8.12.2011 | 23:00
1557 - Ofbeldi og myndbirtingar
Gamla myndin.
Í þungum þönkum og spekingslegir mjög. Ragnar Jónatansson, Vignir Bjarnason, Bjarni Sæmundsson (eldri), Hörður Vignir Sigurðsson og Ólafur Jónsson.
Ég er á móti öllu ofbeldi. Líklega skrifa ég því ekki undir áskorun sem gengur nú ljósum logum um netheima um að hætta að lesa hitt og þetta. Þar minnir mig að bæði Eyjan.is og Pressan.is séu nefnd. Fleiri miðlar voru nefndir þar og nokkrir sem ég kannaðist alls ekki við. Veit ekki hvers vegna ég ætti að vera að skrifa undir þessa auglýsingu. Finnst það tilætlunarsemi ef ekki eitthvað annað verra. Auðvelt virtist vera þangað til fyrir nokkru að fá fólk til að skrifa undir hvað sem er á netinu. Hræddur er ég um að sú tíð sé liðin. Reynt er að láta líta svo út sem þeir sem ekki skrifa undir ósköpin séu sammála einhverri nafnbirtingu eða myndbirtingu sem ég hvort eð er missti af og hefði sennilega ekki komið mér að neinu gagni. Þetta hefur bara ekkert að gera með skoðanir mínar á einu né neinu.
Fyrir nokkru sagði Jens Guð á bloggi sínu frá fundi sem til stóð að halda í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4. Mér sýndist eftir dagsrkárkynningunni að dæma að það væri Frjálslyndi flokkurinn sem stæði fyrir þessum fundi. Þó var þarna að finna nöfn manna sem hingað til hafa ekki tengst flokknum mér vitanlega eins og t.d. Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra og Lýðs Árnasonar, læknis.
Ég hef ekki séð annars staðar minnst á þennan fund og velti þessvegna fyrir mér hvort hann hafi farið fram og hvort hann hafi verið fjölsóttur. Auðvitað má taka þetta sem gagnrýni á Frjálslynda flokkinn, en það er þó ekki það sem mér er efst í huga. Mín spurning er sú hvort þessi fundur tákni endurkomu flokksins í stjórnmálalíf landsins og hvort kosningar séu að nálgast. Einnig finnst mér Grasrótarsamtökin missa svolítið af sjarma sínum og sakleysi með svona fundi. Það er semsagt tækifæri núna til að koma smááróðri að í kommentakerfinu mínu. Vona samt að það verði ekkert Síonistabull.
Myndbirtingar og annað á netinu. Mér finnst og hefur lengi fundist að mikillar varúðar þurfi að gæta við þá opinberu birtingu sem internetið er. Hvet þá sem áhuga hafa á þessu máli til að skoða kommentin við síðustu færslu mína á undan þessari. Það er alls ekki sama hvað sagt er. Myndir af fólki er heldur ekki alltaf sjálfsagt að birta. Þegar þær eru orðnar 30 40 ára gamlar finnst mér þó gegna öðru máli.
Nýtt stjórnmálaafl er að taka sín fyrstu skref um þessar mundir. Það er að segja að svo virðist sem Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn ætli að gera alvöru úr hótun sinni. Sjá: http://heimasidan.is/
Brúin yfir Kringlumýrarbraut í Fossvoginum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Fíflagangur, getur hann orðið hótun. Hverjum hóta "Gnarr og Guomundur".
1. Þá helst annari flónsku sem uppá er boðið. Evrópuumræðu, Evruupptöku eða annað fáránleikaleikhús. Gummi aulinn varla vaxin grön og orðinn 3ja flokka húsdraugur. Gnarr sem 365 auglýsti fyndinn, en engum stökk bros að, flestir fóru hjá sér.
Flónabandalagið G G eða Ga GA flokkurinn verður arfleið Steingríms ekki bróðurs br+oður síns og Jóns Jeltzyn. “ Synirnir sjá um það“
K.H.S., 9.12.2011 kl. 14:47
Ég held að Guðmundur og Gnarr séu að hóta að bjóða fram í næstu kosningum.
Ef þeim tekst það er ekki ólíklegt að þeir fái einhver atkvæði. Einkum held ég að sú verði raunin ef ekki verður um annað að ræða en þá eða fjórflokkinn.
Sæmundur Bjarnason, 9.12.2011 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.