1495 - Appaðu þig í gang

Meðan aðalvandamálin eru hvernig á að appa sig yfir alla erfiðleika og hvað nýi snjallsíminn og i-padinn eru dýrir finnst mér með öllu óþarft að henda eggjum og öðru lauslegu í þá sem sannanlega eru að reyna sitt besta.

Mér finnst margt annað meira aðkallandi en finna íslenskt orð yfir app-skrípið. Kannski er það orðið mjög algengt að tala um að appa allan andskotann en það hefur þó ekki flækst fyrir mér hingað til, en auðvitað er ég orðinn gamall og hættur að fylgjast með.

App er greinilega ensk stytting úr orðinu application. Það getur meðal annars þýtt forrit eða eitthvað þess háttar. App er sennilega notað yfir forritsbúta sem settir eru í nýjustu gerðir farsíma, sem hægt er að komast á netið með. Með því að keyra appið á símanum er hægt að virkja applicationina á netinu og gera eitthvað ákveðið.

Það er svo enskur siður að auðvelt er að breyta nafnorðum og jafnvel styttingum í sagnorð. Vel getur verið að appið sigri að lokum, en ég er orðinn svo vanur að orða hugsum mína á annan hátt að ég held að ég komist alveg hjá því að nota þessa sögn. 

Þannig lít ég á þetta mál, en auðvitað getur verið að þetta sé tóm vitleysa. Auglýsinguna frá Neinum skil ég ekki almennilega. Sennilega er heldur ekki ætlast til að nema sumir skilji hana.

Aðalrifrildisefnið núna virðist vera verkfall sinfóníuhljómsveitarinnar eða réttara sagt fagn Sambands Ungra Sjálfstæðismanna útaf því. Það er lúxus að geta verið algjörlega hlutlaus í einhverju. Ég er það eiginlega í þessu efni. Hversvegna í fjáranum er ég þá að skrifa um það? Veit ég ekki að það er í tísku að hafa skoðun á þessu? Ég hef hana bara ekki. Því miður.

Ég er alinn upp við andstyggð á sinfóníugargi í útvarpinu, en get í mesta lagi fundið að því hvernig nefnd hljómsveit er fjármögnuð en ekki fjármögnuninni sem slíkri. Það er einfaldlega ekki möguleiki fyrir hana að fjármagna sig sjálf. Ef við Íslendingar viljum endilega vera sá menningarlegi útkjálki sem fjöldi okkar segir til um, ætti að leyfa okkur það ef meirihlutinn kýs svo.

IMG 6816Litadýrð á leikvelli. Perlan í baksýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta "að appa sig í gang" fer afskaplega illa í mínar fínustu. Þetta er afburða illa hugsað og framsett, en er sjálfsagt hannað til að ganga í unglingana.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2011 kl. 23:28

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mér finnst orðið "notra" ansi flott. Held ég noti það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2011 kl. 23:37

3 identicon

"Appaðu þig í gang" fer jafn mikið í taugarnar á mér og "Öruggur staður til að vera á".

Annars myndi ég aldrei fara að setja inn forrit/auglýsingar á símann minn/tölvur frá hinum og þessum fyrirtækjum; Kannsky bara fyrir Facebook sauði að gera slíka vitleysu :)

DoctorE 6.10.2011 kl. 07:52

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Fyrirtæki sem leggur slíka ofuráherslu á appið hlýtur að meina eitthvað með því. Er þetta ekki bara tungutak sem meirihlutia viðskiptavina "neins" hlýtur að þykir flott? Mér finnst slagorðið með örugga staðinn líka ömurlega lélegt en erum við ekki að dragast aftur úr?  

Sæmundur Bjarnason, 6.10.2011 kl. 08:39

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

"Apaðu þig í gang" væri kannski betra.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.10.2011 kl. 10:20

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Réttast væri að kalla þetta smáforrit eða hreinlega hugbúnað fyrir síma.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.10.2011 kl. 10:41

7 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Vona svo sannarlega að þú eigir við að það hentaði N einum kannski betur, en ekki mér. Veit reyndar að þú átt við það, en gat ekki stillt mig. Heyrðist rétt áðan að hálftími hálfvitanna ætlaði að verða skrautlegur núna, en er að fara á fund.

Sæmundur Bjarnason, 6.10.2011 kl. 10:44

8 identicon

Muna reglu númer eitt: Ekki setja hvaða drasl sem er inn á síma/tölvur.

DoctorE 6.10.2011 kl. 11:35

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sko, ég átti við það að ekki væri víst að þetta með að apa sig í gang væri meint til mín, kannski væri átt við N1. (Emil Hannes)

Axel komst á milli, án þess að ég sæi hann.

Ég sé að einhver áhugi er fyrir þessu. Mér finnst hálfömurlegt að þurfa að hlusta á þessa "app pínu" hvað eftir annað í sjónvarpinu. Auðvitað mega menn auglýsa það sem þeir vilja en ekki eykur þetta vilja minn til að versla við N1.

Sæmundur Bjarnason, 6.10.2011 kl. 12:59

10 Smámynd: Yngvi Högnason

Þetta er áhugavert með "appið" Sæmundur og eflaust kemur eitthvað nothæft og vonandi betur gert en hvorugkynsnafnorðsskrípið "fagn" sem þú notar sem gott og gilt.

Yngvi Högnason, 6.10.2011 kl. 20:14

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Takk Yngvi. Við nánari athugun held ég bara að það sé rétt hjá þér að "appið" sé ekkert verra en "fagnið". Kannski verða bæði góð og gild íslenska að lokum. Ekki ráðum við því. Áhrif enskunnar eru ekkert síður á orðmyndun en einstök orð. Fagna virðist mér samt betri íslenska en appa.

Sæmundur Bjarnason, 6.10.2011 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband