5.10.2011 | 23:11
1495 - Appaðu þig í gang
Meðan aðalvandamálin eru hvernig á að appa sig yfir alla erfiðleika og hvað nýi snjallsíminn og i-padinn eru dýrir finnst mér með öllu óþarft að henda eggjum og öðru lauslegu í þá sem sannanlega eru að reyna sitt besta.
Mér finnst margt annað meira aðkallandi en finna íslenskt orð yfir app-skrípið. Kannski er það orðið mjög algengt að tala um að appa allan andskotann en það hefur þó ekki flækst fyrir mér hingað til, en auðvitað er ég orðinn gamall og hættur að fylgjast með.
App er greinilega ensk stytting úr orðinu application. Það getur meðal annars þýtt forrit eða eitthvað þess háttar. App er sennilega notað yfir forritsbúta sem settir eru í nýjustu gerðir farsíma, sem hægt er að komast á netið með. Með því að keyra appið á símanum er hægt að virkja applicationina á netinu og gera eitthvað ákveðið.
Það er svo enskur siður að auðvelt er að breyta nafnorðum og jafnvel styttingum í sagnorð. Vel getur verið að appið sigri að lokum, en ég er orðinn svo vanur að orða hugsum mína á annan hátt að ég held að ég komist alveg hjá því að nota þessa sögn.
Þannig lít ég á þetta mál, en auðvitað getur verið að þetta sé tóm vitleysa. Auglýsinguna frá Neinum skil ég ekki almennilega. Sennilega er heldur ekki ætlast til að nema sumir skilji hana.
Aðalrifrildisefnið núna virðist vera verkfall sinfóníuhljómsveitarinnar eða réttara sagt fagn Sambands Ungra Sjálfstæðismanna útaf því. Það er lúxus að geta verið algjörlega hlutlaus í einhverju. Ég er það eiginlega í þessu efni. Hversvegna í fjáranum er ég þá að skrifa um það? Veit ég ekki að það er í tísku að hafa skoðun á þessu? Ég hef hana bara ekki. Því miður.
Ég er alinn upp við andstyggð á sinfóníugargi í útvarpinu, en get í mesta lagi fundið að því hvernig nefnd hljómsveit er fjármögnuð en ekki fjármögnuninni sem slíkri. Það er einfaldlega ekki möguleiki fyrir hana að fjármagna sig sjálf. Ef við Íslendingar viljum endilega vera sá menningarlegi útkjálki sem fjöldi okkar segir til um, ætti að leyfa okkur það ef meirihlutinn kýs svo.
Litadýrð á leikvelli. Perlan í baksýn.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Þetta "að appa sig í gang" fer afskaplega illa í mínar fínustu. Þetta er afburða illa hugsað og framsett, en er sjálfsagt hannað til að ganga í unglingana.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2011 kl. 23:28
Mér finnst orðið "notra" ansi flott. Held ég noti það.
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2011 kl. 23:37
"Appaðu þig í gang" fer jafn mikið í taugarnar á mér og "Öruggur staður til að vera á".
Annars myndi ég aldrei fara að setja inn forrit/auglýsingar á símann minn/tölvur frá hinum og þessum fyrirtækjum; Kannsky bara fyrir Facebook sauði að gera slíka vitleysu :)
DoctorE 6.10.2011 kl. 07:52
Fyrirtæki sem leggur slíka ofuráherslu á appið hlýtur að meina eitthvað með því. Er þetta ekki bara tungutak sem meirihlutia viðskiptavina "neins" hlýtur að þykir flott? Mér finnst slagorðið með örugga staðinn líka ömurlega lélegt en erum við ekki að dragast aftur úr?
Sæmundur Bjarnason, 6.10.2011 kl. 08:39
"Apaðu þig í gang" væri kannski betra.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.10.2011 kl. 10:20
Réttast væri að kalla þetta smáforrit eða hreinlega hugbúnað fyrir síma.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.10.2011 kl. 10:41
Vona svo sannarlega að þú eigir við að það hentaði N einum kannski betur, en ekki mér. Veit reyndar að þú átt við það, en gat ekki stillt mig. Heyrðist rétt áðan að hálftími hálfvitanna ætlaði að verða skrautlegur núna, en er að fara á fund.
Sæmundur Bjarnason, 6.10.2011 kl. 10:44
Muna reglu númer eitt: Ekki setja hvaða drasl sem er inn á síma/tölvur.
DoctorE 6.10.2011 kl. 11:35
Sko, ég átti við það að ekki væri víst að þetta með að apa sig í gang væri meint til mín, kannski væri átt við N1. (Emil Hannes)
Axel komst á milli, án þess að ég sæi hann.
Ég sé að einhver áhugi er fyrir þessu. Mér finnst hálfömurlegt að þurfa að hlusta á þessa "app pínu" hvað eftir annað í sjónvarpinu. Auðvitað mega menn auglýsa það sem þeir vilja en ekki eykur þetta vilja minn til að versla við N1.
Sæmundur Bjarnason, 6.10.2011 kl. 12:59
Þetta er áhugavert með "appið" Sæmundur og eflaust kemur eitthvað nothæft og vonandi betur gert en hvorugkynsnafnorðsskrípið "fagn" sem þú notar sem gott og gilt.
Yngvi Högnason, 6.10.2011 kl. 20:14
Takk Yngvi. Við nánari athugun held ég bara að það sé rétt hjá þér að "appið" sé ekkert verra en "fagnið". Kannski verða bæði góð og gild íslenska að lokum. Ekki ráðum við því. Áhrif enskunnar eru ekkert síður á orðmyndun en einstök orð. Fagna virðist mér samt betri íslenska en appa.
Sæmundur Bjarnason, 6.10.2011 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.