1595 - ÓRG o.fl.

Untitled Scanned 24Gamla myndin.
Lára Jóhannesdóttir frá Furubrekku.

Í gegnum Baldur Óskarsson hefur ÓRG gefið til kynna að til þess að hann taki örugglega mark á undirskriftunum til stuðnings framboði sínu þurfi þær að verða fjörutíu þúsund eða svo. Söfnunin fer hratt af stað og síðast þegar ég vissi voru undirskriftirnar komnar yfir sextán þúsund. Einhverjir hafa samt verið að gagnrýna þessa undirskriftasöfnun en það er bara orðin venja. Undirskriftasafnanir eru aldrei fullkomnar. Ekki er að efa að þeir sem skora á hann að gefa kost á sér muni kjósa hann ef kosið verður. Endanlega ákvörðun um framboð mun ÓRG þó líklega ekki taka fyrr en mjög skömmu áður en framboðsfrestur rennur út. Með því gerir hann hugsanlegum mótframbjóðendum eins erfitt fyrir og hann getur.

Einhverjir frambjóðendur munu eflaust koma fram. Mikilvægast fyrir þá er að taka afstöðu til hvernig þeir muni umgangast stjórnarskrána. Kosið verður samkvæmt þeirri gömlu og e.t.v. tekst Alþingi og öðrum sem ætla sér það að koma í veg fyrir að ný verði samþykkt. Afturhaldsöflum landsins mun að öllum líkindum takast að koma í veg fyrir aðild að ESB að þessu sinni og jafnvel að komast í stjórn að loknum næstu kosningum, sem hugsanlega verða næsta haust. Við þessu er lítið að gera nema reyna að stuðla að því að sem flestir sjái ljósið. En hvar er ljósið og hvernig er það? Það er spurningin sem allt veltur á.

Líklega er „Landinn“ eini sjónvarpsþátturinn sem gerir út á skiptinguna „Reykjavíkursvæðið gegn Landsbyggðinni“. Engu að síður er þetta ágætur þáttur þó hann henti eflaust betur þeim sem eldri eru en þeim yngri, ef útí þá skiptingu er einnig farið. Í síðasta þætti heyrðist mér minnst á Bjössa á mjólkurbilnum. Man vel eftir þegar þetta lag kom fyrst fram og vinsældum þess sem vel mátti á þeim tíma líkja við „Litlu fluguna“, eftir Sigfús Halldórsson. Hlustaði líka á textann og þótti fáránlegt að tala um að stíga bensínið í botn í fyrsta gíri. Minnir að það hafi verið umtalað að þetta orðalag (fyrsti gír í stað þriðja) væri haft svona af öryggisástæðum!!  

Eitt af þeim vefritum sem ég hef dálítið kynnt mér undanfarið er „hugsandi.is“. Þar virðast einkum sagnfræðingar ráða ríkjum og kannski fornleifafræðingar líka. Yfirlætislegt er nafnið að vísu en greinarnar ekki slæmar. Þar er nokkuð safn greina en heldur virðist vindurinn vera að fara úr seglum ritsins því svo virðist sem greinar frá síðari hluta ársins 2011 séu aðeins 2 og engin komin ennþá frá 2012. Svo er að sjá að áður (frá október 2005) hafi verið algengt að fimm greinar eða svo birtust í ritinu í hverjum mánuði og jafnvel fleiri.

IMG 7804Veðurbarinn jeppi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott, sem fyrr.  Þetta með fyrstagírinn hrellti mig hér áður. Hver kemst hratt í fyrsta gíri?
Árið 1954?

Ólafur Sveinsson 24.1.2012 kl. 13:32

2 identicon

POPPA PICCOLINA (Benjamino Gigli.) 1954

Ólafur Sveinsson 24.1.2012 kl. 13:54

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skil þetta með fyrsta gírinn og hugsanlega var árið 1954, en þetta með Poppu Piccolino skil ég ekki alveg. Best að spyrja Gúgla en nú er handboltaúsending að hefjast svo ég bíð með það.

Sæmundur Bjarnason, 24.1.2012 kl. 15:11

4 identicon

Lagið heitir þetta. Gigli söng samkvæmt auglýsingu frá Fálkanum 1954.

Ólafur Sveinsson 24.1.2012 kl. 15:45

5 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já ég sé núna hvað þú átt við. Lagið er útlent en bara textinn íslenskur. Ég er mjög langt frá því að vera einhver sérfræðingur í lögum. Man bara að þetta lag með íslenska textanum var mjög vinsælt. Líklega hefur það verið seinna en 1954 sem íslenski textinn við lagið varð svona vinsælt. Veit það ekki.

Sæmundur Bjarnason, 24.1.2012 kl. 21:29

6 identicon

Kannski rigningarsumarið mikla. Þetta var aðallagið.

Ólafur Sveinsson 24.1.2012 kl. 22:19

7 identicon

Er Baldur Óskarsson nýr miðill hjá
Sálarrannskóknarfélagi Íslands?

Hvílík endemis þvæla og vitleysa
sem þessi texti þinn er.

Húsari. 25.1.2012 kl. 10:58

8 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég hef alltaf ímyndað mér að þetta með fyrsta gírinn sé einfaldlega þannig til komið að blessaður karlinn hann Loftur Guðmundsson hafði ekki hænu-hugmynd um hvað sneri aftur eða fram á bíl.

Sigurður Hreiðar, 25.1.2012 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband