18.12.2011 | 02:59
1565 - Losaði þvag
Gamla myndin.
Hjálmar Sigurþórsson.
Hvað er það sem heldur mér sískrifandi og síbloggandi? Skil það bara ekki. Helst dettur mér í hug að það sé vegna þess að mér finnist þeir sem lesa bloggið mitt vera að láta í ljós einhverja aðdáun á þessum skrifum mínum með því að lesa það. Þó getur það varla verið því mér skín í rauninni ekkert gott af þessu. Þeir eru líka ekki svo margir sem þetta gera. Hvað getur það þá verið? Róar það mig að skrifa og er það mér ekkert verulegt átak? Það getur vel verið. Þessi tími sem vill til að ég lifi á er sérstakur að því leyti að framfarir á öllum sviðum eru hið eðlilega ástand hlutanna og allir hafa tækifæri til að láta ljós sitt skína. Jú, þeir allra bestu hafa kannski alltaf náð í gegn. Þ.e.a.s. komist í gegnum allar síurnar sem á vegi þeirra hafa orðið. Allir hinir hafa þurft að sætta sig við að vera gerðir afturreka. Hvorki komist lönd né strönd. Nú geta aftur á móti allir talað við alla. Internetið er mikil blessun. Með því gefst öllum kostur á að láta í sér heyra og samskiptin geta aukist manna á meðal eftir því sem hver vill.
Stórstyrjaldir hafa líka yfirgefið okkur og koma vonandi aldrei aftur. Í framtíðinni held ég að tuttugustu aldarinnar verði minnst fyrir heimsstyrjaldirnar tvær, en eftir þá síðari má segja að samfellt blómatímabil hafi ríkt á jörðinni. Alls ekki án undantekninga samt. Sumir halda áfram að eiga um sárt að binda þrátt fyrir allt. Hlýnun jarðarinnar og samspil mannskepnunnar við náttúruna koma e.t.v. til með að einkenna þá öld sem nú er nýhafin. Þó margir séu svartsýnir er samt engin ástæða til að örvænta. Lausnir á flestum vanda finnast á endanum.
Hann stóð uppi á húsþaki og losaði þvag yfir fólkið. Eitthvað á þessa leið var sagt í víðlesnu vefriti. Meig hann ekki bara yfir það? Var hann virkilega með kopp þarna uppi og skvetti úr honum? Er tepruskapurinn og pólitíska rétthugsunin að gera útaf við fólk? Er virkilega klám að segja að einhver hafi migið eða pissað yfir fólk? Skil þetta ekki. Klámbylgjan ógurlega er að gera útaf við alla. Það er bókstaflega þannig hjá sumum að ekkert virðist vera mikilvægara en koma í veg fyrir alla nekt og allt kynlíf. Sá áðan ágætan pistil um þetta eftir Evu Hauksdóttur. Hún var m.a.að bera saman þær ægilegu og hroðalegu nauðganir sem klámvæðingin kallar yfir okkur á Vesturlöndum og þær þægilegu og ánægjulegu nauðganir sem eiga sér stað annars staðar.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Jahá, þarna er Hjálmar Alexander ungur, gæti þessi mynd verið tekin 1974? Pilturinn er fæddur 1978 að ég hygg. Nú á hann konu og tvö börn það best ég veit. Foreldrarnir eru Magndís Alexandersdóttir frá Stakkhamri og Sigurþór Hjörleifsson frá Hrísdal. Þau eru reyndar þremenningar að frændsemi.
Ellismellur 18.12.2011 kl. 09:05
Hver sagði að þessi mynd væri tekin 1974? Það er alveg hugsanlega rétt samt. Hins vegar er ég viss um að Hjálmar er fæddur fyrr en 1978, sjá t.d. mynd sem ég birti hér á blogginu þann 23. nóvember s.l.
Sæmundur Bjarnason, 18.12.2011 kl. 10:00
Þetta flokkast víst undir pennaglöp. Hann er fæddur 1968, maðurinn.
Ellismellur 18.12.2011 kl. 10:59
Elsku hættu þessum reglulegu vangaveltum um hvers vegna þú bloggar. Þú bloggar einfaldlega af því þú hefur gaman af því. Það er gaman að skrifa og enn meira gaman þegar maður getur auðveldlega komið því á framfæri og vitað að aðrir lesa það og hafa (amk. stundum) gaman af. Og haltu þessu bara áfram fyrir alla muni -- meðan þú hefur sjálfur gaman af því. Ef maður fær ritstíflu (eða rittregðu) svona við og við tekur maður því þegar þar að kemur. Svo fer bara allt í ganginn aftur.
Sigurður Hreiðar, 18.12.2011 kl. 11:32
Rétt Sigurður. Var imponeraður af því að þú skyldir kannast við Pétur Jakobsson. "Pétur sagði" var mjög vinsæl setning á mínu heimili þegar ég var lítill og ég lærði snemma að herma það eftir Huldu.
Sæmundur Bjarnason, 18.12.2011 kl. 12:04
Þú bloggar einfaldlega af því þú hefur gaman af því. Haltu því bara áfram. Ég þarf enga skýringu.
Ólafur Sveinsson 18.12.2011 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.