3.12.2011 | 06:47
1551 - Um bíla
Gamla myndin.
Systkinin Hanna Rósa Ragnarsdóttir og Ómar Ragnarsson.
Enn er haldið áfram að athugasemdast við blogg mitt númer 1549. Kann heldur illa við það en vil þó ekki loka neinu eða flæma þá í burtu sem þar deila. Það sem þar er skrifað er mér og sennilega fleirum ansi illskiljanlegt. Ekki get ég þó séð að þeir valdi mér neinum skaða með því.
Fékk nokkuð langan svarhala í gær (fyrradag) útá að minnast á síonista í fyrirsögninni. Síonistinn sjálfur, dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, lét þó ekki mikið til sín heyra en aðrir þeim mun meira. Auðvitað má segja að ég hafi verið á svarhalaveiðum og það er ágætt að vita hvernig á að fara að því. Það er samt ekkert sérstakt unnið með því að hafa svarhalana sem lengsta. Það eru ákveðnir menn sem gjarnan skrifa mjög langar athugasemdir í svarhala og copypeista þá gjarnan. Mér virðist það einkum fara eftur umræðuefninu og þó einkum fyrirsögninni hve svarhalinn verður langur.
Svei mér þá ef vinsældir Moggabloggsins eru ekki að aukast aftur. Nú þarf orðið um 80 vikuheimsóknir til að komast á 400 listann. Gæti trúað að ég væri með aktívustu og elstu mönnum hér. Um gæðin get ég lítið sagt.
Ekki veit ég af hverju mér eru bílar og akstur ofarlega í huga núna. Kynslóðaskipti eru mjög greinileg þar. Pabbi hafði t.d. ekki bílpróf og keyrði aldrei bíl. Ég hef aftur á móti keyrt bíla frá 7. september 1960 eða eitthvað lengur ef dæma skal eftir ökuskírteininu.
Einu sinni hef ég farið upp í 140 km/klst á bíl en aldrei hraðar svo ég muni. Í gamla daga var það einfaldlega vegna þess að bílarnir komust ekki eins hratt og maður vildi. Svo voru allir vegir malarvegir þá og akstur yfir 120 km/klst talsvert varasamur. Á þvottabrettum var annaðhvort að lúsast á svona 30 km/klst eða fara yfir 80 km/klst því þá flaug bíllinn oftast yfir holurnar.
Í eitt skipti man ég eftir að hafa lent á hálkubletti og flogið útaf. Var mest hissa á hve fljótt þetta var að gerast. Sem betur fór lenti ég í skafli og næsti bíll dró mig upp. Ætli ég hafi ekki svona fjórum sinnum lent í árekstrum og oft í næstum því árekstrum. Eitt slíkt tilvik er mér mun minnisstæðara en árekstrarnir því ef mér hefði ekki tekist að forðast árekstur í það skipti hefði getað farið mjög illa.
Fyrir nokkrum árum tókst mér með mikilli snilld að læsa bíllykilinn minn inni í bílnum þegar ég var að erindast niðri í bæ. Það á samt að vera nánast ómögulegt. Þar sem ég vissi af aukalykli heima ákvað ég að taka bara strætó og sækja hann. Þegar ég kom á Hlemm fór ég inn í vagn sem mér fannst líklegur til að fara í Kópavog og spurði vagnstjórnann hvort hann færi þangað. Aumingja maðurinn skildi greinilega ekki orð í íslensku en svolítið í ensku svo ég komst fljólega að því að hann hafði ekki hugmynd um hvort hann væri á leiðinni til Kópavogs eða ekki. Þó hann væri að fara af stað gaf hann mér kost á að fara inn og spyrja hvort þessi tiltekni vagn færi til Kópavogs. Svo var og þegar við komum þangað fór ég út og vagnstjórinn sagði undrandi við mig: Is this Kópavogur?
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Það er ljótur leikur að stunda svarhalaveiðar með trúmálabloggi Sæmundur. Það er líkt og að kasta neti í Norðurá! En þú getur auðveldlega stillt tímalengd sem hægt er að gera athugasemdir. Þá losnarðu við að fylgjast með gömlum færslum. Sagan af strætóbílstjóranum er góð. Aldrei að láta sannleikann þvælast fyrir góðri sögu :)
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.12.2011 kl. 12:57
Já en Jóhannes ég kannast ekkert við að Síonistabloggið mitt hafi verið trúmálablogg og kannski vil ég ekkert losna við að svarhalarnir séu svona langir. Ekki neyði ég neitt til að lesa þá.
Sagan af strætóbílstjóranum er alveg sönn.
Takk fyrir tilskrifið.
Sæmundur Bjarnason, 3.12.2011 kl. 14:33
Einhversstaður rakst ég á einhver skrif um okkar gamla lærimeistara, Guðmund Sveinsson, á netinu. Það varð til þess að ég fór að fletta því upp hvenær hann var fæddur. Þá kom í ljós að fæðingarár hans var 1921, sem þýðir að hann hefur verið 39 ára þegar hann kemur aftur til starfa þarna haustið 1960. Sveinn Víkingur hefur ansi mikið eldri, fæddur 1896. En þetta vakti mig til umhugsunar hversu aldur er afstætt hugtak. Ég hef einhvernveginn á tilfinningunni að okkur hafi þótt Guðmundur ansi vel við aldur á þessum tíma. Sem hefur náttúrulega alls ekki verið, hann hefur verið á virkasta og besta starfsaldri. En mikið þóttu mér aðferðir hans við að fá fram stundvísa mætingu í morgunverð sérkennilegar og því meir sem ég eldist sjálfur.
Ellismellur 3.12.2011 kl. 15:03
Já, Guðmundur fannst okkur gamall, en Sveinn var ennþá eldri, eiginlega alveg fjörgamall. Hefur semsagt verið svona um 65 ára þegar þetta var.
Sæmundur Bjarnason, 3.12.2011 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.