1574 - Eldkyndillinn, framhald II

Scan138Gamla myndin.
Vinnuskúr í smíðum í Laugarási. Hörður V. Sigurðsson og Vignir Bjarnason.

Það eru margir kostir við að taka kyndilinn með sér í rúmið í staðinn fyrir bækur.

1.      Maður getur tekið einar 6000 bækur með sér, minnir mig.

2.      Þarf engar áhyggjur að hafa af ljósinu. Það kemur að innan.

3.      Jafnvel gleraugnategundin er aukaatriði, því hægt er að stækka letrið.

4.      Ef bækurnar eru allar leiðinlegar er hægt að skreppa á netið.

5.      Hundseyrum sparast því tölvan man alla skapaða hluti.

6.      Hægt er að halda apparatinu hvernig sem manni sýnist.

7.      Það er ekki þyngra en flestar bækur.

8.      Og ekki stærra, nema síður sé.

9.      Gefur aðvörun ef rafmagnið er að klárast á batteríinu.

Fyrir svo utan allt hitt sem ég man ekki eftir. Nei, sannleikurinn er sá að það er ákaflega þægilegt að hafa Kindle fire tölvuna með sér þegar maður er að fara að sofa. Auðvitað er ekki gott að missa hana á gólfið geri ég ráð fyrir og eflaust ekki heldur að liggja á henni, en það ætti að vera hægt að vara sig á því.

Kannski fáum við nýja eða endurnýjaða ríkisstjórn í Nýársgjöf. Mér finnst sniðugt að hræra svolítið í þessu ráðherraliði öðru hvoru, sniðugast væri samt að losna við Jóhönnu. Stjórnarandstaðan er eins og tannlaus hundur eða biluð plata það er hægt að velja á milli. Auðvitað er stjórnin alls ekki gallalaus en að Hreyfingin ætli að fara að stjórna stjórninni það líst mér illa á. Held að þetta sé allt einhver loftbólutaktík og stjórnin komi standandi niður, hún er vön því.

Þó ég bloggi næstum daglega segi ég svosem aldrei neitt. Eða ekki finnst mér það. Reyni samt að raða orðunum þannig saman að útkoman verði sæmilega læsileg. Skoðanir hef ég á sumum málum og læt þær stundum í ljósi, en ekki nema mér finnist þörf á því. Skrifa ekki bara til að fá útrás fyrir einhverja reiði, en mér finnst sumir gera það. Stundum beinist þessi reiði að ákveðnu fólki t.d. pólitíkusum og þá fer fólk gjarnan framúr sjálfu sér og segir hluti sem það sér eftir. Ég sé oft eftir því sem ég skrifa en yfirleitt vegna þess að mér finnst lesendur misskilja mig, en ekki vegna þess að ég segi hluti sem ég hefði átt að láta ósagða.

IMG 7552Kópavogur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband