1589 - Martin Gardner

Untitled Scanned 05Gamla myndin.
Hér sést verkstæðið (og íbúðarhúsið) í Holti betur og Shell-bensínskúrinn. Myndin er greinilega tekin af hlaðinu á Vegamótum eins og síðasta mynd.

Á sínum tíma tók ég þá ákvörðun að íslenskan hindraði mig í mörgu. Ég ákvað því að læra ensku sæmilega vel og fór að lesa enskar bækur. Pældi líka í gegnum Time Magazine og gerðist áskrifandi að því. Scientific American reyndi ég ennfremur að lesa en margar greinarnar þar átti ég afar erfitt með að skilja enda er ég enginn vísindamaður. Einn var þó sá maður sem var með fastan dálk í því ágæta riti og skrifaði oftast um skiljanlega hluti. Eða réttara sagt um hluti sem ég skildi. Það var Martin Gardner. Hann skrifaði um leiki og allskyns furðulega hluti í blaðið og það var undantekningalaust það fyrsta sem ég skoðaði og reyndi að lesa í hverju því hefti af Scientific American sem ég kom höndum yfir.

Martin Gardner fæddist árið 1914 og dó árið 2010. Náði því semsagt ekki alveg að verða hundrað ára en næstum því. Gardner gerði margt fleira um ævina en að skrifa í Scientific American. Hann var t.d. nokkuð þekktur sem töframaður og hafði alla ævi áhuga fyrir slíku. Hann skrifaði mikið um stærðfræðileg efni, var ágætur heimspekingur og barðist gegn gervivísindum allskonar með greinum sínum nú seinni árin í Sceptical Inquirer.

Nú er ég að lesa litla bók sem er ítarlegt og gott viðtal við Martin Gardner ásamt grein um hann. Þessi bók var gefin út árið 2004, minnir mig. Kannski var Gardner þrátt fyrir skrif sín fyrst og fremst blaðamaður og rithöfundur. Skrifaði að ég held einar 60 bækur á ævinni.

IMG 7747Þarna fór ég niður. En auðvelt var það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband