1516 - Gengi

Scan228Gamla myndin.
Hér er spáð í landsins gagn og nauðsynjar.

Nú er kominn mánudagur og ég hef ekki bloggað síðan á laugardaginn. Veit ekki hvar þetta endar. Það er samt ágætt að hvíla sig á þessum ósköpum.

Ef menn segja að þeir vilji endilega hafa krónuna áfram eru þeir að segja að áfram eigi að vera auðvelt fyrir sægreifana að sækja fé í vasa almennings. Það er ekkert annað sem gert er með gengisfellingum. Ríkisstjórnir á hverjum tíma ráða engu. Auðvitað finnst fjármagnseigendum þægilegra að geta sótt sér fé á þennan hátt en annan. Ef Brusselvaldið ákveður gengisskráninguna er ekki víst að útgerðarauðvaldið fái sitt fram að þessu leyti. En málpípur þeirra eru margar, t.d. geta sjómenn og allir sem við fiskveiðar fást tekið undir um mikilfengleika krónunnar. Efast samt ekki um að margir vilja draga úr valdi útgerðarinnar. Spurningin er bara hve mikið er nóg og hve mikið er of mikið.  

Um þessar mundir les ég mest frásagnir sem eru nokkuð gamlar. Helst þurfa þær að vera meira en 100 ára. Í þeim allsnægtum sem við lifum við núna eigum við erfitt með að gera okkur ljósar aðstæður fólks frá þeim tíma. Varðandi mat þurfum við helst að gæta þess nú að borða ekki of mikið af honum og gæta þess hvernig hann er samsettur. Á þeim tíma voru menn mjög ánægðir ef þeir fengu nógan mat. Menn dóu jafnvel úr ófeiti, eins og sagt var. Internetið færir okkur allan þann fróðleik sem við getum mögulega tileinkað okkur og gott betur. Vandinn er einkum sá að greina á milli hvaða fróðleikur er mikilsverður og hver lítils- eða einskisverður.

Það lausavísnasafn sem ég hef notað hvað mest er safn það sem Héraðsskjalasafn Skagafjarðar starfrækir. Nú hefur það safn legið niðri um hríð en væntanlega verður það endurvakið fljótlega. Á síðu safnsins stendur að það verði vonandi í haust eða vetur.

IMG 6963Hlaupið til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bragi óðfræðivefur er sama tóbakið og Héraðsskjalasafnið.

http://ordab30.lexis.hi.is/bragi/

Vilhjálmur Gunnarsson 31.10.2011 kl. 17:23

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Vilhjálmur. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því en ég hef stundum notað hann líka. Aðallega nota ég samt Google.

Sæmundur Bjarnason, 31.10.2011 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband