1583 - Hafragrautur

Scan260Gamla myndin.
Gerđur Garđarsdóttir.

Uppskriftir skipa yfirleitt ekki stóran sess á mínu bloggi. Minnir ţó ađ einhverntíma hafi ég birt hafragrautaruppskrift. Ţegar ég fć mér hafragraut fer ég oftast nákvćmlega eftir ţeirri uppskrift ţó ónákvćm sé. Ţannig eru yfirleitt hunang, kanill, döđlur og mjólk samanviđ minn hafragraut. Slíkur grautur er nefnilega ekkert sérlega góđur svona einn og sér, eđa ekki minnir mig ţađ. A.m.k. er ekki gott ađ blanda skyrafgangi samn viđ hann eins og gert var áđur fyrr og nefndist útkoman ţá hrćringur. Nú hef ég komist ađ ţví ađ jafnvel er betra ađ hafa ódýrar ţurrkađar döđlur úr Bónus í grautnum en nýjar og lćt ég ţess getiđ hér ţví ekki er örgrannt um ađ hugsanlegt sé ađ einhver fari eftir ţessari uppskrift.

Á vísi.is segir:

„Vogaskóli verđur fyrsti íslenski skólinn til ađ rafbókavćđast, en á ţriđjudag fá allir nemendur viđ níunda bekk skólans afhenta Kindle spjaldtölvu til notkunar á vorönn í tilraunaskyni.

Kindle varđ fyrir valinu ţar sem spjaldtölvan er einföld, handhćg og hentar eingöngu til lestrar, svo nemendur geta ekki laumađ sér á Fésbókina eđa leikjasíđur. Verkefniđ er unniđ í samvinnu viđ Námsgagnastofnun og Skólavefinn.“

Ţarna mundi ég halda ađ átt vćri viđ lesvél en ekki spjaldtölvu. Kannski ţekkja blađamennirnir ekki muninn, en í mínum huga er ţađ ekki tölva sem ekki kemst á vefinn.

Tölva, lesvél, lesbretti, rafbók o.s.frv. Svolítill ruglingur virđist vera á ţessum orđum. Í mínum huga er ţetta ţó einfalt. Lesbretti er rugl. Rafbók er bara fćll. Hćgt er ađ hafa a.m.k. nokkur ţúsund rafbćkur á einni lesvél samtímis. Annars eru afbrigđin af ţessu nokkuđ mörg og einkennilegt ađ lesvélar skuli fyrst núna vera ađ verđa vinsćlar á Íslandi.

Vafasamt er ađ jarđnćđi eigi ađ erfast. Međ tímanum safnast fjármagn saman og verđur of valdamikiđ. Ţegar fjármagn rćđur stjórnmálum er hćtta á ferđum. Mennirnir sjálfir eru mikilvćgari en peningarnir. Hagsmunir peninganna og peningaaflanna sitja í fyrirrúmi í vestrćnu skipulagi. Mennirnir sjálfi eru í öđru sćti. Slíkt kann ekki góđri lukku ađ stýra. Íslenska Hruniđ stafađi af ţessu. Vandrćđi hins vestrćna heim stafa einnig ađ ţessu. Nauđsynlegt er ađ koma böndum á peningana. Ţeir mega ekki ráđa öllu. Ţá fer illa, eins og komiđ hefur í ljós.

IMG 7701Baráttan viđ fönnina.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Hreiđar

Í útvarpinu á dögunum -- kannski bara í gćr? -- heyrđi ég einhvern kalla svona rafbókabretti bókhlöđu. Fannst ţađ fráleitt fyrst en kannski venst ţađ?

Sigurđur Hreiđar, 9.1.2012 kl. 11:17

2 Smámynd: Sigurđur Hreiđar

Má kannski bćta ţví viđ ađ fleira má kalla tölvu en ţađ sem tengist viđ netiđ, enda gerđu tölvur ţađ ekki framan af. Minni tam. á reiknitölvu.

Sigurđur Hreiđar, 9.1.2012 kl. 11:18

3 identicon

Ţessar spjald"tölvur" eru á mörkum ţess ađ geta kallast tölvur; Ég sé ekkert í ţeim fyrir mig, nema kannski ţegar ég verđ á grafarbakkanum, afvelta.. međ spjald"tölvuna" uppi írúmi ađ lesa dánarfregnir og jarđafarir.

Eđa ţannig.. per se

DoctorE 9.1.2012 kl. 12:48

4 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Sigurđur, mér finnst bókhlađa afleitt orđ í ţessu sambandi. Útvarpiđ vill ţetta bara af ţví ađ einhverjum ţar datt í hug kalla ţađ tónhlöđur sem bara getur spilađ tónlist. Í lesvélum er hćgt ađ lesa margt fleira en bćkur. Og eru textaskrár bćkur?

DoctorE. Stýrikerfi á tölvum eru ekkert heilög. Windows hentar ekki viđ snertiskjái. Sú er samt framtíđin.

Sćmundur Bjarnason, 9.1.2012 kl. 15:00

5 identicon

Ég sé ekki fyrir mér ađ snertiskjáir séu framtíđin, kannski fyrir ţá sem lesa bara en vinna ekki neitt á tölvurnar.
Ţetta snertidót getur aldrei komiđ í stađin fyrir ţađ sem er tilstađar í tölvum í dag, amk ekki í útfćrslum sem nú eru í gangi.

Windows hentar ágćtlega í snertiskjái, hefur notast viđ snertiskjái mjög lengi... voru međ spjaldtölvu fyrir löngu síđan... náđu ekki ađ hypa hana upp + a' eitthvađ smá vantađi upp á ...  Ég get alveg séđ MS koma inn međ látum á ţennan markađ....  

DoctorE 9.1.2012 kl. 15:23

6 Smámynd: Sćmundur Bjarnason

Snertiskjáir eru miklu sjálfsagđari og eđlilegri en músin. Tölvur í framtíđinni verđa einkum notađar til ađ lesa, skođa og spyrja. Ţađ ţarf varla ađ skrifa á lyklaborđ allt sem spurt er um.

Sćmundur Bjarnason, 10.1.2012 kl. 00:46

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband