7.12.2011 | 23:31
1556 - Um rafbækur
Gamla myndin.
Byggingareftirlitið mætt á staðinn!! Kristín Þóra Harðardóttir og Bjarni Sæmundsson.
Menn geta verið doktorar í ýmsu. Held samt að t.d. doktor Gunni sé ekki doktor í neinu. Bloggar samt alveg prýðilega. Minnir að Katrín menntamálaráðherra hafi skrifað lokaritgerð á einhverju bókmenntaprófi um Arnald Indriðason. Kannski er hún að vinna að doktorsritgerð um hann núna. Ath. svona verða sögurnar til. Getsakir um eitthvað verða undir eins að staðreyndum. Man vel eftir pabba Arnaldar eins og eflaust margir aðrir. Mundi frekar vilja lesa ævisögu Indriða G. Þorsteinssonar en sonar hans Arnaldar.
Er nokkuð hugsi yfir athugasemd Hörpu Hreinsdóttur við bloggið mitt frá í gær. Því fer fjarri að mér sé eitthvað illa við Óla Gneista Sóleyjarson. Sé samt þegar ég fer á vefinn hans: http://rafbokavefur.is/ að þar stendur söluvefur innan sviga. Man samt ekki betur en ég hafi tekið fram við hann að ekki mætti (eða ætti að) selja bækur sem byggðar væru á texta frá Netútgáfunni og sé ekkert sem bendir til að svo sé. Kannski eru einhverjar bækur til sölu á rafbókavefnum en ég kannast ekki við að texti þeirra sé frá Netútgáfunni kominn.
Á ekki rafbókalesara og hef ekki hingaðtil átt í neinum erfiðleikum með að útvega mér það sem mig hefur langað til að lesa án sérstakra útgjalda. Geri ekki ráð fyrir að það eigi eftir að breytast á næstunni. Þ.e.a.s. þetta með útgjöldin. Rafbókalesarinn gæti komið í hús fljótlega.
Minnir að ég hafi lesið einhvers staðar fyrir nokkru að rithöfundar hafi gert samning við útgefendur um að fá aðeins 23% af verði rafbóka í sinn hlut vegna þess að svo dýrt væri að koma í veg fyrir að þær væru afritaðar í óleyfi. Úgefendum dettur semsagt ennþá í hug að hægt sé að koma í veg fyrir það. Aðalatriði hverrar bókar er efni hennar. Ekki útgáfa, prentun, markaðssetning, afritunarvarnir eða hvað annað sem útgefendum dettur í huga að telja mönnum trú um. Auðvitað skiptir allt svona verulegu máli en er ekki aðalatriðið.
Þegar texta er sleppt út í netheima lýkur yfirráðum höfundar yfir honum. Auðvitað eru til undantekningar frá þessu og dómarar hvers konar og lögfræðingar munu í vaxandi mæli hafa atvinnu af málum sem tengjast höfundarrétti og málfrelsi. Ekki er sjáanlegt að hægt sé til lengdar að láta eins og internetið sé ekki til. Ekki er hægt að taka aftur töluð orð eða tapaðan meydóm segir máltækið.
Í gömlu bloggi fann ég þessa gullvægu setningu: Það þýðir ekkert að efna og efna en lofa svo aldrei neinu!! Þessi setning er ekki frá mér komin en ég man samt ekki hvaðan. Líklega hefur einhver ruglast á orðum. Afbakaðir talshættir geta verið óbærilega fyndir.
Þetta skilti er í Kópavogi. Ekki er ég samt viss um að allir Íslendingar skilji þetta. Chopper tel ég að geti bæði þýtt þyrla og endursmíðað (eða endurbætt) mótorhjól.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll. Það stendur söluvefur innan við sviga í nafninu á færslu þar sem verið er að vísa á emma.is. Textinn undir færslunni "Nýr rafbókarvefur (söluvefur)" er:
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2011 kl. 00:09
Mér finnst þetta flott framtak hjá þeim sem standa að rafbókavefnum. Og þó ég eigi ekki heldur sérhannaðan rafbókalesara eins og Kindle þá er til forrit sem heitir Adobe Digital Editions sem les epub rafbækur. Þetta forrit er frítt og hægt að nálgast hjá adobe.com
Kosturinn við þetta nýja form er sá að skrárnar eru mun minni en áður þekktist og textinn miklu læsilegri, líka á venjulegum tölvuskjám.Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2011 kl. 01:36
Þetta er alveg rétt hjá Hjalta, það er ekki Óli sem ætlar að selja heldur stefnir á Open Source útgáfu (gott ef þetta er ekki liður í meistaraprófsverkefninu hans). Hann er hins vegar að auglýsa söluvefinn, Emmu, þarna efst á sínum vef (sem er í góðu lagi). Ég gerði athugasemdina við fyrri færsluna þína af því mér fannst skrítið að þú vildir tengja Netútgáfuna við Óla Gneista Sóleyjarson. Eða þig, sem frumkvöðul og aðalmann í Netútgáfunni.
Harpa Hreinsdóttir 8.12.2011 kl. 01:54
Já en Harpa mín, hvað er athugavert við Óla Gneista Sóleyjarson? Hefur hann gert þér eitthvað? Hann er ekki sá fyrsti sem ég hef tengt Netútgáfuna við, eins og þú kallar það. T.d. fengu einhverjir á vegum Wikipediu leyfi hjá mér til að nota textana þar og fleiri hafa þeir verið. Er það kannski útaf því að Óli hefur skrifað eitthvað á vegum Vantrúar? Hjalti Rúnar hefur gert það líka, held ég.
Sæmundur Bjarnason, 8.12.2011 kl. 02:45
Ég var reyndar harðorður við Hörpu í daginn en það var vegna þess að málið tengdist syni mínum og þá verð ég frekar (vægt til orða tekið) tilfinningasamur.
