit íbúanna eigi að ráða. Þannig sé rétt að segja að hlutir gerist annaðhvort á Selfossi eða í Hveragerði.
Horfði um daginn á endursýningu RUV á Silfri Egils. Allir sem við sögu komu í fyrsta kafla þáttarins (þeim pólitíska) þóttust hafa mikið vit á hagfræði og öllu sem hana snertir. Því miður hafði Egill enga stjórn á þeim og hefur líklega ekki valið réttu þátttakendurna því hver talaði upp í annan og þeir virtust keppast um að vera sem illskiljanlegastir. Það er reyndar venjan þegar talið berst að Hruninu; allir þykjast vita nákvæmlega hvað hefði átt að gera og hvenær og sömuleiðis hvað beri að gera næst og það sem allra fyrst. Sennilega er ég eini maðurinn sem er í miklum vafa um hverjum beri helst að trúa.
Á fréttasíðu RUV er sagt frá því að illa ortir dægurlagatextar geti haft áhrif á heilsuna; valdið útbrotum og vöðvabólgu. Að vísu er fréttin skrifuð þannig að fréttastofan kennir öðrum um að hafa þessa skoðun. Það er samt engin afsökun. Mér finnst þetta arfavitlaust og ábyrgðarhluti af RUV að taka að sér að dreifa annarri eins vitleysu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Á Dalvík , í Reykjavík. Í Vestmannaeyjum, á Breiðarfjarðareyjum. Á Íslandi, í Þýskalandi. Í Englandi, á Írlandi. Á Ísafirði, í Borgarfirði. Það er erfitt að læra svona stefnulaust tungumál.
V.Jóhannsson 31.1.2012 kl. 10:46
Þú gleymdir Eimskipi/Eimskipum. Kannski fleiri? Lýsum eftir því. Sammála þér um botnleysuna í rausinu um hrunið. Best væri ef menn -- þar með talið stjórnarmenn landsins -- gætu hætt þessu þvargi og snúið sér að markvissri endurreisn.
Sigurður Hreiðar, 31.1.2012 kl. 11:05
Eurovision veldur heilaskemmdum.. í alvöru
DoctorE 31.1.2012 kl. 11:06
Íslenskan er bara svona; eintómar undantekningar.
Málverndarstarf verður leiðinlegt til lengdar. Málið breytist þó alltaf smám saman, hvað sem við segjum.
Hægt er að forðast Eurovision og þá veldur hún varla heilaskemmdum.
Sæmundur Bjarnason, 31.1.2012 kl. 11:17
Það er ekki svo létt að forðast Eurovision á íslandi, þetta er um allt; Fólk hér á klakanum talar eins og þessi keppni sé eitthvað merkilegt, að þarna sé tónlist í gangi.. magnað ha.
Ég afskirfa allt fólk úr tónlist ef það fer í Eurovision.. fólk sem fer í það ber ekki virðingu fyrir tónlist, veit hreinlega ekki hvað tónlist er, það er algerlega ljóst
Sammála með málverndarstarfið, máið mun þróast hvað svo sem einhverjur íslensku fræðingar vilja.. því meira málverndarstarf, því meira breytist málið frá því sem fræðingar vilja..
DoctorE 31.1.2012 kl. 11:39
Datt Doctore ofan úr skýjunum með þessa Eurovisionfælni sína? Ég sé hana ekki í blogginu hjá þér, Sæmundur.
Sigurður Hreiðar, 31.1.2012 kl. 14:35
Líklega hefur hann verið að hugsa um illa orta dægurlagatexta, sem ég skrifaði eitthvað um.
Sæmundur Bjarnason, 31.1.2012 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.