En ég vona að fólk ætli ekki að taka Rafbókavefnum illa af því að ég kem þær nærri enda á hann ekki að vera neitt egóverkefni mitt. Um leið og ég hef lokið meistaraverkefninu sem tengist honum þá vona ég að fleiri muni hjálpa með vefinn og hann verði samvinnuverkefni svipað og wiki.
Ég myndi annars hvetja Hörpu til þess að íhuga að taka til dæmis einhverja Íslendingasöguna, búa til inngang, athugasemdir í lok kafla og þess háttar (og fá einhvern til þess að búa til fallegri kápu). Þá væri komin rafbók sem hún gæti annað hvort dreift ókeypis (á Rafbókavefnum ef hún hefur einhvern áhuga á því) eða jafnvel selt í gegnum söluvefinn Emmu sem ég vísaði á (og þá myndi ég líta svo á að hún væri að selja sínar viðbætur við söguna en ekki gamla textann).
Óli Gneisti 8.12.2011 kl. 09:29
Nei, Óli Gneisti hefur ekki "gert mér eitthvað". Ég hef bara andúð á fólki sem skellir því framan í mig á umræðuþræði á FB að ég sé illa innrætt. Tilefnið var að ég stakk upp á að foreldrafélög sæju um heimsóknir í kirkjur á aðventunni en ekki skólar. Þetta var algerlega tilefnislaust og ég hafði hvorki vitneskju né áhuga á hvort Óli Gneisti ætti einhverja krakka eða ekki. En af því ég veit sjálf að ég er ekki illa innrætt læt ég mér þetta í léttu rúmi liggja, myndi hins vegar aldrei tengja nafn mitt eða verk svona manni (og byggi þá á fleiru sem ég hef lesið eftir hann).
Ég sel ekki mitt efni. Það liggur ókeypis frammi á http://fva.is/harpa og er mikið notað. Talsverður hluti þess er gagnvirkt kennsluefni og ástæðulaust að koma því á annað form.
Harpa Hreinsdóttir 8.12.2011 kl. 11:13
Já, það var ómaklegt af mér. Réttari hefði verið að segja að þú hafir ekki sett þig í spor foreldra sem myndu lenda í þeirri stöðu að ákveða að taka barnið sitt úr hópnum, gefa eftir prinsipp sín eða að fara að setja sig upp á móti öðrum foreldrum í leikskóla um hvað sé eðlilegt að foreldrafélög geri. Það er alveg gríðarlega erfið staða.
En endilega skoðaðu að setja efnið á rafbókaform (eða láta einhvern gera það) því það er ekki langt í að þetta verður mjög kraftmikill miðill.
Óli Gneisti 8.12.2011 kl. 11:42
Ég held að við ættum að fara varlega við að dæma fólk eftir því sem það segir, í töluðu máli eða skrifuðu, á netinu eða annarsstaðar. Oft meinar það ekki akkúrat það sem okkur sýnist og svo geta ummæli verið vanhugsuð.
Sæmundur Bjarnason, 8.12.2011 kl. 11:43
Já, það er alveg rétt hjá þér Sæmundur og ég sá dáltið innilega eftir þessu. Eiginlega ástæðan fyrir því að ég reyni að forðast að taka þátt í heitum umræðum á Facebook því maður þarf ekki einu sinni að ýta á "Senda" hnapp heldur bara ýta á enter. Og að sjálfsögðu missti ég með þessu af því tækifæri að útskýra fyrir Hörpu hvers vegna málið skipti mig svo miklu máli.
Óli Gneisti 8.12.2011 kl. 11:48
Aftur að spurningu um efnið mitt og rafbókaform: Mér er ljóst að rafbækur munu sækja mjög í sig veðrið á allra næstu árum, gott ef ekki mánuðum. En mér er jafnljóst að framhaldsskólanemendur, sem eru alla jafna með græjudellu dauðans, nota líklega snjallsímana sína og Netið frekar en Kindle, mögulega reyna þeir að öngla sér saman í Ipad. Þá skiptir þetta engu máli, sé notaður hreinn HTML-kóði og örfá einföld JAVA eða javascript-fiff birtist kennsluefnið mitt prýðilega. (Ég var einmitt að horfa á sýnishorn af þessu núna um daginn.) Markaðurinn fyrir rafbækur er miklu fremur háskólanemar og sá hluti almennings sem les bækur heldur en framhaldsskólanemar.
Harpa Hreinsdóttir 8.12.2011 kl. 21:01
Mig langar reyndar til þess að ýta framhaldsskólanemum í átt að rafbókum í von um að það hvetji þá til þess að lesa almennt meira. Það er kannski tálsýn.
Óli Gneisti 8.12.2011 kl. 23:06
Þetta er góð hugsjón, Óli Gneisti, en ég held (og byggi þar einungis á reynslu) að hún verði tálsýn um ókomin ár. Ég held nefnilega að þeir sem muni lesa rafbækur séu þeir sömu og lesa nú þegar bækur sér til yndis og ánægjuauka. Án þess ég vilji setja alla framhaldsskólanemendur undir einn hatt er það mín reynsla að meirihluta þeirra les einungis skólabækur/ bækur sem eru á leslista áfanga og lesi að öðru leyti alveg helling á Netinu. (Það er algengur misskilningur að nemendur "lesi ekki", þeir lesa helling en kannski minnst bækur.) Sjálf myndi ég gjarna vilja að nemendur læsu bækur sér til skemmtunar en skoðun mín skiptir litlu - ég er að reyna að horfa raunsætt yfir sviðið eins og það er.
Harpa Hreinsdóttir 9.12.2011 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.